Fréttatíminn - 01.10.2010, Síða 40

Fréttatíminn - 01.10.2010, Síða 40
Besti leikmaðurinn? Alfreð Finnbogason, Breiðabliki „Kannski ekki sá fljótasti en hann er fljótari að hugsa, klókari og útsjónarsamari en almennt gerist í íslenska boltanum.“ Guðjón Þórðarson „Mikilvægasti leikmaður síns liðs í deildinni.“ Magnús Agnar Magnússon „Bar af í góðu Blikaliði.“ Magnús Már Einarsson „Heilinn í sóknarleik Blika. Ótrúlega útsjónarsamur, klókur og hættulegur leikmaður.“ Henry Birgir Gunnarsson „Yfirburðatækni og hrikalega yfirvegaður.“ Magnús Gylfason Sérfræðingar Fréttatímans magnús agnar magnússon umboðsmaður Guðjón Þórðarson knattspyrnuspekingur Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður magnús Gylfason knattspyrnuspekingur magnús már Einarsson íþróttafréttamaður PePsídeildin 2010 uppgjör mestu vonbrigðin? KR „Þeir fóru aldrei af stað og þegar það byrjaði þá klikkuðu þeir á örlagastundu í þremur úrslitaleikjum.“ Guðjón Þórðarson „Náðu að bjarga andlitinu seinni hluta móts en fyrri hlutinn var skelfilegur.“ Magnús Már Einarsson „Það var allt til staðar í Vesturbænum en liðið fór á taugum eins og svo oft áður.“ Henry Birgir Gunnarsson „Var spáð yfir- burðasigri á mótinu en stóð ekki undir væntingum.“ Magnús Gylfason Efnilegasti leikmaðurinn? Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV „Ein af óvæntum stjörnum sumarsins. Átti frábæra leiki í sumar og bætti sig með hverjum leik.“ Henry Birgir Gunnarsson „Steig upp undir lok móts og var einn af betri leikmönnum ÍBV.“ Magnús Már Einarsson Liðið sem kom mest á óvart? ÍBV „Mikill sigurvilji og samstaða þegar það mætti í mótið.“ Guðjón Þórðarson „Vissulega heppnir með útlendinga en Heimir náði 120 prósent út úr sínum leikmönnum í sumar og innkoma Tryggva gerði gæfumuninn.“ Henry Birgir Gunnarsson „Settu sér háleit markmið og stóðu við þau.“ Magnús Agnar Magnússon „Enginn trúði að þeir gætu náð Evrópusæti en þeir blésu á það og náðu sínu markmiði.“ Magnús Már Einarsson „Þeir sýndu ótrúlega seiglu allt mótið.“ Magnús Gylfason Besti þjálfarinn? Ólafur H. Kristjánsson, Breiðabliki „Fyrir alla þá vinnu sem hann hefur verið að skila.“ Guðjón Þórðarson „Lætur sitt lið spila frábæran fótbolta. Það verst líka vel og hefur sýnt mikinn þroska í sumar.“ Henry Birgir Gunnarsson „Hann gerði unga drengi að mönnum.“ Magnús Agnar Magnússon „Mikill pælari og lét liðið spila skemmtilegan fótbolta.“ Magnús Gylfason Hver slær í gegn á næsta ári? Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki „Stígur upp úr gríðarlega góðum hópi ungra leikmanna í Breiðabliki. Mjög klár fótboltamaður.“ Magnús Agnar Magnússon „Mikið efni og svolítið óútreiknanlegur.“ Magnús Gylfason Fréttatíminn gerir upp nýafstaðið tímabil í Pespsídeild karla í fótbolta. Breiðablik varð Íslands- meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins og Alfreð Finnbogason varð markakóngur með 14 mörk. 40 fótbolti Helgin 1.-3. október 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.