Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 2
Björgólfur Thor Björgólfsson, Björg-
ólfur Guðmundsson og Magnús Þor-
steinsson mynduðu Samson-hópinn
við einkavæðingu Landsbankans
árið 2002.
Heildarupphæð lána, skuldabréfa-
kaupa og meðfjárfestinga bankans
til eignarhalds- og rekstrarfélaga á
vegum stofnenda Samson var um
426 milljarðar í lok júní 2008. Að
auki keyptu peningamarkaðssjóðir
bankans skuldabréf fyrir 14 millj-
arða. Þessi upphæð er meira en tvö-
falt eigið fé bankans sem var á sama
tíma rétt rúmir 200 milljarðar. Jafn-
framt eru þetta um 11% af efnahags-
reikningi bankans.
Gera má ráð fyrir að stór hluti
þessarar upphæðar sé tapaður þar
sem bæði Björgólfur Guðmunds-
son og Magnús Þorsteinsson eru
persónulega gjaldþrota og nær öll
rekstrarfélög og fyrirtæki sem þeir
komu nálægt eru ýmist farin í þrot
eða hafa gengið í gegnum sársauka-
fulla fjárhagslega endurskipulagn-
ingu.
Björgólfur Thor sendi frá sér til-
kynningu 21. júlí síðastliðinn þar
sem greint var frá því að hann hefði
gengið frá samkomulagi um heildar-
uppgjör við erlenda og innlenda lán-
ardrottna. Í því felst að hann heldur
yfirráðum yfir fyrirtækjum sínum,
meðal annarra Actavis, Play og CCP,
en allur arður næstu árin gengur til
lánardrottna.
Jafnframt felur samkomulagið í
sér að ekki verði gengið að persónu-
legum ábyrgðum sem Björgólfur
Thor var í á meðan það er í gildi.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
ef viðunandi verð fæst fyrir Actavis
getur Björgólfur Thor komist fljótt
aftur á skrið sem viðskiptajöfur.
Hvorki Björgólfur Thor Björgólfs-
son né Magnús Þorsteinsson voru
taldir til tengdra aðila við Björgólf
Guðmundsson í lánabókum Lands-
bankans. Framhjá þeirri staðreynd
verður þó ekki horft að Björgólfur
Thor, Björgólfur Guðmundsson og
Magnús Þorsteinsson tengdust við-
skiptaböndum.
Áður en Landsbankinn var keypt-
ur höfðu þremenningarnir starfað
saman í viðskiptum og fjárfestingum
í áratug. Eftir að bankinn var keyptur
var Magnús í Samson-hópnum til
2005 og eftir það í tengslum við
Björgólfsfeðga í gegnum Eimskip og
Icelandic Group þar sem þessir tveir
aðilar voru stærstu hluthafarnir.
Ragnhildur Sverrisdóttir, tals-
maður Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar, sagði að forsendur þessara
útreikninga væru svo undarlegar að
ómögulegt væri að svara þeim af viti
í stuttu máli.
Framkvæmdastjórar flýja land
Stjórnendum íslenskra fyrirtækja sem búsettir eru erlendis fjölgaði um 58% á síðastliðnu ári
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Ísland Búferlaflutningar
Engar uppsagnir í Orkuveitunni
Engum verður sagt upp í Orkuveitu Reykjavíkur um
þessi mánaðamót. Það staðfestir Helgi Pétursson
upplýsingafulltrúi. Yfirstjórn og starfsmenn
vinna nú að endurskipulagningu fyrirtækisins og
hópuppsögn liggur í loftinu. Helgi segir vinnunni
ekki lokið. Verðskrá Orkuveitunnar hækkar
um þessi mánaðamót. Það þýðir að algengur
orkureikningur fjögurra manna fjölskyldu í fjölbýli
hækkar um 2.400 krónur á mánuði og um 2.750
krónur í 130 fermetra einbýli, eða um 28,5%. -gag
– Þú nnur ölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
H
V
êT
A
ÊH
ò
S
I
/S
êA
ÊÐ
1
0
-0
2
9
3
28,5%
Hækkun á
VERðSkRá OR
1. október 2010
Orkuveita
Reykjavíkur
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
2 fréttir Helgin 1.-3. október 2010
landsbanki Íslands hf - fjárhagsleg tengsl við stofnendur Samson eignarhaldsfélags ehf.
efnahagsreikningur 30.06. 2008 Landsbanki BTB BG MÞ BG/BTB Rekstrar Straumur Samson tengd % af Efna-
30.06.2008 & tengdir & tengdir & tengdir Saman félög Burðarás hf félög alls hagsreikningi
eignir
Sjóður og innistæður í Seðlabanka 27.874 0 0 0 0 0 0
Kröfur á fjármálafyrirtæki 337.003 0 0 0 0 0 0
Lán 2.571.470 119.921 6.431 47.808 35.169 91.901 53.344 354.574 13,79%
Fjáreignir á gangvirði og hlutdeildarfélög 864.190 14.416 0 0 0 1.607 55.696 71.719 8,30%
Aðrar eignir 169.835 0 0 0 0 0 0
Heildareignir 3.970.372 134.337 6.431 47.808 35.169 93.508 109.040 426.293 10,74%
eigið fé
Eigið fé 198.138
Hlutdeild minnihluta 3.679
201.817
Stefnir Hannesi Smára
vegna lóða á Þingvöllum
Glitnir hefur stefnt Hannesi Smára-
syni og þremur félögum í hans eigu,
FI fjárfestingum, Hlíðasmára 6 og
ELL 49 ehf., til greiðslu á skuld upp
á hundruð milljóna. Veðskuldir á
Faxafeni 12, sem er í eigu Hlíðasmára
6, eru upp á 300 milljónir og veð-
skuldir á sex sumarbústaðalóðum í
Illagili við Þingvallavatn, sem eru í
eigu ELL 49, nema um 110 milljónum.
