Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 15
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4000
Lækkaðu yfirdráttinnAð greiða niður yfirdráttinn með samningi við
Íslandsbanka er einhver besti sparnaður sem völ er
á því þú lækkar vaxtakostnaðinn svo um munar.
Dæmi*
Yfirdráttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 360.000 kr.
Mánaðarlækkun yfirdráttar . . . . . . 15.000 kr.
Fjöldi mánaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
Vaxtakostnaður lækkar vegna þess að yfir dráttur inn
minnkar og vegna þess að vaxtaprósentan lækkar.
Lægri vaxtaprósenta . . . . . . . . . . . . 12.188 kr.
Lækkandi yfirdráttur. . . . . . . . . . . . 43.125 kr.
Sparnaður á tímabili . . . . . . . . . . . 55 .313 kr .
Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki .is
og hjá ráðgjafa í þínu útibúi .
* Í dæminu er miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,50% í 9,25%.
Þegar þú greiðir niður
yfirdráttinn þá lækkum
við vextina hjá þér
Michael Jenkins varð
ástfanginn af Íslandi í
fyrsta sinn sem hann
kom hingað sumarið
2008.
Það væri
auðvitað
hálfgalið að
ef gaur á
skrifstofu í
New York,
sem talar
hvorki
né skilur
íslensku
væri með
puttana í
efninu.
Heillaðist algjörlega af Íslandi
E igandi Fréttatímans er Miðopna ehf. sem er í eigu nokkurra lykilstarfs-
manna. Félagið er fjármagnað
með láni frá bandaríska fjárfest-
inum Michael Jenkins. Fréttatím-
inn ræddi við Jenkins til að fræð-
ast um áhuga hans á Íslandi og
þá ákvörðun hans að fjármagna
þennan fjölmiðil.
Jenkins er tæplega fimmtugur
og rekur fjárfestingarsjóð á Wall
Street. Hann vill þó taka það fram
að það er hann persónulega sem
lánar Miðopnu þá peninga sem
félagið hefur úr að spila.
„Ég kom fyrst til Íslands sum-
arið 2008 og heillaðist algjörlega
af landinu. Fólkið er mjög vel
menntað og áhugi á menningar-
arfinum höfðaði mjög vel til mín.
Þetta land er einstakt og ég full-
yrði að það er ekkert annað land
eins í heiminum, hvorki hvað
varðar fegurð né aðgang að nátt-
úruauðlindum. Þrátt fyrir hrunið
fannst mér borðleggjandi að hér
lægju mikil tækifæri í langtíma-
fjárfestingum. Ég kynntist nokkr-
um Íslendingum og í kjölfarið
settum við gang í fasteignaþró-
unarverkefni í gegnum félag
sem heitir Þórsgarður. Það hefur
gengið vel,“ segir Jenkins.
Aðspurður um áhuga sinn á fjöl-
miðlum vill hann taka það skýrt
fram að hann sé einungis lán-
veitandi, ekki eigandi, og muni
aldrei nokkurn tíma skipta sér af
ritstjórn eða efnistökum.
„Það væri auðvitað hálfgalið ef
einhver gaur á skrifstofu í New
York, sem talar hvorki né skilur ís-
lensku, væri með puttana í efninu.
Ég treysti því fólki sem vinnur á
blaðinu fullkomlega til að vinna
sína vinnu og vonandi gengur
verkefnið það vel að fjölmiðillinn
verður sjálfbær,“ segir Jenkins.
Hann hefur sterkar skoðanir á
því hvernig fjölmiðlar hafa staðið
vaktina, bæði fyrir og eftir hrun.
„Fjölmiðlar voru slappir fyrir hrun,
bæði í Bandaríkjunum og annars
staðar, og höfðu ekki hugmynd
um hvað var að gerast. Það hefur
ekkert batnað eftir hrun og ég held
að margir blaðamenn, sem spiluðu
með æðstu ráðamönnum og við-
skiptajöfrum fyrir hrun, séu hluti af
vandamálinu. Ég talaði við íslenska
vini mína og þeir sögðu að það væri
lítill hópur manna á Íslandi sem
stýrði öllu, viðskiptalífinu, stjór-
nmálunum og fjölmiðlum. Innan
þessa hóps eru víst allir meira og
minna tengdir og því er lítill mögu-
leiki á að fjölmiðlar í eigu slíkra
manna geri nokkurt gagn. Það
eru auðvitað ekki margir sem hafa
áhuga á að fjárfesta í fjölmiðlum en
ég lít svo á að það sé vel þess virði
að reyna þetta á Íslandi. Markaður-
inn er hæfilega stór og áhættan
ekki mikil. Ég myndi ekki vilja gera
þetta í New York. Það væri alltof
dýr tilraun,“ segir Jenkins.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Michael Jenkins Bandarískur fjárfestir sem elskar Ísland og vill taka þátt í auka fjölbreytnina á
íslenskum fjölmiðlamarkaði. Hann er eini lánveitandi Miðopnu ehf sem er útgáfufélag Fréttatímans.
við erum 15 Helgin 1.-3. október 2010