Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 2
Björgólfur Thor Björgólfsson, Björg- ólfur Guðmundsson og Magnús Þor- steinsson mynduðu Samson-hópinn við einkavæðingu Landsbankans árið 2002. Heildarupphæð lána, skuldabréfa- kaupa og meðfjárfestinga bankans til eignarhalds- og rekstrarfélaga á vegum stofnenda Samson var um 426 milljarðar í lok júní 2008. Að auki keyptu peningamarkaðssjóðir bankans skuldabréf fyrir 14 millj- arða. Þessi upphæð er meira en tvö- falt eigið fé bankans sem var á sama tíma rétt rúmir 200 milljarðar. Jafn- framt eru þetta um 11% af efnahags- reikningi bankans. Gera má ráð fyrir að stór hluti þessarar upphæðar sé tapaður þar sem bæði Björgólfur Guðmunds- son og Magnús Þorsteinsson eru persónulega gjaldþrota og nær öll rekstrarfélög og fyrirtæki sem þeir komu nálægt eru ýmist farin í þrot eða hafa gengið í gegnum sársauka- fulla fjárhagslega endurskipulagn- ingu. Björgólfur Thor sendi frá sér til- kynningu 21. júlí síðastliðinn þar sem greint var frá því að hann hefði gengið frá samkomulagi um heildar- uppgjör við erlenda og innlenda lán- ardrottna. Í því felst að hann heldur yfirráðum yfir fyrirtækjum sínum, meðal annarra Actavis, Play og CCP, en allur arður næstu árin gengur til lánardrottna. Jafnframt felur samkomulagið í sér að ekki verði gengið að persónu- legum ábyrgðum sem Björgólfur Thor var í á meðan það er í gildi. Þetta þýðir með öðrum orðum að ef viðunandi verð fæst fyrir Actavis getur Björgólfur Thor komist fljótt aftur á skrið sem viðskiptajöfur. Hvorki Björgólfur Thor Björgólfs- son né Magnús Þorsteinsson voru taldir til tengdra aðila við Björgólf Guðmundsson í lánabókum Lands- bankans. Framhjá þeirri staðreynd verður þó ekki horft að Björgólfur Thor, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson tengdust við- skiptaböndum. Áður en Landsbankinn var keypt- ur höfðu þremenningarnir starfað saman í viðskiptum og fjárfestingum í áratug. Eftir að bankinn var keyptur var Magnús í Samson-hópnum til 2005 og eftir það í tengslum við Björgólfsfeðga í gegnum Eimskip og Icelandic Group þar sem þessir tveir aðilar voru stærstu hluthafarnir. Ragnhildur Sverrisdóttir, tals- maður Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, sagði að forsendur þessara útreikninga væru svo undarlegar að ómögulegt væri að svara þeim af viti í stuttu máli. Framkvæmdastjórar flýja land Stjórnendum íslenskra fyrirtækja sem búsettir eru erlendis fjölgaði um 58% á síðastliðnu ári Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Ísland Búferlaflutningar Engar uppsagnir í Orkuveitunni Engum verður sagt upp í Orkuveitu Reykjavíkur um þessi mánaðamót. Það staðfestir Helgi Pétursson upplýsingafulltrúi. Yfirstjórn og starfsmenn vinna nú að endurskipulagningu fyrirtækisins og hópuppsögn liggur í loftinu. Helgi segir vinnunni ekki lokið. Verðskrá Orkuveitunnar hækkar um þessi mánaðamót. Það þýðir að algengur orkureikningur fjögurra manna fjölskyldu í fjölbýli hækkar um 2.400 krónur á mánuði og um 2.750 krónur í 130 fermetra einbýli, eða um 28,5%. -gag – Þú nnur ölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is H V êT A ÊH ò S I /S êA ÊÐ 1 0 -0 2 9 3 28,5% Hækkun á VERðSkRá OR 1. október 2010 Orkuveita Reykjavíkur Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 2 fréttir Helgin 1.-3. október 2010 landsbanki Íslands hf - fjárhagsleg tengsl við stofnendur Samson eignarhaldsfélags ehf. efnahagsreikningur 30.06. 