Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 18
596 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 sama sýkli eftir meira en þrjár vikur frá lokum sýklalyfjameðferðar. Upplýsingar um fólksfjölda á íslandi 16 ára og eldri á rannsóknartímabilinu til nýgengis- útreikninga voru fengnar úr Hagtíðindum og frá Hagstofu íslands. Einhverjar upplýsingar fundust um 136 sjúklinga alls og eru tölur um nýgengi, orsakir og dánartíðni byggðar á þeim. Sjúkraskrár 123 sjúklinga fundust og byggjast niðurstöður um önnur atriði, svo sem sjúk- dómsferil, einkenni, fylgikvilla og svo fram- vegis á þeim. Auk þess fundust upplýsingar um tvo sjúklinga í krufningarskýrslum og reiknast þeir eingöngu í tölum um nýgengi, orsakavalda og dánartíðni. Sjúkraskrár 13 sjúklinga, greindra samkvæmt skrám sýkladeildar, fund- ust ekki. Um tvo þeirra fundust upplýsingar í krufningarskýrslum (báðir með heilahimnu- bólgu af völdum Streptococcus pneumoniae) en upplýsingar um afdrif hinna fengust frá Hagstofu íslands. Athugunin var gerð með samþykki yfirlækna allra þeirra sjúkradeilda þar sem sjúklingar með heilahimnubólgu af völdum baktería höfðu hlotið meðferð. Upp- lýsingar voru færðar á gagnagrunn í tölvu eftir að persónuauðkennum hafði verið eytt. Beitt var Kí-kvaðrat og nákvæmnisprófi Fisher við tölfræðilega útreikninga. Niðurstöður Sjúklingar: Alls greindust 136 sjúklingar á tímabilinu, 61 (45%) karl og 75 (55%) konur. Sjúklingum var skipt niður á þrjú tímabil: 1975-1980, 1981-1986 og 1987-1994 og greind- ust 33 einstaklingar á fyrstu sex árunum, 38 á næstu sex og 65 á síðustu átta árunum. Aldurs- dreifing var á þann veg að 42 sjúklingar (31%) voru á aldrinum 16-20 ára, 35 (26%) á aldrin- um 21-45 ára og 59 (43%) voru 46 ára og eldri. Nánari upplýsingar úr sjúkraskrám fengust um 123 sjúklinga. Tveir sjúklingar reyndust vera með spítala- sýkingu; annar þeirra var nýrnabilaður og hinn sýktist fjórum dögum eftir heilaaðgerð þar sem blóðgúll (epidural hematoma) var tæmdur. Fjórir sjúklingar fundust með endurtekna sýk- ingu, og hafði einn þeirra sýkst 24 árum áður, en hinir sýkst aftur innan árs frá fyrri sýkingu. Nýgengi: Á tímabilinu reyndist nýgengi sjúk- dómsins meðal fullorðinna vera 1,7-7,2/ 100.000 íbúa á ári og var að meðaltali 3,8/ 100.000 (mynd 1). Meðalnýgengi tímabilanna þriggja var einna mest á því síðasta (3,6; 3,6 og Fjöldi/ 100.000 íbúa 8n —I------1-----1------1------1------1------1------1------1------1------1------1------1------1------1------1------1------r 75 76 77 78 79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 _______________________________________ Ar Mynd 1. Nýgengi heilahimnubólgu afvöldum baktería meðal unglinga (5:16 ára) og fullorðinna á íslandi 1975-1994. 4,2/100.000). Verulegar sveiflur voru á nýgengi frá ári til árs og var árlegt nýgengi >4/100.000 íbúa á árunum 1976-1977, 1985-1986, 1990- 1991 og 1993-1994 (mynd 1). Tengdir sjúkdómar: Um 61% sjúklinga höfðu enga fyrri eða tengda sjúkdóma sem hefðu get- að stuðlað að tilurð heilahimnubólgu (tafla I). Hjá hinum var oftast um að ræða lungnabólgu, áfengissýki eða vímuefnaneyslu, höfuðáverka og bælt ónæmiskerfi. Af þeim 12 sem höfðu hið síðastnefnda voru 10 yfir 45 ára aldri. Þetta var einkum fólk með mergæxli (myeloma multi- plex), Hodgkins sjúkdóm, eitilfrumukrabba- mein, blöðruhálskirtils- og brjóstakrabba- mein. Fjórir af átta sem fengu heilahimnu- bólgu af völdum Listeria monocytogenes voru með bælt ónæmiskerfi. Orsakir: Neisseria meningitidis var algeng- asta orsök sjúkdómsins á öllum þremur tíma- bilunum og olli 54% (n=74) sýkinganna í heild (tafla II). Flestir stofnanna voru af hjúpgerð B, 41 (55%), 24 (32%) voru af gerð C og þrír Tafla I. Tengdir sjúkdómar sjúklinga með heilahimnubólgu. Sjúkdómar Fjðldi (%) Engir 76 ( 61) Bælt ónæmiskerfi 12 ( 9) Lungnabólga 7 ( 6) Höfuöskaði 5 ( 4) Vímuefnavandi 8 ( 7) Sykursýki 5 ( 4) Miðeyrnabólga 3 ( 2) Leki á heila/mænuvökva 2 ( 2) Nýleg heilaaögerð 1 ( D Skútabólga 2 ( 2) Mænuvökvahjáveita (V-P shunt) 1 ( 1) Alls 123 (100)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.