Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 101 Fig. 6. Schemalic drawing of an acetylsalicylic acid - /3-cyclodextrin inclusion complex in aqueous solution. er að auka leysanleika /3-cýklódextríns í vatni með alkýleringu OH-hópanna. Ein slfk hálfsamtengd afleiða er 2-hýdroxýprópýl- /3-cýklódextrín sem er bæði auðleysanleg í vatni og myndar stöðugar fléttur með fjölmörgum lyfjum (14). Við rannsóknir mínar á áhrifum cýklódextrína á eðlisefnafræðilega og líffræðilega eiginleika lyfja hef ég aðallega notað þessa afleiðu. Ymsar aðrar cýklódextrínafleiður hafa verið samtengdar, svo sem greinótt cýklódextrín og metýleruð cýklódextrín. Eins og vikið var að hér að framan er oft hægt að nota cýklódextrín til að auka vatnsleysanleika fitusækinna lyfja í vatni og í sumum tilfellum jafnvel margþúsundfaldað leysanleikann. Margir sterar eru torleysanlegir í vatni og eru gjarnan mynduð forlyf af sterunum til að auka vatnsleysanleika þeirra. Dæmi um slík forlyf eru dexametasónfosfat og hýdrókortisónsúkkínat. Þessi forlyf breyta sterasameindunum og gera þær vatnssæknar en það dregur úr hæfileikum þeirra til að komast í gegnum fitusæknar himnur svo sem hornhimnu augans og slímhimnu munnholsins. Auk þess verða lyfin fyrst virk eftir að flutningseiningarnar, það er fosfat- og súkkínathópurinn, hafa klofnað frá sterasameindunum. Með öðrum orðum, þessi forlyf auka lyfjagerðarfræðilegt aðgengi lyfjanna en draga úr líffræðilegu aðgengi þeirra. Með hjálp cýklódextrína er hægt að auka vatnsleysanleika stera án þess að breyta sterasameindinni og hef ég og samstarfsmenn mfnir á þennan hátt náð mjög góðum lækningafræðilegum árangri með hýdrókortisón munnskolvökva. Aðgengi sterans úr þessu lyfjaformi inn í slímhimnu munnholsins virðist vera mjög gott og er árangur okkar mun betri en árangur ýmissa erlendra rannsóknahópa (20). Svipuðum árangri höfum við náð með acetazólamíð augndropa sem innihalda cýklódextrín (21). Rannsóknir í tilraunadýrum sýna að með þessum gamla karbóanhýdrasa-blokkera í nýjum búningi næst svipuð lækkun á augnþrýstingi og með nýjum glákulyfjum í sama lyfjaflokki. Flest lyf brotna á einn eða annan hátt niður við geymslu, sérstaklega ef þau eru í lausn. Oftast er um efnafræðilegt niðurbrot lyfjanna að ræða, það er rof og/eða myndun kóvalenttengja (samgildra tengsla), og algengast er að niðurbrotsefnin sem myndast séu óvirk sem lyf. Sum niðurbrotsefni lyfja geta valdið aukaverkunum svo sem útbrotum á húð, eða eiturverkunum svo sem nýrnaskemmdum. Niðurbrot lyfja er því oftast óæskilegt og jafnvel hættulegt. Til eru þó lyf sem byggja lyfjaverkun sína á efnafræðilegum óstöðugleika. Slík lyf eru til dæmis alkýlerandi krabbameinslyf. Lyfhrif alkýlerandi krabbameinslyfja eru talin byggjast á hæfileikum þeirra til að mynda kóvalent tengi við DNA í krabbameinsfrumum, það er alkýlera DNA sameindina. Dæmi um

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.