Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1 13 1. Sex börn með óskurðtækan alvarlegan hjartagalla létust án þess að aðgerð var gerð. 2. Fimm börn, öll með VSD, voru meðhöndluð með lyfjum um tíma og þróuðust þeirra vandamál á þann veg að ekki kom til aðgerðar. Lokaðist opið af sjálfu sér hjá þessum sjúklingum eða minnkaði það mikið að aðgerð er ónauðsynleg. 3. Tuttugu og fimm börn hafa ekki enn gengist undir aðgerð. Er þar um að ræða sjúklinga með þrengsli í ósæð, sjúklinga með ASD, sjúklinga með þrengsli í ósæðarloku og sjúklinga með opna fósturæð, allt sjúklingar sem eru án hjartabilunar og eiga eftir að gangast undir aðgerð síðar. Má nefna sem dæmi að börn með ASD gangast undir aðgerð að jafnaði við þriggja til fimm ára aldur og hefur stór hluti bamanna ekki enn náð þeim aldri. Nú er greining alvarlegra hjartagalla möguleg fyrir miðja meðgöngu og er fyrirsjáanlegt að það getur haft áhrif á niðurstöður rannsóknar sem þessarar í framtíðinni. Greining vanþroskaðs vinstra hjarta og flókinna hjartagalla með mjög slæmar líkslíkur hefur leitt til þess að mæðrum er sagt frá að framköllun fósturláts sé valkostur undir þessum kringumstæðum. Gæti það á þennan hátt leitt til fækkunar á ákveðnum hjartagöllum. Einnig er mikilvægt að vita greiningu fyrir fæðingu til að meðferð verði komið við, undir bestu kringumstæðum hverju sinni. Þannig er til dæmis unnt að meðhöndla strax böm sem eru með alvarlegan hjartagalla og koma þeim til aðgerðar í sem bestu ástandi. Meðfæddir hjartagallar eru og verða áfram alvarlegt vandamál hjá börnum hérlendis. Sjúkdómur sem hefur um 17% dánartölu er sérstakt vandamál sem þarf að taka á af mikilli festu og á markvissan hátt til að tryggja öryggi sjúklinganna. Þótt aðgerðir í dag hafi bætt lífshorfur barna með alvarlega hjartagalla eru slíkar aðgerðir þó engan veginn hættulausar. Því er markviss greining sem fyrst eftir fæðingu nauðsynleg sem og greining fyrir fæðingu, á þeim göllum sem ekki er unnt að lækna með skurðaðgerðum. Það hefur auðveldað mikið að fá heildaryfirsýn yfir þetta vandamál, að greining og meðferð meðfæddra hjartagalla er bundin við einn stað á landinu. Er þannig fylgst með að sjúklingarnir komi til eftirlits og meðferðar og góð tengsl skapast við sjúklinga og foreldra. SUMMARY The purpose of our study was to investigate the incidence of congenital heart defects in Iceland, the distribution of specific defects, the age at diagnosis and causes of death. The study deals with children born in Iceland from 1985-1989. We divided the patients in two groups; patients with minor heart defects and patients with major defects, the second group being patients who needed treatment for their cardiac disease or are likely to need treatment. There were 215 children found to have congenital heart defects, 1.1% of cildren born. Of these 99 had major cardiac defects. Of the 116 patients with minor cardiac defects 94 had small ventricular septal defect (VSD). Of the 99 children with major cardiac defects 25 had VSD, 16 had atrial septal defect (ASD), 15 had patent ductus arteriosus, 7 had transposition of the great arteries, 6 had tetralogy of Fallot, 8 had aortic stenosis. Other defects were less frequent. Two patients born in 1985-1986 had ASD but 14 born in 1987-1989. Twenty three of the patients had other extracardiac congenital anomalies, of those 12 with chromosomal abnormalities 9 of whom had Down syndrome. About 47% of the patients with major cardiac anomalies were diagnosed before discharge from the delivery institution. Of the other 17% were referred from routine well baby care, 18% were referred from doctors’ offices, and 18% were diagnosed after hospital admission for what was felt to be a noncardiac problem. Seventeen patients with major cardiac defects died. The cause of death was the cardiac condition in most of the patients. The 80 survivors are all in good health. We conclude that the incidence of congenital heart defects in Iceland is similar although somewhat higher in Iceland compared to other population studies. ASD is more common in the latter part of our observation period suggesting that there are probably some undiagnosed patients in the group of children born 1985-1986. All the children with minor cardiac defects are in good health and all the survivors of major cardiac defect are in good health. HEIMILDIR 1. Richards MR, Merritt KK, Samuels MH, et al. Congenital malformations of the cardiovascular

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.