Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 30
606 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Bráðaofnæmi hjá 20-44 ára íslendingum Davíð Gíslason1', Þórarinn Gíslason1', Þorsteinn Blöndal2’, Hrafnkell Helgason1' Gíslason D, Gíslason TH, Blöndal TH, Hclgason H Atopic allergy in an Icclandic urban population 20- 44 years of age Læknablaðið 1995; 81; 606-12 This is a part of a second stage of EC Respiratory Health Survey and the aim of this study is to esti- mate the prevalence of atopic allergy among urban population of men and women aged 20-44 years, living in the capital Reykjavík and suburbs. Alto- gether 800 individuals were invited of whom 570 participated (77%). AIl participants answered ques- tionnaire and 540 individuals were skin prick tested by 12 allergens. 20.5% had positive skin tests, de- fined as at least one allergen positive by a weal reaction of 5=3 mm, 20.1% male and 20.9% female. The highest prevalence of allergy was in the age- group 20-24 years. Results of single allergens: tim- othy grass 8.5%, cat 7.6%, dog 6.3%, D. pteronys- sinus 6.1%, Lepidoglyphus destructor 3.2%, birch 3.0% and Cladosporium 1.1%. Other allergens reac- ted positive in less than 1% each; altogether 11.2% were positive to one or more animals and 10.6% to timothy and/or birch. RAST tests were done by five allergens. RAST results S=0.35 ku/1 (RAST class 5=1) to timothy was 11.9%, to cat 7.5%, to D pteronyssinus 9.2%, to birch 5.9% and to cladosporium 6.5%. The only statistically significant risk factor for al- lergy was mothers history of allergy symptoms. Compared to already published data from other EC Respiratory Health Survey countries, the preva- lence of atopic allergy appear to be Iow in Iceland. Frá ’Vífilsstaðaspítala, 2,lyflækningadeild Landspítala og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Davíð Gíslason, Vífilsstaðaspítala, 210 Garðabær. Ágrip Þessi rannsókn er hluti af öðrum áfanga Evrópukönnunarinnar um lungu og heilsu (The European Community Respiratory Health Survey) og fjallar um tíðni bráðaof- næmis hjá 20-44 ára íslendingum í þéttbýli. Af 800 einstaklingum sem boðið var til könnunar- innar, tóku 570 þátt í henni með því að svara spurningalistum, 540 voru húðprófaðir með pikk aðferð og hjá 522 voru gerð RAST próf. Húðpróf voru túlkuð sem jákvæð ef húðsvör- unin var >3mm. Sá sem hafði eina eða fleiri jákvæðar húðsvaranir var talinn hafa ofnæmi. Tíðni ofnæmis var 20,5%; hjá körlum 20,1% og hjá konum 20,9%. Tíðni ofnæmis var hæst í aldurshópnum 20-24 ára. Ofnæmi fannst fyrir vallarfoxgrasi hjá 8,5%, köttum hjá 7,6%, hundum hjá 6,3%, rykmaur- um (Dermatophagoides pteronyssinus) hjá 6,1%, heymaurum (Lepidoglyphus destructor) hjá 3,2%, birki hjá 3% og myglu (Cladospor- ium) hjá 1,1%. RAST próf var jákvætt (5=0,35 ku/1) gagnvart vallarfoxgrasi hjá 11,9%, ryk- maurum hjá 9,2%, köttum hjá 7,5%, myglu hjá 6,5% og birki 5,9%. Ofnæmi hjá móður var eini marktæki áhættuþátturinn fyrir ofnæmi. Borið saman við þær niðurstöður, sem birtar hafa verið á öðrum stöðum úr Evrópukönnun- inni, virðist tíðni ofnæmis lág hér á landi. Inngangur Margt bendir til þess að tíðni bráðaofnæmis sé að aukast í heiminum (1). Til eru nokkrar rannsóknir þar sem hægt er að gera samanburð á henni frá einum tíma til annars (2-6). í Sviss var frjónæmi 12 sinnum algengara 1986 (9,9%) en 1926 (0,82%) (2). Þótt sedrusviður hafi fundist um aldir í Japan varð þó ekki vart of-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.