Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 627 íðorðasafn lækna 68 * Endaþarmsop Heitið anus er komið úr lat- ínu en hugmyndir um uppruna virðast ekki einhlítar og sumar lítt skiljanlegar. Vísað er í sans- krít þar sem sögnin as merkir að sitja og sögnin an merkir að anda eða blása. Læknis- og líf- fræðiorðabók Wiley's rekur skyldleika til latneska orðsins animus, sem merkir andi, sál eða hugur. Pá er vísað til þess að latneska nafnorðið anus geti merkt hringur. Skilgreining læknisfræðiorðabókar Sted- man's á anus er þessi: Neðra op meltingarvegarins, liggur í gluf- unni milliþjóhnappanna, enum það eru hœgðir losaðar. Lýsing- ar í líffærafræðibókum benda til þess að opið á endaþarminum sé hringlaga. Máltilfinning und- irritaðs er hins vegar á þann veg að rauf sé aflangt op á sama hátt og rifa eða glufa. Það er önnur mótbáran við heitinu bakrauf, en þriðja mótbáran er sú að endaþarmsop sé ekki á baki manns, heldur neðan baks. Bakrauf gæti verið ágætt heiti á glufu sem fram kemur á baki barns með klofinn hrygg, en undirrituðum finnst bakrauf ekki heppilegt orð til að tákna anus. Svipað má segja um rauf, en það notar íðorðasafnið einn- ig um fyrirbærin stoma og per- foration, og vísar það því ekki einhlítt í endaþarmsop. Uppruni I ritmálsskrá Orðabókar Há- skólans er ekki að finna önnur dæmi um heitið bakrauf, en það sem tekið var í síðasta pistli úr læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar. Undirritaður fletti upp í þremur lækninga- bókum frá 19. öld og fann það ekki þar. í orðabók Eriks Jons- sonar frá 1863, Oldnordisk ord- bog, og bók Johans Fritzner frá 1886, Ordbog over det gamle norske sprog; er bakrauf ýmist þýtt sem rumpehul eða rygghul. Pess er getið að í Sturlungu megi finna viðurnefnið bakrauf og nefndur er þar Erlendur nokkur bakrauf. Þá er bakrauf uppflettiorð í Íslensk-Danskri orðabók Sigfúsar Blöndals frá 1920-1924 og er þar þýtt á dönsku með heitunum röv og endetarmsaabning. Augljóst er því að heitið er gamalt, en und- irrituðum virðist jafnaugljóst, að það hefur hvorki náð fótfestu í daglegu máli lækna né almenn- ings. Tillögur Hvað er þá til ráða? Best væri að fá stutt, helst ósamsett og merkingarlega hlutlaust heiti, sem læknar og sjúklingar gætu skilið og sætt sig við í daglegri notkun. Af samsettum heitum má nefna endaþarmsop, sem er auðskiljanlegt en fremur langt, að minnsta kosti ef miðað er við anus. Rassop er þá sýnu þægi- legra, en rassbora kemur einnig til greina. Rassbora hefur þó í hugum sumra leiðinlegan merk- ingarblæ, grófan eða barnaleg- an. Rassgat er lipurt og vel skilj- anlegt heiti, en oftast talið of ruddalegt. I Samheitaorðabók Svavars Sigmundssonar má finna ýmis heiti, sem nota mætti í samsettum orðum í staðinn fyrir rass; bossi, botn, daus, endi, gumpur, hlaun, rumpur, sitjandi ogþjó. Úr þeim má búa til heiti eins og botnop, botngat, dausop, dausgat, endaop, enda- gat, þjóop, þjógat o.s.frv. Öll þau koma til greina, en smekk- ur og tilfinning geta ráðið því hver viðbrögð verða. Endagat er hliðstætt við endagörn, sem sumir nota sem heiti á rectum og dausgat er sömuleiðis lipurt ef menn geta sætt sig við að daus merki rass. Enginn Salómons- dómur verður kveðinn upp hér, en læknar eru vinsamlega beðn- ir um að gera tilraunir með notkun þessara orða til að finna hvað best hæfir. Jóhann Heiðar Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.