Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 6
586 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 586-7 Ritstjórnargrein Lokanir geðdeilda Enn bitnar fjárskorturinn harðast á þeim sem minnst mega sín og ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og talað máli sínu, þannig að það nái eyrum ráðamanna. Á þessu ári þarf í fyrsta sinn að loka almenn- um geðdeildum tímabundið vegna mikils nið- urskurðar fjárveitinga til geðdeildar Landspít- alans. Á árunum 1993 og 1994 voru fjárveiting- ar til deildarinnar skornar hastarlega niður og átti það aðallega að bitna á sjúklingum með vímuefnasjúkdóma, þótt vitað sé að þeir eru oftast einnig með aðra geðsjúkdóma. Vegna þessa niðurskurðar varð að loka tveimur deild- um, sem annast bráðameðferð slíkra sjúklinga, í sex vikur. Jafnframt var einni eftirmeðferðar- deild lokað í svipaðan tíma. Niðurskurðurinn heldur áfram og á yfir- standandi ári hafa fjárveitingar geðdeildarinn- ar enn verið skertar verulega. Því hefur verið gripið til þess óyndisúrræðis að loka tveimur deildum fyrir bráðameðferð til viðbótar, hvorri í sex vikur, og barnageðdeild verður lokuð jafnlengi. Þannig verða nærri helmingur spítalarúma geðdeildarinnar, það er 64 rúm, lokuð í sex vikur á þessu sumri. Þá er tveimur meðferðarheimilum utan spítala lokað jafn- lengi. Auk lokana verður að draga úr starfsemi vinnustofa og iðjuþjálfunar. Lokanir sjúkradeilda, sérstaklega geð- deilda, bitna mjög harkalega á sjúklingum og aðstandendum þeirra. Sjúklingarnir fá ekki nauðsynlega meðferð nægjanlega fljótt og bata þeirra seinkar með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Aðstandendur eru bundnir við umönnun, en fátt er erfiðara en að annast mikið veikan geðsjúkling. Móðir geðklofasjúklings, sem þurfti líka að annast mikið líkamlega veikan eiginmann sinn, tjáði mér fyrir nokkru, að álagið vegna sonarins væri margfalt meira og erfiðara en vegna makans. Lokanir sjúkradeilda, sem þegar eru full- nýttar, leiða til þess að setja verður upp auka- rúm á deildum sem eru opnar til að leysa bráð- asta vanda sem ekki verður vikist undan. Þeir sjúklingar sem komast inn eru mjög mikið veikir og þarf því oft að kalla til aukastarfsfólk. Fast starfsfólk er þegar ofhlaðið störfum. Ekki hafa fengist heimildir fyrir nauðsynlegri fjölg- un starfsmanna á geðdeildinni frá því 1981, þrátt fyrir sívaxandi álag á illa launað starfs- fólk, sem leggur sig fram um að gera sitt besta. Lokanir leiða og til þess, að sjúklingar eru útskrifaðir of snemma og var ekki á bætandi í þeim efnum. Aðstandendur og aðrir hafa á undanförnum árum kvartað í vaxandi mæli undan því, að sjúklingar útskrifist of fljótt og fái ekki nægan stuðning eftir útskrift. Þótt göngudeildarstarfsemi geðdeildarinnar sé mjög umfangsmikil, vantar verulega á að hún sé nægjanleg. En hún skerðist einnig yfir sum- artímann vegna þess að ekki má ráða starfsfólk til sumarafleysinga. Á síðasta aldarfjórðungi hefur rúmum á geð- deildum fækkað. Meðferðarþörfum sjúkling- anna hefur í vaxandi mæli verið mætt á göngu- deildum og lækningastofum geðlækna. Lang- veikum og fötluðum, sem áður dvöldu mjög lengi á sjúkrahúsum og ekki geta búið sjálf- stætt, hefur verið hjálpað til búsetu á meðferð- arheimilum, áfangastöðum, vernduðum heim- ilum og í öryrkjaíbúðum. Forsenda slíkrar bú- setu er að göngudeild og bráðadeildir geti strax hlaupið undir bagga, ef eitthvað ber út af og tekið við sjúklingunum í stuttan tíma. Samstarf geðdeildarinnar við félagsmálastofnanir, frjáls félagasamtök eins og Öryrkjabandalagið, Geðhjálp, Geðverndarfélagið og Rauða kross- inn, sem gert hafa þessa búsetu mögulega, hef- ur verið mjög gott. Geti geðdeildin ekki sinnt hlutverki sínu vegna fjárskorts, truflar það þessa samvinnu og gerir samvinnuaðilunum erfitt um vik að sinna hlutverki sínu. Þegar geðdeildum er lokað og bakhjarl áðurnefndra heimila brestur þar með, komast þau í vand- ræði. Slíkt skapar vítahring með auknum þrýst- ingi á innlögn og auknum erfiðleikum við út- skrift. Lokanir á sjúkradeildum eru alltaf neyðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.