Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 50
624 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 an texta hugsar líklega sem svo. Já, þeir gerðu læknisaðgerðir á þessum tíma í Noregi. Líklega hafa þeir sótt þekkinguna suður í Evrópu, því nafn læknisins bendir til þýsks uppruna þó það gætí líka verið engilsaxneskt. Á þessum tíma stóð læknisfræði í blóma í sunnanverðri Evrópu, til dæmis í Salerno á ítalíu. Þetta gæti því staðist. Læknir sem les frásögnina hugsar sem svo. Þeir hafa verið snjallir læknarnir á þessum tíma, og svo færi hann að velta því fyrir sér hvaða aðferð skurð- læknirinn hafi notað og með hverju hann hafi saumað sárið. Dæmigerðar læknisfræðilegar vangaveltur, en þeim mun oftar sem ég les þessa frásögn verður mér Ijósara hvað er merkilegast við hana, en það er hvað hún er blátt áfram og eðlileg og það leiðir aftur hugann að stöðu læknisfræði í N-Evrópu á þess- um tíma. Var þekking manna meiri en haldið hefur verið, hvaðan kom hún og hvað varð af henni næstu aldirnar, því það er ekki fyrr en um miðja 16. öld sem Ambrosé Paré lýsir aðgerð sem þessari. Konungur spyr Þórð kakala, hvort hann hafi ekki hugsað um að láta gera að lýtum frænda síns. Það hlýtur að þýða að kon- ungur hafði vitneskju um að það væri hægt, og að slík aðgerð hafi verið gerð. Hvaðan kom sú vitneskja? Þórður biður konung að ráða sér heilt í því efni og segist ekki vilja spara til fé. Það segir okkur að læknisþjónusta kostaði peninga, ef til viíl mikla peninga, og að sjúkratryggingar voru ekki komnar á. Konungur lætur leita uppi lækni þann er Vilhjálmur hét. Nafnið gæti bent til þýsks uppruna, en það er annað í frásögninni athyglis- vert. Hann lætur leita uppi lækni þann er Vilhjálmur hét. Voru fleiri en einn læknir við hirðina? Er hugsanlegt að þá þegar hafi verið vísir að sérhæf- ingu og Vilhjálmur þessi hafi sérhæft sig í lýtaaðgerðum? Menn börðust á þessum tímum í návígi með högg- og lagvopn- um, og sárin hafa varla verið saumuð primert. Því hljóta and- litslýti að hafa verið algeng og boðskapur sögunnar er að menn hafi að minnsta kosti ekki alltaf sætt sig við þau. Læknirinn finnst og þeir verða kaupsáttir. Ekki er þess getið hvort greitt hafi verið fyrir aðgerðina fyrirfram og ekki heldur hvert gjaldið hafi verið fyrir aðgerð sem þessa, en ein- hverja viðmiðun hljóta þeir að hafa haft. Konungur er svo við- staddur aðgerðina, sennilega fremur í virðingarskyni við þá frændur, en að hann hafi verið að skipta sér af. Þorgils bregst karlmannlega við, um annað var varla að ræða, því enn voru sex aldir í deyfingar og svæfing- ar. Sagan segir að árangur hafi verið svo góður að Þorgils var lýtalaus eftir og fegri yfirlits en áður. Smáör hefur varla angrað menn að ráði í þá daga og aldrei er minnst framar á skarðið. Ekki er þess getið að lundarfar Þorgilsar hafi batnað að neinu ráði við aðgerðina, enda rættist á honum spásögn Guðmundar góða, sem biskupaði hann tvævetran, en hann sagði. „Ef þessi maður bíður aldurs og þroska, þá mun hann verða hraustur maður og mikill höfð- ingi. En eigi kemur það mér að óvórum að hann verði ekki elli- dauður." Þorgils var veginn að Hrafnagili í Eyjafirði rösklega þrítugur að aldri eða 12 árum eftir aðgerðina. I frásögninni af steinnámi Hrafns Sveinbjarnarsonar er þess sérlega getið að Hrafn hafi látið lesa fimm faðirvor fyrir að- gerðina, sem vafalaust átti að vera guðleg baktrygging, hvernig sem færi. Það segir okk- ur að þetta hafi verið sjaldgæf og hættuleg aðgerð, sem í dag mundi vera sagt frá í fjölmiðl- um. Menn greinir á um hvar Hrafn hafi numið læknislist sína, en dr. Guðrún Helgadóttir telur að hún sé fengin úr ritum Paulus Aeginetas, Araba nokk- urs frá um 700 eftir Krist, en þau eru þýdd á latínu í Liber Regalis eftir Hali Abbas í byrjun 11. ald- ar. Ennþá minna vitum við um lækninn Vilhjálm, sem svo vel gerði við Þorgils skarða. Nafnið gæti, eins og áður er sagt, bent til þýsks uppruna. Ekki er fjarri lagi að álykta, að hann hafi líka sótt þekkingu sína í arabísk rit, eða sem er ennþá líklegra, að hann hafi numið læknislist í Bo- logne eða Salerno. Menn flækt- ust víða á þessum tíma. Mér finnst líka ástæða til að geta þess að frá þessu sama tímabili eða fyrr eru til handrit, eða slitur af handritum, frá Bretlandseyj- um, sem kennd eru við svokall- aða „blóðsugulækna" eða „leech doctors" þar sem lýst er margvíslegum lækningum. Nafnið útilokar ekki að títt- nefndur Vilhjálmur hafi verið Engilsaxi. Enn er heil öld í ítalska lækn- inn Tagliacossi, sem hingað til hefur verið talinn fyrstur evrópskra lækna til að fram- kvæma lýtaaðgerðir. Að vísu voru Indverjar búnir að gera slíkar aðgerðir í meira en 1000 ár, en er líklegt að hirðlæknir Hákonar Noregskonungs hafi haft aðgang að Veda bókum þeirra, og þó svo væri, verið læs áþær? Lokaorð Hver var Vilhjálmur lýta- læknir, hirðlæknir Hákonar gamla? Hvaðan kom hann og hvar aflaði hann sér þeirrar þekkingar sem dugði honum til að framkvæma svo merkilega aðgerð með svo góðum árangri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.