Læknablaðið - 15.08.1995, Síða 30
606
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Bráðaofnæmi hjá 20-44 ára
íslendingum
Davíð Gíslason1', Þórarinn Gíslason1', Þorsteinn Blöndal2’, Hrafnkell Helgason1'
Gíslason D, Gíslason TH, Blöndal TH, Hclgason H
Atopic allergy in an Icclandic urban population 20-
44 years of age
Læknablaðið 1995; 81; 606-12
This is a part of a second stage of EC Respiratory
Health Survey and the aim of this study is to esti-
mate the prevalence of atopic allergy among urban
population of men and women aged 20-44 years,
living in the capital Reykjavík and suburbs. Alto-
gether 800 individuals were invited of whom 570
participated (77%). AIl participants answered ques-
tionnaire and 540 individuals were skin prick tested
by 12 allergens. 20.5% had positive skin tests, de-
fined as at least one allergen positive by a weal
reaction of 5=3 mm, 20.1% male and 20.9% female.
The highest prevalence of allergy was in the age-
group 20-24 years. Results of single allergens: tim-
othy grass 8.5%, cat 7.6%, dog 6.3%, D. pteronys-
sinus 6.1%, Lepidoglyphus destructor 3.2%, birch
3.0% and Cladosporium 1.1%. Other allergens reac-
ted positive in less than 1% each; altogether 11.2%
were positive to one or more animals and 10.6% to
timothy and/or birch.
RAST tests were done by five allergens. RAST
results S=0.35 ku/1 (RAST class 5=1) to timothy was
11.9%, to cat 7.5%, to D pteronyssinus 9.2%, to
birch 5.9% and to cladosporium 6.5%.
The only statistically significant risk factor for al-
lergy was mothers history of allergy symptoms.
Compared to already published data from other EC
Respiratory Health Survey countries, the preva-
lence of atopic allergy appear to be Iow in Iceland.
Frá ’Vífilsstaðaspítala, 2,lyflækningadeild Landspítala og
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Davíð Gíslason, Vífilsstaðaspítala, 210 Garðabær.
Ágrip
Þessi rannsókn er hluti af öðrum áfanga
Evrópukönnunarinnar um lungu og heilsu
(The European Community Respiratory
Health Survey) og fjallar um tíðni bráðaof-
næmis hjá 20-44 ára íslendingum í þéttbýli. Af
800 einstaklingum sem boðið var til könnunar-
innar, tóku 570 þátt í henni með því að svara
spurningalistum, 540 voru húðprófaðir með
pikk aðferð og hjá 522 voru gerð RAST próf.
Húðpróf voru túlkuð sem jákvæð ef húðsvör-
unin var >3mm. Sá sem hafði eina eða fleiri
jákvæðar húðsvaranir var talinn hafa ofnæmi.
Tíðni ofnæmis var 20,5%; hjá körlum 20,1%
og hjá konum 20,9%. Tíðni ofnæmis var hæst í
aldurshópnum 20-24 ára.
Ofnæmi fannst fyrir vallarfoxgrasi hjá 8,5%,
köttum hjá 7,6%, hundum hjá 6,3%, rykmaur-
um (Dermatophagoides pteronyssinus) hjá
6,1%, heymaurum (Lepidoglyphus destructor)
hjá 3,2%, birki hjá 3% og myglu (Cladospor-
ium) hjá 1,1%. RAST próf var jákvætt (5=0,35
ku/1) gagnvart vallarfoxgrasi hjá 11,9%, ryk-
maurum hjá 9,2%, köttum hjá 7,5%, myglu
hjá 6,5% og birki 5,9%.
Ofnæmi hjá móður var eini marktæki
áhættuþátturinn fyrir ofnæmi.
Borið saman við þær niðurstöður, sem birtar
hafa verið á öðrum stöðum úr Evrópukönnun-
inni, virðist tíðni ofnæmis lág hér á landi.
Inngangur
Margt bendir til þess að tíðni bráðaofnæmis
sé að aukast í heiminum (1). Til eru nokkrar
rannsóknir þar sem hægt er að gera samanburð
á henni frá einum tíma til annars (2-6). í Sviss
var frjónæmi 12 sinnum algengara 1986 (9,9%)
en 1926 (0,82%) (2). Þótt sedrusviður hafi
fundist um aldir í Japan varð þó ekki vart of-