Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 24
H
vað er merkilegt við
sýninguna ykkar
og því ætti hún að
heilla áhorfendur?
„Merkilegt? Það er
allt og ekkert,“ segir Erna og skellir
upp úr, „þessi samvinna á milli mín
og Damien Jalet og svo Gabríelu
er eitthvað sem okkur finnst mjög
merkilegt. Við Damien sjáum um
dansinn og Gabríela og Hrafnhildur
Hólmgeirsdóttir um búningana og
útlitið,“ segir hún.
En hvað kom til að þessar ólíku
listakonur hófu að vinna saman?
„Okkar samstarf er löngu hafið, það
byrjaði í rauninni árið 2005. Erna og
Damien settu upp verkið „Ófætt“ en
þá hófst þróunarsaga að okkar sam-
starfi. Við höfum skapað okkur eigin
heim sem byrjaði þar og má eigin-
lega segja að það sé fyrsta fræið,“
segir Gabríela.
Skilningur ekki nauðsynlegur
Talið berst að hinum geysivinsælu
sjónvarpsþáttum „So you think you
can dance“. Er verkið eitthvað sem
höfðar til þeirra sem horfa á þá þætti?
„Algjörlega, ef það eru líkamar, ef það
er eitthvað ljóðrænt og ef það er ein-
hver kraftur í sköpuninni sem heillar
þá er þetta eitthvað fyrir fólk sem hef-
ur áhuga á þessum þáttum. Þetta er
verk fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað
ævintýralegt. Ég hef séð þennan þátt
og það koma fyrir atriði sem eru ekk-
ert ólík því sem við erum að gera,“
segir Gabríela. Erna tekur undir það.
„Það er kannski bara það að fólk
mæti með opin huga þegar það kemur
og án þess að það þurfi að skilja eitt-
hvað,“ segir Erna.
„Ég er einmitt samála því! Fólk
á ekki að mæta með eitthvað fyrir-
fram ákveðið í huga. Þetta er kannski
svolítið eins og ferðlag. Einfalt og
skemmtilegt en svo er hægt að lenda
í einhverju veseni á leiðinni,“ segir
Gabríela.
„Hugmyndafræðin á bak við
verkið, þessi söguþráður og heimur
er í rauninni það sem við gerum sam-
eiginlega,“ segir Gabríela. „Að skapa
einhvern heim sem er kannski ekki
til og þegar við komum saman gerist
eitthvað annað en ef ég væri bara að
koma fram ein. Það er eitthvað sem
okkur finnst mjög gaman og ég held
að það gerist eitthvað nýtt í hvert
skipti sem við komum saman,“ skýtur
Erna inn í hress í bragði.
Sýning er miklu meira en
dansverk
Þegar þær stöllur eru spurðar út í
verkið og hvaða lýsing myndi hæfa
því best eru þær einróma á þeirri
skoðun að sýningin sé svo miklu
meira en dansverk. „Ég myndi segja
að þetta væri eins og lifandi skúlptúr,
málverk og tónverk,“ segir Gabríela
og Erna tekur undir það.
„Tónlistin gerir líka svo mikið og
það er reynt að vinna með öll þessi
element saman,“ bætir Erna við.
„Þetta er svolítið eins og við höfum
verið að búa til lifandi heim úr skúlp-
túrum, kannski eins og teiknimynd
nema hún er raunveruleg. Við erum
að gera myndrænt ævintýraverk en
ekki einhvern spegil samfélagsins.
Upplifunin er heldur meiri teikning
en vaninn er að sjá í dansinum af því
að myndlistin blandast þarna við,“
segir Gabríela.
Þegar talið berst að fólkinu sem
tekur þátt í verkinu hafa Erna og
Gabríela ekkert nema gott að segja.
„Það er búið að vera mjög gaman að
vinna með dansflokknum. Þau eru
öll að gefa afskaplega mikið af sér og
samvinnan við allt fólkið hér hefur
verið ánægjuleg. Það hefur auðvitað
ekki bara verið dans á rósum, en í
aðalatriðum lærir maður rosalega
mikið af þessu,“ segir Erna og brosir.
Hver er svo tilgangurinn með sköp-
un þessa verks hjá Ernu og Gabríelu.
„Við erum að reyna að skapa eitthvað
sem okkur finnst vera undur eða
töfrar, en á þann hátt að þeir verði
ekki fyrirfram stimplaðir auglýsinga-
töfrar. Ekki „Barbie“ eða „Disney“-
töfrar. Þetta eru töfrar sem koma frá
listrænu hliðinni. Við erum kannski
að blása lífi í eitthvert ákveðið tímabil,
það er kannski hægt að tengja þetta
við einhverja framtíð en einnig for-
tíð,“ segir Gabríela.
· ·
Saltfiskurinn frá Ekta fiski
er unninn með gömlu
íslensku handbragði og er
án allra aukefna.
Sérútvatnaði saltfiskurinn er
sérstaklega hentugur í seiðandi
saltfiskrétti og fæst í verslunum
um allt land.
Hafðu samband!
Þessi gamli góði
466 1016
www.ektafiskur.is
PÖNTUNARSÍMI:
10
18
9A
B
LE
K
-
w
w
w
.b
le
kh
on
nu
n.
is
Frumsýning Heimur sem ekki er til
Þetta er svolítið eins og við höfum verið að búa til lifandi heim úr skúlptúrum Ljósmyndir/Teitur
Ævintýraverk
Erna Ómarsdóttir dansari
og Gabríela Friðriksdóttir
myndlistarkona eru kon-
urnar á bak við Transaquania
– Into thin air dansverk sem
Íslenski dansflokkurinn frum-
sýnir í næstu viku. Auður
Eva Auðunsdóttir hitti þær í
Borgarleikhúsinu og spurði
meðal annars hvort verkið
höfðaði til þeirra sem aldrei
missa af hinum geysivinsælu
sjónvarpsþáttum „So you think
you can dance“.
en ekki spegill
samfélagsins
24 dans Helgin 1.-3. október 2010
Auður Eva
Auðunsdóttir
audur@frettatiminn.is