Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 22
110 LÆKNABLAÐIÐ Fig. 5. Source of referral, patients with congenital heart defects. NICU = Neonatal Intensive Care Unit. Almost Italf of tlte patients are diagnosed before discharge from the delivery institution. Number of patients Age at diagnosis Fig. 6. Age at diagnosis of congenital heart defect. Fig. 7. The congenital heart defects of tlte patients who died. See key to tlie abbreviations in tlie legend of fig 4. mynd 4. Til samanburðar eru einnig sýndar niðurstöður tveggja erlendra rannsókna. VSD er algengasta greiningin eða hjá 25% barnanna. VSD, ASD og opin fósturæð eru samanlagt 56% allra alvarlegra meðfæddra hjartagalla. Eitt barn fætt á árinu 1985 og annað fætt 1986 greindist með ASD, en 15 börn á árunum 1987-1989 (mynd 2). Aðrir fæðingargallar: Af þessum 99 börnum með alvarlegan hjartagalla eru 23 (23%) með aðra fæðingargalla en hjartasjúkdóminn. Tólf barnanna eru auk hjartagallans einnig með litningagalla. Níu börn eru með Downs- heilkenni, eitt bam með Turners-heilkenni, eitt barn með þrílitnu 18 og eitt barn með annan litningagalla (tafla II). Aðrir fæðingargallar en litningagallar eru einnig hjá allmörgum hjartveikum börnum. Tímasetning greiningar: Fjömtíu og fimm börn greindust fyrir brottför af fæðingarstofnun, annað hvort á nýburagjörgæslu (vökudeild) eða við útskrift af sængurkvennagangi. Sautján böm greindust við skoðun í ungbarnaeftirliti. Atján börn greindust er þau lögðust inn á sjúkrahús vegna annars vandamáls en hjartasjúkdóms og 19 börn greindust eftir skoðun hjá barnalækni, heimilis- eða heilsugæslulækni og voru send til frekara rnats hjá hjartalækni (mynd 5). Mynd 6 sýnir hversu mörg börn greindust á hverju aldursskeiði. Þar kemur fram að um helmingur barnanna greinast í fyrstu viku, síðan verður aukning í fjölda sjúklinga á fjögurra til sex mánaða aldri. Þá kernur fram að 79 börn greindust fyrir sex mánaða aldur eða tæp 80%. Einkenni: Einkenni sem leiddu til greiningar eru sýnd á töflu III. Hjartaóhljóð leiddi til greiningar ýmist eitt sér eða sem eitt einkenna hjá 84 börnum (84%). Blár litarháttur við fæðingu leiddi til greiningar hjá 16 (16%) börnum. Hjartabilun (mæði með eða án annarra einkenna) var fyrir hendi hjá 14 bömum og fimm þeirra (5%) höfðu þrifist illa. Eitt barnanna greindist eftir að vart hafði verið við hjartsláttaróreglu fyrir fæðingu og eitt barn sem dó vöggudauða reyndist við krufningu hafa ógreint op á milli gátta. Aðgerðir: Fimmtíu og fimm börn hafa gengist undir samtals 65 aðgerðir; 47 börn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.