Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 26
602 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 hafsmeðferðar (7,9,14). Eins og við var að búast voru ræktanir þó oftar jákvæðar (79%) en Gramslitanir á mænuvökva (56%, p<0,01). Pótt Gramslitun sé neikvæð er mikilvægt að hefja lyfjagjöf strax, sé grunur um heilahimnu- bólgu af völdum baktería. Núorðið er slík upp- hafsmeðferð nánast í öllum tilvikum veitt með cefalósporíni af þriðju kynslóð. Sökkmælingar gáfu litlar upplýsingar, svo jöfn var dreifing gildanna. Hvítkornum í blóði hafði oftast fjölgað. Hvítkornafæð er þekkt sem eitt af upphafseinkennum mikilla yfir- þyrmandi sýkinga (19) þó svo að hvítkornum fjölgi verulega eftir fyrsta sólarhringinn. Dán- artala þeirra sem voru í upphafi með fá eða eðlileg hvítkorn var hærri en heildardánar- tíðni. Flestir sjúklinganna voru með hvítkorn í mænuvökva >100xl06/l, en þó voru hvítkorn 15% færri en þetta, það er nær gildum sem teljast fremur einkenna heilahimnubólgu af öðrum orsökum en bakteríum. Nær aldrei er ástæða til tölvusneiðmynda- töku (TS) á undan mænustungu hjá sjúklingum sem grunaðir eru um bráða heilahimnubólgu af völdum baktería, og mikilvægt að slíkar vanga- veltur tefji ekki rétta meðferð, enda fáir eða engir sýklar sem eru jafn fljótir að leggja full- orðið hraust fólk að velli og meningókokkar. I undantekningartilvikum getur þó verið þörf á tölvusneiðmyndatöku strax, sé sjúklingurinn með einkenni um mjög hækkaðan innanbasts- þrýsting eða hliðlæg taugaeinkenni (1). Veru- legar breytingar sjást þó sjaldnast á tölvusneið- myndum af sjúklingum með heilahimnubólgu. Hlutverk tölvusneiðmyndatöku er því umdeilt og ítreka ber nauðsyn þess að hefja lyfjameð- ferð áður en tölvusneiðmyndataka er gerð, ef sjúklingar koma inn með bráð taugakerfisein- kenni (11). Vitað er með vissu að í okkar rann- sókn voru 14 tölvusneiðmyndatökur teknar við innlögn en 11 einhverjum dögum síðar. Upphafsmeðferð heilahimnubólgu í þessari könnun ber þess glögglega merki að á tímabil- inu komu cefalósporín af þriðju kynslóð til sög- unnar og hefur notkun þeirra vaxið jafnt og þétt þó svo að dánartíðni hafi haldist óbreytt. Á sama tíma hefur dregið úr notkun peni- cillínsambanda, enda þótt algengasti sýkillinn sé enn næmur fyrir þeinr. Til umræðu hefur verið hvort notkun cefaló- sporína af þriðju kynslóða sé óhófleg, þegar tekið er mið af því annars vegar að önnur lyf og lyfjasamsetningar eru enn virk gegn helstu sýklunum og hins vegar að ceftríaxón er um sjöfalt dýrara en til dæmis penicillín og ampicillín. Hefðbundin upphafsmeðferð hefur lengi verið ampicillín og klóramfeníkól hjá börnum og ungu fólki, og annaðhvort ampicill- ín eða penicillín hjá eldra fólki (3). Hefur það ákvarðast af algengustu orsakavöldum í hverj- um aldurshópi, en tilmæli hafa víða komið fram um að breyta þessari upphafsmeðferð (20), meðal annars hér á landi (21). Staðfesta þær niðurstöður sem hér eru kynntar að svo hefur orðið. Ástæða þessa er vaxandi ónæmi algengra orsakavalda heilahimnubólgu gegn þessum lyfjum, þó meningókokkar hérlendis haldi enn næmi sínu gagnvart penicillíni. Hins vegar hefur algengi penicillínónæmis meðal pneumókokka vaxið mjög undanfarið (22) og eru nú um fjórði til fimmti hluti allra pneumó- kokka sem hérlendis greinast ónæmir fyrir penicillíni, þar af eru yfir 80% fjölónæmir (23,24). Enn hefur þó slíkur stofn ekki greinst í heilahimnubólgu hérlendis. Farið er að gæta vaxandi ónæmis H. influenzae gegn ampicillíni og klóramfenikóli (25). Sex sjúklingar í þeirri könnun sem hér er kynnt reyndust vera með heilahimnubólgu af völdum H. influenzae og tveir af völdum Enterobacteriaceae. Því virðist full ástæða vera til að mæla með cefalósporíni af þriðju kynslóð til upphafsmeðferðar heila- himnubólgu, þar til niðurstöður ræktunar og næmisprófa liggja fyrir. Rétt er að nota jafn- framt ampicillín hjá eldra fólki vegna mögu- leika á sýkingum af völdum L. monocytogenes í þeim aldurshópi, en átta slík tilvik greindust í þessari athugun. Meginmeðferð á meningókokkum og pneu- mókokkum breyttist lítið á rannsóknartímabil- inu, því langflestir sjúklinga fengu penicillín þegar ræktanir lágu fyrir. Líklegt er að fjölskyldum hafi verið veitt sýklalyfjameðferð oftar en í þeim 18 tilfellum þar sem þess var getið. Mælt er með notkun rifampíns eða quinólóna sem varnarmeðferð fyrir nánustu aðstandendur eftir smit af völd- um meningókokka og H. influenzae, en einnig fyrir þá sem hafa endurlífgað sjúkling með munn við munn aðferðinni (23). Þó er ekki ráðlagt að ófrískar konur taki rifampín eða quinólón (23,27), og má beita ceftríaxóni hjá þeim í þessu skyni. Sterum var beitt hjá rúmlega fjórðungi sjúk- linga. Dánartala þeirra var mun hærri en hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.