Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
627
íðorðasafn
Endaþarmsop
Heitið anus er komið úr lat-
ínu en hugmyndir um uppruna
virðast ekki einhlítar og sumar
lítt skiljanlegar. Vísað er í sans-
krít þar sem sögnin as merkir að
sitja og sögnin an merkir að
anda eða blása. Læknis- og líf-
fræðiorðabók Wiley’s rekur
skyldleika til latneska orðsins
animus, sem merkir andi, sál
eða hugur. f>á er vísað til þess að
latneska nafnorðið anus geti
merkt hringur. Skilgreining
læknisfræðiorðabókar Sted-
man’s á anus er þessi: Neðra op
meltingarvegarins, liggur í gluf-
unni milli þjóhnappanna, en um
það eru hœgðir losaðar. Lýsing-
ar í líffærafræðibókum benda til
þess að opið á endaþarminum
sé hringlaga. Máltilfinning und-
irritaðs er hins vegar á þann veg
að rauf sé aflangt op á sama hátt
og rifa eða glufa. Það er önnur
mótbáran við heitinu bakrauf,
en þriðja mótbáran er sú að
endaþarmsop sé ekki á baki
manns, heldur neðan baks.
Bakrauf gæti verið ágætt heiti á
glufu sem fram kemur á baki
barns með klofinn hrygg, en
undirrituðum finnst bakrauf
ekki heppilegt orð til að tákna
anus. Svipað má segja um rauf,
en það notar íðorðasafnið einn-
ig um fyrirbærin stoma og per-
lækna 68
foration, og vísar það því ekki
einhlítt í endaþarmsop.
Uppruni
I ritmálsskrá Orðabókar Há-
skólans er ekki að finna önnur
dæmi um heitið bakrauf, en það
sem tekið var í síðasta pistli úr
læknisfræðiheitum Guðmundar
Hannessonar. Undirritaður
fletti upp í þremur lækninga-
bókum frá 19. öld og fann það
ekki þar. í orðabók Eriks Jons-
sonar frá 1863, Oldnordisk ord-
bog, og bók Johans Fritzner frá
1886, Ordbog over det gamle
norske sprog; er bakrauf ýmist
þýtt sem rumpehul eða rygghul.
Þess er getið að í Sturlungu
megi finna viðurnefnið bakrauf
og nefndur er þar Erlendur
nokkur bakrauf. Þá er bakrauf
uppflettiorð í Íslensk-Danskri
orðabók Sigfúsar Blöndals frá
1920-1924 og er þar þýtt á
dönsku með heitunum röv og
endetarmsaabning. Augljóst er
því að heitið er gamalt, en und-
irrituðum virðist jafnaugljóst,
að það hefur hvorki náð fótfestu
í daglegu máli lækna né almenn-
ings.
Tillögur
Hvað er þá til ráða? Best væri
að fá stutt, helst ósamsett og
merkingarlega hlutlaust heiti,
sem læknar og sjúklingar gætu
skilið og sætt sig við í daglegri
notkun. Af samsettum heitum
má nefna endaþarmsop, sem er
auðskiljanlegt en fremur langt,
að minnsta kosti ef miðað er við
anus. Rassop er þá sýnu þægi-
legra, en rassbora kemur einnig
til greina. Rassbora hefur þó í
hugum sumra leiðinlegan merk-
ingarblæ, grófan eða barnaleg-
an. Rassgat er lipurt og vel skilj-
anlegt heiti, en oftast talið of
ruddalegt. í Samheitaorðabók
Svavars Sigmundssonar má
finna ýmis heiti, sem nota mætti
í samsettum orðum í staðinn
fyrir rass; bossi, botn, daus,
endi, gumpur, hlaun, rumpur,
sitjandi og þjó. Ur þeim má búa
til heiti eins og botnop, botngat,
dausop, dausgat, endaop, enda-
gat, þjóop, þjógat o.s.frv. Öll
þau koma til greina, en smekk-
ur og tilfinning geta ráðið því
hver viðbrögð verða. Endagat
er hliðstætt við endagörn, sem
sumir nota sem heiti á rectum
og dausgat er sömuleiðis lipurt
ef menn geta sætt sig við að daus
merki rass. Enginn Salómons-
dómur verður kveðinn upp hér,
en læknar eru vinsamlega beðn-
ir um að gera tilraunir með
notkun þessara orða til að finna
hvað best hæfir.
Jóhann Heiðar Jóhannsson