2008 Landsbanki BTB BG MÞ BG/BTB Rekstrar Straumur Samson tengd % af Efna- 30.06.2008 & tengdir & tengdir & tengdir Saman félög Burðarás hf félög alls hagsreikningi eignir Sjóður og innistæður í Seðlabanka 27.874 0 0 0 0 0 0 Kröfur á fjármálafyrirtæki 337.003 0 0 0 0 0 0 Lán 2.571.470 119.921 6.431 47.808 35.169 91.901 53.344 354.574 13,79% Fjáreignir á gangvirði og hlutdeildarfélög 864.190 14.416 0 0 0 1.607 55.696 71.719 8,30% Aðrar eignir 169.835 0 0 0 0 0 0 Heildareignir 3.970.372 134.337 6.431 47.808 35.169 93.508 109.040 426.293 10,74% eigið fé Eigið fé 198.138 Hlutdeild minnihluta 3.679 201.817 Stefnir Hannesi Smára vegna lóða á Þingvöllum Glitnir hefur stefnt Hannesi Smára- syni og þremur félögum í hans eigu, FI fjárfestingum, Hlíðasmára 6 og ELL 49 ehf., til greiðslu á skuld upp á hundruð milljóna. Veðskuldir á Faxafeni 12, sem er í eigu Hlíðasmára 6, eru upp á 300 milljónir og veð- skuldir á sex sumarbústaðalóðum í Illagili við Þingvallavatn, sem eru í eigu ELL 49, nema um 110 milljónum. Hvorki lögmaður Glitnis né Hannesar vill tjá sig um málið. -óhþ Gunnar Rúnar hafður í einangrun á Litla-Hrauni Gunnar Rúnar Sigurþórsson er enn í einangrun í fangelsinu á Litla-Hrauni eftir að hann játaði í byrjun sept- ember að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði 15. ágúst. Hann situr í gæsluvarðhaldi. Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn staðfestir að niður- stöður úr lífsýnum sem send voru til Svíþjóðar hafi enn ekki borist en lögreglan búist við þeim næstu daga. Hann segir að þær ráði ekki úrslitum í rannsókninni því játningin sé studd öðrum gögnum. Þá sé enn unnið að geðrannsókn á sakborningnum. Friðrik segir stefnt að því að létta einangruninni af Gunnari Rúnari eins fljótt og hægt sé en hann fái nú aðeins að hitta fjölskyldu sína. Hann einn hefur stöðu sakbornings í málinu. -gag Vilja Exeter-málið burt úr dómnum Sakborningarnir í Exeter Holding- málinu segja ágalla í rannsókn sér- staks saksóknara. Þeir kröfðust því frávísunar þegar mál gegn þeim var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fimmtudag. ákæran er sú fyrsta sem gefin er út eftir rannsókn sér- staks saksóknara. Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, Jón Þorsteinn Jóns- son, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs-sparisjóðs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP- banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik með því að lána ríflega milljarð króna frá Byr til Exeter Holding. Styrmir Þór er einnig ákærður fyrir peninga- þvætti, samkvæmt fréttum RÚV. Með láninu voru stofnbréf í spari- sjóðnum keypt af stjórnarmanni í Byr og MP-banka. Bréfin hafði MP-banki innkallað meðal annars frá stjórn- endum sparisjóðsins. -gag Alls eru 704 einstaklingar, sem búsettir eru erlendis, skráðir sem framkvæmdastjórar hjá íslenskum fyrirtækjum. Á sama tíma í fyrra voru 293 einstaklingar í sömu stöðu. Fjölgunin er því 58% á einu ári. Þetta kemur fram í tölum sem Creditinfo tók saman fyrir Fréttatímann. Flestir þessara framkvæmdastjóra eru skráðir með lögheimili á Norðurlöndunum en þau lönd sem koma þar á eftir eru Bret- land, Bandaríkin og Lúxemborg. Flestir þessara aðila eru framkvæmda- stjórar í einu íslensku fyrirtæki, eða 569 einstaklingar. Hinir 135 einstaklingarnir eru skráðir framkvæmdastjórar í fleiri en einu fyrirtæki, mest sjö. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði í samtali við Fréttatímann ástæðurnar fyrir flóttanum sennilega jafnmargar og einstaklingarnir sem eiga í hlut og að óvíst væri hvort skatturinn færi á mis við tekjur vegna þessa. Meðal þeirra framkvæmdastjóra sem flutt hafa búsetu sína utan á undanförnu ári eru Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, sem er framkvæmdastjóri 101 Capital og situr auk þess í 13 stjórnum, og Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Existu. VIÐsKIPTI lán til eigenda landSBankanS Samson-þríeykið fékk 440 milljarða lánaða Þremenningarnir sem eignuðust Landsbankann í einkavæðingarferlinu árið 2002, og félög á þeirra vegum, fengu upphæðir að láni hjá bankanum sem námu 25% af útlánum hans. Sigurður Valtýsson er fluttur til Lúxemborgar. Samson-þríeykið. Þeir voru kóngar um stund þegar þeir keyptu Landsbankann undir lok árs 2002. Hér sjást þeir tilkynna kaup sín á bankanum á gamlársdag 2002. Lj ós m yn d/ M BL níu aðilar á eftir Jóni ásgeiri fréttaskýring bls. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.