Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 103 Fig. 8. The effect of 2-hydroxypropyl-fi-cyclodextrin on the delivery of 17/3-estradiol from aqueous vehicles through hairless mouse skin. (34,35). Mynd 7 sýnir áhrif lauróýlkólíns og olíusýru á frásog 17/3-estradíóls í gegnum húð hárlausra músa. Bæði efnin hafa hvetjandi áhrif á frásogið en lauróýlkólín er þó mun öflugri frásogshvati en olíusýra. Bæði vatn og frásogshvatar valda eðlisefnafræðilegum breytingum á hornlaginu, og draga úr hindrun þess gegn flæði lyfja og annarra efnasambanda í gegnum húðina. Þessar breytingar eru stundum tímabundnar, en það getur þó tekið nokkra daga fyrir húðina, eða réttara sagt hornlag húðarinnar, að öðlast aftur sinn fyrri vamareiginleika. A meðan eiga ýmis aðskotaefni og örverur greiðari aðgang inn í líkamann. Auk þess valda sumir öflugir frásogshvatar ertingu og óþægindum þegar þeir eru bomir á húðina. Önnur leið til að auka frásog lyfja inní og gegnum húðina er að auka aðgengi lyfjanna að húðinni. Til dæmis hefur frásog lyfja í gegnum húð verið aukið með hjálp cýklódextrína (36). Ólíkt frásogshvötum fara cýklódextrín ekki inn í húðina og valda því engum breytingum á hornlaginu (vamarmætti húðarinnar). Cýklódextrín mynda fléttur með lyfjasameindum, flytja þær að yfirborði húðarinnar og láta þær þar frá sér, það er cýklódextrín auka lyfjagerðarfræðilegt aðgengi lyfjasameindanna að yfirborði húðarinnar. í sumum tilfellum er með cýklódextrínum hægt að ná sambærilegum árangri og með öflugum frásogshvötum eins og til dæmis olíusýru. Mynd 8 sýnir til að mynda áhrif 2-hýdroxýprópýl-/3-cýklódextríns á frásog estradíóls í gegnum húð hárlausra músa (36). ÞAKKIR Að lokum vil ég þakka Vísindanefnd læknadeildar fyrir þá viðurkenningu sem hún veitti mér fyrir rannsóknir mínar og Læknafélagi Islands fyrir hið fallega olíumálverk eftir Daða Guðbjömsson sem mér var gefið að þessu tilefni. Kærar þakkir. SUMMARY The article is a short summary of the authors research efforts for the past few years. It describes some chemical and physicochemical methods which can be used to influence the absorption, distribution and metabolism (elimination), that is the pharmacokinetics, of drugs. Prodmgs are compounds which undergo chemical transformation within the body prior to exhibiting their pharmacological actions. They are obtained by addition of a temporary transport moiety to a known drug molecule. The usage of prodrugs to reduce gastrointestinal irritation (prodmgs of acetylsalicylic acid) and to obtain side specific and sustained dmg delivery (chemical delivery systems (pro-prodmgs) of anticancer dmgs) is described. Soft dmgs are biologically active compounds (drugs) characterised by predictable and controllable metabolism to nontoxic metabolites after they have achieved their therapeutic effect. The design of a soft corticosteroid, loteprednol etabonate, is described. Cyclodextrins are cyclic oligosaccharides with hydrophilic outer surface and a lipophilic cavity in the center. Cyclodextrins are capable of forming inclusion complexes with many drugs by taking up a whole drug

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.