Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 133 framkvæmdar ýmsar brottnámsaðgerðir með aðstoð kviðsjár, þrátt fyrir fátæklegan tækjakost. A skurðlæknaþingi 1991 var kynntur árangur af 23 slíkum aðgerðum. Á nýliðnu árstímabili, mars 1991 til mars 1992, hafa um 50 konur bæst í hópinn. I meirihluta tilfella var um brottnám á utanlegsþykkt með eða án eggjaleiðara að ræða. Hjá 10 sjúklingum voru Ijarlægð önnur líffæri svo sem blöðrur úr eggjastokkum, eggjastokkar og vöðvahnútar af legi. Aðgerðartími var 15- 60 mín., að meðaltali 37 mín. og legutími að meðaltali tveir dagar. Aukaverkanir voru fáar og engar alvarlegar. Tvívegis þurfti að framkvæma kviðskurð vegna leifa af fósturvef í eggjaleiðara. Ætla má að aðgerðir með kviðsjá spari ríkinu fjármuni og dragi úr þjáningum og vinnutapi sjúklinga, þar sem venjulegur legutími eftir kviðskurð nemur sex til sjö dögum og vinnutap um einum mánuði í stað eins til tveggja daga sjúkrahúsvistar og einnar viku vinnutaps eftir kviðspegilsaðgerð. Þannig má gróft áætla, að um það bil 200 legudagar og 950 vinnudagar hafi sparast þessum 50 sjúklingum. »PERCUTANEUS LUMBAR DISCECTOMY«. AÐGERÐIR Á HEILA- OG TAUGASKURÐ- LÆKNINGADEILD BORGARSPÍTALANS Höfundar: Kristinn R G Guðmundsson, Aron Björnsson, Borgarspítala. »Percutaneus lumbar discectomy« er ný tegund skurðaðgerðar við brjósklosi í baki. Með aðgerðinni er stefnt að því að létta þrýstingi af taugarót. í deyfingu er gerð ástunga gegnum húð inn að liðþófanum og liðþófakjaminn þannig fjarlægður. Áætlað er að um 20% af öllum sjúklingum, sem þurfa á aðgerð að halda vegna brjóskloss í baki, megi meðhöndla á þennan hátt með góðum árangri. Hér er um að ræða aðgerð, sem undanfarin ár hefur náð vaxandi útbreiðslu. Það er trú okkar, að með meiri reynslu og þróun í tækjabúnaði muni þessi tegund aðgerða eiga mikla framtíð fyrir sér. Síðan vorið 1991 hafa höfundar gert samanlagt sex aðgerðir af þessu tagi. Eina þeirra varð að hætta við vegna tæknilegra örðugleika og var síðan gerð »microdiscectomia« á þeim sjúklingi. Hann fékk liðþófabólgu eftir aðgerð, en hefur nú náð sér vel. Annar sjúklingur fékk síðar »ischiasverk« í hinn fótinn og frá öðhi liðbili. Of snemmt er að segja um árangur af síðustu aðgerð, en þeir þrír sjúklingar, sem eftir er að telja virðast allir hafa náð sér ve! og án aukaverkana. Aðgerðinni sjálfri verður lýst og ræddar ábendingar og frábendingar. ÁHRIF DEYFINGAR AFTAN AUGNA (RETROBULBAR) Á VERKI OG VANLÍÐAN EFTIR AÐGERÐIR VIÐ SJÓNHIMNULOSI f SVÆFINGU Höfundar: Maria Soffía Gottfreðsdóttir, Ingimundur Gíslason, Einar Stefánsson, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Niels Chr. Nielsen, Landakoti. Gerð var framsæ tvíblind rannsókn á áhrifum deyfingar aftan augna á verki og vanlíðan eftir aðgerðir við sjónhimnulosi, sem gerðar voru í svæfingu. Rannsóknin tók til 32 sjúklinga, sem allir voru með sjónhimnulos. Tilviljun réð vali 16 sjúklinga í deyfingarhóp og 16 sjúklinga ( samanburðarhóp. Meðalaldur sjúklinganna var 51,7 ár. Eftir aðgerð voru verkir og önnur vanlíðan skráð, og var verkjastig frá 0 - 10 (0=enginn verkur, 10=óbærilegur verkur). Marktækur munur var á verkjastigi hópanna fyrstu klukkustundina eftir aðgerð, samanburðarhópurinn kvartaði um meiri verki (p=0,0001 e. 2 klst. p=0,03 e. 4 klst.) og ógleði (p=0,001). Marktækur munur var á verkjastigi karia og kvenna í samanburðarhópnum fyrstu klukkustundina eftir aðgerð, verkjastig karla var hærra (p=0,046). Marktækur munur var á þörf hópanna fyrir sterk verkjalyf í aðgerð og eftir aðgerð, fleiri sjúklingar í samanburðarhópnum þurftu sterk verkjalyf og í hærri skömmtum. Ekki komu fyrir neinir fylgikvillar af völdum deyfingarinnar. Okkar niðurstöður benda því ótvírætt til að nota beri deyfingu aftan augna í aðgerðum við sjónhimnulosi, sem gerðar eru í svæfingu. BROTTNÁM AUGNA 1964-1991 Höfundar: Sigríður Þórisdóttir, Haraldur Sigurðsson, Stefán Baldursson, Landakoti og Sjónstöð Islands. Við gerðum afturskyggða rannsókn á orsökum brottnáms augna 1964-1991 eða á 28 ára tímabili. Um er að ræða 148 tilfelli (48 konur og 100 karlmenn), sem voru flokkuð með tilliti til orsaka í æxli, slys, gláku, »endopthalmitis« og annað. Við skoðuðum sérstaklega aldursdreifingu fyrir hvem flokk fyrir sig og einnig þá breytingu, sem orðið hefur á fjölda tilfella á hverju fimm ára tímabili. Niðurstöður okkar verða bomar saman við nýlegar erlendar greinar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.