Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 60
632 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 áhuga á að taka að okkur eftirlit eða skömmtun gagnvart starfs- systkinum okkar, ef önnur betri aðferð en tilvísanaskylda fynd- ist til að bæta nýtingu almanna- fjár til heilbrigðisþjónustu utan spítala og draga úr aukaverkun- um hennar. Þriðja ástæðan fyrir hugsan- legum klofningi læknasamtak- anna eru starfshættir forystu LÍ. Sú var tíðin, að vitrir menn og góðgjarnir gegndu þar for- mennsku. Þeir tíðkuðu það ekki að fara á bak við meðstjórnend- ur sína, bíta í hæla umbjóðenda sinna, snuðra í handritum Læknablaðsins eða misnota að- stöðu sína á annan hátt. Nutu þeir enda almenns trausts fé- lagsmanna. Undanfarið hefur stjórn LÍ hins vegar lokazt inni í fílabeinsturni suður á Nónhæð, þangað sem fæstra leiðir liggja. Formaður Læknafélags Reykja- víkur og formaður Sérfræðinga- félags íslenskra lækna hafa þó getað sigað formanni LI að vild sinni, þannig að sá síðarnefndi hefur misst af sér sauðargæruna í forina. Stjórn LI hefur komizt upp með það að lifa sínu eigin lífi og endurnýja sig sjálf án telj- andi afskipta aðalfundar. Sú endurnýjun takmarkast þó við lækna búsetta á Reykjavíkur- svæðinu. Einnig hefur þess verið vandlega gætt, að heimil- islækni sé ekki hleypt í for- mannsstólinn og hefur núver- andi formaður hvað eftir annað þurft að framlengja þrásetu sína til að koma í veg fyrir það. Læknafélag Islands hefur tekið að sér þrönga og einsýna hags- munagæzlu fyrir félagsmenn sína, einnig þá sem hvað minnstrar hylli heilbrigðisyfir- valda og Tryggingastofnunar njóta. Frá LÍ hafa sjaldnast komið uppbyggilegar tillögur um skipan heilbrigðismála held- ur aðeins mótmæli og nagg, þannig að læknasamtökin eru orðin áhrifalaus um stjórn og framtíðaruppbyggingu heil- brigðismála og þróun velferðar- kerfisins í heild. í stað þess að eiga frumkvæði og vinna með heilbrigðisyfirvöldum að stefnumótun og hagræðingu var stundaður hóflaus skæruhern- aður og baktjaldmakk (lobby- ismi) til að tryggja áframhald- andi óheft aðgengi að almanna- sjóðum, sem aðeins lítill hluti stéttarinnar hefur hag af. I stað þess að varða veginn til skyn- samlegrar nýtingar almannafjár innrétta læknasamtökin sér glerhöll suður í móum. I stað þess að sinna innra gæðaeftirliti í verki og bæta ímynd lækna- stéttarinnar út á við eru skipað- ar snakknefndir, sem gert hafa hugtök eins og siðareglur og gæðatryggingu hlægileg. I stað þess að taka á vandamálum, sem læknastéttin á vissa sök á, svo sem lyfjaávana og sýkla- lyfjaónæmi, eru lyfjainnflytj- endur boðnir velkomnir með markaðsáróður sinn, áfengis- veitingum þeirra og boðum um utanferðir fagnað en tilraunir starfsnefnda til að auka reisn læknastéttarinnar í samskiptum við lyfjaiðnaðinn eyðilagðar. Og í stað þess að hvetja lækna til að hafa forgöngu um sparnað í daglegri ákvarðanatöku hefur forysta læknasamtakanna horft aðgerðalaus upp á stjórnvöld þrengja hag neytendanna. Þá fyrst vaknar forystan til lífsins, þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á oflækningar og tak- marka tilviljanakennda og ómarkvissa dreifingu taxta- greiðslna og gengur formaður þar erinda eins læknahóps í óþökk annars. Þótt ég hafi góðan þokka á langflestum sérgreinalæknum spyr ég nú heimilislækna: Eruð þið stoltir af aðild ykkar að þessum samtökum? — Finnst ykkur þið fá mikið í staðinn fyrir árgjaldiðykkar? — Hvaðastétt- arskyldur hafið þið við kollega, sem telja það tímaeyðslu og óþarfa kostnað fyrir sjúklinga að leita til ykkar? — Hvernig kunnið þið við ykkur í félags- samtökum, þar sem meirihlut- inn, sem undirtökin hefur, lítur á ykkur sem undirmálslækna? — Hver eru rök ykkar fyrir áframhaldandi aðild að LÍ? Áskrifendur erlendis Munið að tilkynna breytt heimilisfang til blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.