Hvorki lögmaður Glitnis né Hannesar
vill tjá sig um málið. -óhþ
Gunnar Rúnar hafður í
einangrun á Litla-Hrauni
Gunnar Rúnar Sigurþórsson er enn í
einangrun í fangelsinu á Litla-Hrauni
eftir að hann játaði í byrjun sept-
ember að hafa banað Hannesi Þór
Helgasyni í Hafnarfirði 15. ágúst.
Hann situr í gæsluvarðhaldi.
Friðrik Smári Björgvinsson yfir-
lögregluþjónn staðfestir að niður-
stöður úr lífsýnum sem send voru
til Svíþjóðar hafi enn ekki borist en
lögreglan búist við þeim næstu daga.
Hann segir að þær ráði ekki úrslitum
í rannsókninni því játningin sé studd
öðrum gögnum. Þá sé enn unnið að
geðrannsókn á sakborningnum.
Friðrik segir stefnt að því að létta
einangruninni af Gunnari Rúnari
eins fljótt og hægt sé en hann fái
nú aðeins að hitta fjölskyldu sína.
Hann einn hefur stöðu sakbornings í
málinu. -gag
Vilja Exeter-málið burt
úr dómnum
Sakborningarnir í Exeter Holding-
málinu segja ágalla í rannsókn sér-
staks saksóknara. Þeir kröfðust því
frávísunar þegar mál gegn þeim var
tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær, fimmtudag. ákæran er sú fyrsta
sem gefin er út eftir rannsókn sér-
staks saksóknara.
Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri, Jón Þorsteinn Jóns-
son, fyrrverandi stjórnarformaður
Byrs-sparisjóðs, og Styrmir Þór
Bragason, fyrrverandi forstjóri MP-
banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik
með því að lána ríflega milljarð króna
frá Byr til Exeter Holding. Styrmir
Þór er einnig ákærður fyrir peninga-
þvætti, samkvæmt fréttum RÚV.
Með láninu voru stofnbréf í spari-
sjóðnum keypt af stjórnarmanni í Byr
og MP-banka. Bréfin hafði MP-banki
innkallað meðal annars frá stjórn-
endum sparisjóðsins. -gag
Alls eru 704 einstaklingar, sem búsettir eru
erlendis, skráðir sem framkvæmdastjórar
hjá íslenskum fyrirtækjum. Á sama tíma í
fyrra voru 293 einstaklingar í sömu stöðu.
Fjölgunin er því 58% á einu ári. Þetta kemur
fram í tölum sem Creditinfo tók saman fyrir
Fréttatímann.
Flestir þessara framkvæmdastjóra eru
skráðir með lögheimili á Norðurlöndunum
en þau lönd sem koma þar á eftir eru Bret-
land, Bandaríkin og Lúxemborg.
Flestir þessara aðila eru framkvæmda-
stjórar í einu íslensku fyrirtæki, eða 569
einstaklingar. Hinir 135 einstaklingarnir eru
skráðir framkvæmdastjórar í fleiri en einu
fyrirtæki, mest sjö.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri
sagði í samtali við Fréttatímann ástæðurnar
fyrir flóttanum sennilega jafnmargar og
einstaklingarnir sem eiga í hlut og að óvíst
væri hvort skatturinn færi á mis við tekjur
vegna þessa.
Meðal þeirra framkvæmdastjóra sem
flutt hafa búsetu sína utan á undanförnu ári
eru Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, sem er
framkvæmdastjóri 101 Capital og situr auk
þess í 13 stjórnum, og Sigurður Valtýsson,
fyrrverandi forstjóri Existu.
VIÐsKIPTI lán til eigenda landSBankanS
Samson-þríeykið fékk
440 milljarða lánaða
Þremenningarnir sem eignuðust Landsbankann í einkavæðingarferlinu árið 2002, og félög á
þeirra vegum, fengu upphæðir að láni hjá bankanum sem námu 25% af útlánum hans.
Sigurður Valtýsson er fluttur til Lúxemborgar.
Samson-þríeykið. Þeir voru kóngar um stund þegar þeir keyptu Landsbankann undir lok árs 2002. Hér sjást þeir tilkynna kaup sín á bankanum á gamlársdag 2002.
Lj
ós
m
yn
d/
M
BL
níu aðilar á eftir Jóni ásgeiri
fréttaskýring bls. 18