Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 123-33 123 SKURÐLÆKNAÞING 1992 Ágrip erinda sem flutt voru á Skurðlæknaþingi íslands 24.-25. apríl 1992 á Hótel Selfossi. VÖÐVASARKMEIN í MECKEES SARPI: SJÚKRATILFELLI AF IíORGARSPÍTALA Hufimdar: Georg Steinþórsson, Þorvaldur Jónsson, Borgarspítala; Kristrún Benediktsdóttir, Rannsóknarstofu Háskóians í meinafrœði. Fimintfu og eins árs gamall karlinaður, innlagður á Borgarspítala í janúar 1992 nteð hálfs sólarhrings sögu um skyndilega krampakennda verki um allan kvið, engin ógleði, uppköst eða einkenni frá þvagfærum. Aður hraustur fyrir utan vinnuslys I957. Ekki saga um þyngdartap, óreglulegar hægðir eða blóð í hægðum. Við skoðun var sjúklingur meðtekinn af verkjum, hiti mældist 38,8°C. Kviður var nokkuð þaninn með einkennum um lífhimnubólgu. Blóðprufur sýndu hvítfrumnaof, 21,7, önnur blóðpróf eðlileg. Röntgenmynd af lungum og yfirlitsmynd af kvið voru eðlilegar. Sjúklingur var tekinn til aðgerðar vegna gruns um sprunginn botnlanga. Við innankönnunar holskurð fannst sprunginn Meekels sarpur, mikið bólginn og með fyrirferð í. Gert var úmám ásamt samgötun gama. Vefjagreining sýndi vöðvasarkmein með raufun, skurðbrúnir reyndust fríar. Eftir aðgerð heilsaðist sjúklingi vel og útskrifast hann á 6. degi. Sjúklingur var einkennalaus við síðustu skoðun. Ulkynja æxli í smágirni em sjaldgæf en vöðvasarkmein eru um 11% af slíkum æxlum. Þó vöðvasarkmein sé algengasta æxlið í Meckels sarpi hefur aðeins verið lýst um 50 tilfellum (Selh M, Rosenberg V, Kim U; 1978). Vegna þess hve fátíð þessi æxli em. er engin samstaða um kjörmeðferð (Haugen OA, 1970; Lee M, 1980, 1983) og lítið vitað um langtímahorfur. GARNAFLÆKJA (VOLVULUS) í RISTLI Á BORGARSPÍTALA 1971-1990 Höfundar: Georg Steinþórsson, Þorvaldur Jónsson, Borgarspítaia. Garnallækja kemur oftast fyrir í digurgimi. Algengasta staðsetning er bugaristill, 85%, því næst í botnristli og risristli eða 15%, en mun sjaldgjæfari í þverristli. Gamaflækja er talin valda 1-4% af öllum gamastíflum í Bandaríkjunum og Brellandi, en tíðni virðist hærri í Auslur-Evrópu, Asíu og Norðurlöndum (Bruusgárd 1947; Shepherd 1968; Sinha 1969). Til könnunar á algengi garnaflækju á Borgarspítala var farið í tölvufærða sjúkdómaskrá spítalans og fundnir þeir sjúklingar, sem fengu greininguna gamastífla (ICD 560) á 20 ára tímabilinu 1971-1990. Alls fundust 449 tilfelli. Af þeim vom 19 með greininguna gamaflækja (ICD 560.2) eða 4%. Gamaflækja í bugaristli reyndist algengust eða 14 tilfelli (74%), fjórir (21%) vom í botnristli og einn í þverristli. Karlar vom mun fleiri en konur eða 3:1. Karlar fengu oftar gamaflækju í bugaristil, en garnaflækja í botnristli var algengari meðal kvenna. Sjúklingarnir vom á aldrinum 16-91 árs með miðaldur 65 ár. Flestir höfðu að auki annan sjúkdóm, algengast var langvinn hægðatregða en einnig sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar og geðsjúkdómar. Flestir sjúklinganna voru meðhöndlaðir með aðgerð eða 14 (74%). Þrír sjúklingar vom meðhöndlaðir með rönlgeninnhellingu, einn með speglun og einn dó áður en til meðhöndlunar kom. Af þeiin 14, sem fóm í aðgerð var gerður viðsnúningur og skorðun hjá átta (57%), en brottnám ristilhluta hjá sex (43%). I þremur tilfellanna var greiningin óljós og þvf gerður innankönnunar holskurður í fyrstu. Alls dóu þrír sjúklingar (15%), af þeim höfðu tveir farið í aðgerð. Að meðaltali lágu sjúklingarnir á sjúkrahúsinu í 16,5 daga. Þó að eingöngu sé um samantekl af Borgarspítala að ræða og sjúklingahópurinn ekki stór, þá líkist bæði tíðni og dreifing sjúkdómsins í þessari samantekt mjög því sem birst hefur áður um sjúkdóminn í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hins vegar ber nokkuð á milli hvað varðar meðferð. Meðhöndlun án skurðaðgerðar er mun algengari erlendis eða frá 76-85% (Taha og Suleiman 1980; Anderson og Lee 1981), annaðhvort með röntgeninnhellingu eða bugristilspeglun og endaþarmsröri. Dánartala er þó svipuð og gerist annars staðar. PORTÆÐARÁSTUNGA OG ÞRÆÐING Á MILTISBLÁÆÐ. GREINING OG STAÐSETNING Á INSÚLÍNFRAMLEIÐANDI BRISÆXLI Höfundar: Bima Jónsdóttir, Jónas Magnússon, Borgarspítaia. Hormónframleiðandi æxli í brisi gefa einkenni vegna þeirra áhrifa, sem hormónin hafa, virkni óháð stærð. Nákvæm staðsetning æxlisins er því oft mikið vandaverk með myndgreiningu. Tilgangur þessa ágrips er að skýra frá þeirri aðferð að ná blóðsýni úr miltisbláæð til þess að staðsctja insúlínæxli. Sjúklingur okkar hafði klím'sk merki um ofgnótt insúlíns. Þrátt fyrir endurteknar ómskoðanir, tölvusneiðmyndarannsóknir og æðamyndatöku, sem allar beindust að brisi, tóksl ekki að staðselja æxlið í kirtlinum og var því horfið að því ráði að gcra PTP. Árið 1987 fékk sjúklingur (61 árs karlmaður) krampakenndar hreyfingar í útlimi og rugl. Blóðsykur reyndist 1,9 mmól/1. Sjúklingurinn var því grunaður um insúlínframleiðandi æxli. Á næstu þremur árum voru insúlínmælingar endurteknar og fóru smám saman hækkandi. Greining insúlínoma, en staðsetning óviss. Því var haustið 1990 gerð PTP (percutan transhepatic portography) rannsókn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.