Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 22

Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 22
Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Skammtímabinding er óverðtryggður innlánsreikningur og spennandi nýjung fyrir þá sem vilja fasta vesti út binditímann. Kynntu þér kosti Skammtímabindingar á arionbanki.is, hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi okkar og kynntu þér fjölbreytt úrval innlánsreikninga. Fastir vextir út binditímann • Binditími er ákveðinn við stofnun reiknings: 3, 6, 9 eða 12 mánuðir. • Lágmarksinnlegg er 500 þúsund krónur og innstæðan er bundin út binditímann. • Nýjung: Vextir eru fastir allan binditímann. • Að loknum binditímanum greiðist höfuð- stóllinn út ásamt vöxtum. ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 1 8 0 2 1 0 /1 0 tíma þínum á borgarstjórastóli hefur þú lent upp á kant við Sjálf- stæðisflokkinn og valdið Fjölskylduhjálpinni vonbrigðum. Hvernig leggst það á sál þína? Þetta endar allt vel og alltaf í sátt. Ég reyni að gera mitt besta. Þetta er barátta þar sem tilgangurinn er ekki að vinna og refsa heldur vinna og breyta. Það verða allir glaðir að lokum. Skoðanakönnun Reykjavíkur sídegis sýndi að 55% væru óánægð með störf Besta flokksins. Eins og sást á dag- bókinni þinni á Facebook ertu ekki sáttur við niðurstöðuna. Þar nefndir þú að 90% af því sem Besti flokkurinn hefði gert væri gott. Ertu hörundsár? Nei, nei. Ég vildi bara tjá mig um þessar niðurstöður. Það er alveg satt að 90% af því sem við höfum verið að gera í Besta flokknum frá því við komum hérna inn er gott. Og það er bara þannig að enginn tekur eftir því sem er vel gert. Fólk hefur líka tilhneigingu til þess að finnast það sjálfsagt og eðlilegt nema að vakin sé sérstaklega athygli á því. Við höfum hins vegar ekki slegið okkur til riddara fyrir eitthvað sem við höfum verið að gera heldur viljum við dæmast af verkum okkar þegar upp er staðið. Þannig að ég er ekkert sár út í neinn. Mér finnst að skoða eigi þetta stjórnarkerfi, því það er svo varhugavert að það bjóði upp á að fólk nái árangri með frekju og yfirgangi. Það er svo rangt að leyfa fólki að komast áfram með yfirgangi og að sá hógværi verði undir. Nú er meirihlutinn búinn að ákveða að hækka rafmagns- reikninga borgarbúa um nærri þrjátíu prósent. Hvernig tilfinn- ing var það að taka ákvörðun um að hækka rafmagnsreikn- inga borgarbúa svona og þar með verðlag og verðtryggð lán þeirra? Fyrst þegar ég heyrði þetta fékk ég klump í magann. En eftir því sem ég kynnti mér þetta betur og sat fleiri fundi um þetta varð mér nauðsyn þessarar ákvörðunar ljósari. Staða Orkuveitunnar er svakaleg. Það þarf að gera þetta ef við ætlum að reyna að halda í þetta fyrirtæki, eiga það og nota í almenningsþágu. Ég hef alveg heyrt að margir séu ósáttir við þessa hækkun enda ekkert sem gaman er að gera, en þetta er eitt- hvað sem þarf að gera. Og það er líka eitt af hlutverkum stjórnmála- manns – sem ég hafði ekki áttað mig á áður en ég gerðist slíkur – að taka nauðsynlegar ákvarðanir og vita að fólk hefur leyfi til þess að vera fúlt út í hann. Þetta er svona eins og mamma á stóru heimili sem segir: – Nei, það verður ekki ís eftir matinn og svarað er: En það er til ís – Já, en þið fáið ekki ís. Allir verða reiðir út í mömmu og hrópa: Ég hata þig, ég hata þig. Já, segir mamma en far þú þá bara inn í herbergi og komdu fram þegar þú ert hætt að hata mig. Hver er erfiðasta ákvörðun sem þú hefur tekið á þessum ríflega hundrað dögum í embætti? Ég er ekki búinn að taka hana. Það er mikið af óuppgerðum málum í kerfinu. Orkuveitan var það fyrsta sem við fórum í. Þar ríkti neyðar- ástand. Síðan er Reykjavík sem skipulagslegur vígvöllur. Mörg svæði eru í upplausn þar sem framtíð þeirra er mjög óráðin. Þau ná alveg frá Ingólfstorgi upp í Úlfarsárdal. Búið er að gera marga geðveikislega samninga fyrir stórar upphæðir og þegar ég skoða þessa samninga fýkur í mig vegna þess að þeir eru margir hverjir gerðir í fljótfærni og af ábyrgðarleysi. Til dæmis er stór tónlistarhöll hérna niður með sjó, Harpan. Þar hefði verið betur heima setið en af stað farið. En við erum búin að taka að okkur að reka þetta mannvirki. Borgin og ríkið ætla að klára verkið og gera það eins fallegt og hægt er. Svo má nefna framkvæmdasamninga sem hafa verið gerðir, tökum Úlfarsárdalshverfið sem dæmi. Íþróttafélagið Fram ætlar að flytja með starfsemina í Úlfarsárdal, en nú búa þar miklu færri en áætlað var. Þetta er gífurlega flókið mál og erfitt að vinda ofan af því og sætta borgina, íþróttafélagið og íbúana. Vatnsstígssvæðið er enn annað dæmið, Hampiðjureiturinn og loks Ingólfstorgið sem er búið að vera lamað. Enginn hefur þorað að hreyfa við því og málið er langt, flókið og í lás. Í kosningabaráttunni viðr- aðir þú þá hugmynd að ráða framkvæmdastjóra í borgar- stjórastólinn en ákvaðst svo að setjast þar sjálfur. Hvað breyttist? Ég held að fáir á Íslandi þekki Íslendinga jafn vel og ég. Ég held líka að Íslendingar þekki fáa eins vel og mig. Mér þykir Íslendingar eins og stór fjölskylda. Við erum meira og minna öll skyld. Fjar- skyldasta fólkið er skylt í sjötta ættlið. Mér finnst vænt um þetta land og þetta fólk. Þegar ég var kosinn fannst mér sem það væri persónuleg ósk kjósenda minna að ég tæki þetta hlutverk að mér. Ég veit að það er það sem fólk vildi. Þegar þú tilkynntir lista Besta flokksins á sínum tíma sagðir þú að ef borgarmálin yrðu ofboðslega leiðinleg myndir þú segja af þér. Hefur það hvarflað að þér á þessum Hættir ekki fyrr en í fulla hnefana Nokkrum sinnum hefur hvarflað að Jóni Gnarr að stíga úr stóli borgarstjóra í þá rúmlega hundrað daga sem hann hefur gegnt starfinu. Hann ætlar að klára árin fjögur, nema að borgarbúar krefjist þess að hann stígi til hliðar. Borgarstjórinn leggst á bekkinn og deilir hugrenningum sínum með lesendum Fréttatímans. 22 á bekknum Helgin 1.-3. október 2010 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.