Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 46
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefin út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Þegar maður kemur í fyrsta sinn heim til fólks eru það ekki nema sjálfsagðir mannasiðir að gera grein fyrir sér. Það er því við hæfi að leggja þennan fyrsta pistil undir kynningu á okkur sem stöndum að baki Fréttatímanum, blaðinu sjálfu og af hverju við teljum þörf fyrir útgáfuna. Fréttatíminn er helgarblað sem kemur út í 82 þúsund eintökum á föstudags- morgnum og er borið ókeypis heim til íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið fer líka í stóru upplagi í morgundreifingu til Akureyrar og er auk þess í boði á sölu- stöðum N1 hringinn í kringum landið. Þeir sem af einhverjum sökum geta ekki nálgast prentútgáfu Fréttatímans geta skoðað blaðið í rafrænni útgáfu á fréttatíminn.is. Það á sem sagt ekki að fara fram hjá landsmönnum að það er komið nýtt blað á prentmarkaðinn. Við á Fréttatímanum teljum að það sé djúp þörf fyrir útbreitt blað sem enginn vafi leikur á að eigi sig sjálft. Við eigum það sameiginlegt að hafa valið okkur blaðamennsku, eða vinnu við blöð á einn eða annan hátt, að ævistarfi. Við tilheyrum ekki viðskiptasamsteypu, stjórnmálaflokki eða þrýstihópi. Við erum blaðamenn og ætlum að segja fréttir. Við erum engum háð nema sjálfum okkur og auðvitað því að lesendur hafi áhuga á blaðinu. Við höfum sett okkur það markmið að Fréttatíminn verði blað fólksins. Fréttatíminn ætlar að flytja nýjustu fréttir, ítarlegar fréttaskýringar um málefni líðandi stundar og leggja sér- staka rækt við viðtöl við áhugavert fólk af öllu tagi. Fréttatíminn kemur út í bítið á föstu- dagsmorgnum og við stefnum að því að verða fyrsta blaðið sem er lesið við morgunverðarborðið en líka bjóða upp á svo efnismikið blað að það hjálpi til við að svala lestrarþorstanum alla helgina. Við starfsmenn eigum Fréttatímann 100 prósent. Félagið okkar heitir Mið- opna ehf. og eigendahópurinn er svona skipaður: Haraldur Jónasson, Jónas Haraldsson, Jón Kaldal, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Teitur Jónasson. Um fjármögnun félagsins má lesa á blaðsíðu 15. Með okkur er frábært fólk sem hefur sömu ástríðu og við fyrir blöðum. Hópinn má sjá á blaðsíðu 14. Að auki eru með okkur kanónur á borð við Pál Baldvin Baldvinsson, Gunnar Hjálmtýs- son og Gunnar Smára Egilsson, sem skýtur hér upp kollinum í því óvænta hlutverki að stýra matarsíðu blaðsins á sinn einstaka hátt. Það hefur verið sagt að vel lukkað blað sé dálítið eins og þjóð að tala við sjálfa sig. Við treystum á að þið, kæru lesendur, hjálpið okkur að móta Fréttatímann svo að hann geti orðið þannig blað. Besta leiðin til þess er að senda okkur frétta- skot og ábendingar um það sem vekur áhuga ykkar. Eyru okkar eru sperrt. Við erum að hlusta. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 46 viðhorf Helgin 1.-3. október 2010 A tvinnusköpun er eitt brýnasta verkefni á Ísland í dag. Ástæðan er sú að aukin atvinna er forsenda þess að unnt sé að leysa önnur vandamál, svo sem það að rétta af halla ríkissjóðs með breiðari skattstofnum, leysa ýmis félagsleg vandamál og auðvelda fólki í fjárhagsvanda að ná tökum á fjármálum sínum. Nýlegar rannsóknir í Danmörku og Bandaríkjunum benda til þess að mýtan um að lítil fyrirtæki skapi flest störf sé einungis hálfsönn. Nýjustu rannsóknir á þessu sviði benda til þess að það séu ung fyrirtæki sem séu mikilvægust við sköpun nýrra starfa en slík fyrirtæki stóðu t.d. undir 43% nýrra starfa í Banda- ríkjunum árið 2005. Það er mikilvægt að hugleiða þessar niðurstöður þegar litið er til þess hvernig unnt er að skapa 30 þúsund störf á næstu fimm árum líkt og Samtök atvinnulífsins hafa boðað. Erfið staða ríkissjóðs er öllum ljós og fjölgun starfa á vegum hins opinbera því þröngar skorður settar. Það liggur því fyrir að þessi 30 þúsund störf þarf meira og minna að búa til á vettvangi fyrirtækja, bæði rótgróinna fyrirtækja sem og sprotafyrirtækja. Grunnatvinnuvegir Íslendinga á síðustu öld, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrek framleiðsla, byggjast á tak- mörkuðum náttúruauðlindum. Framan- greindum greinum eru eðli málsins samkvæmt settar náttúrulegar skorður með tilliti til vaxtar og atvinnusköpunar. Með fjárfestingu í nýsköpun og mark- aðssetningu er hægt að auka verulega verðmætasköpun af hinum takmörkuðu auðlindum. Það gefur þó augaleið að ekki verða sköpuð 30 þúsund ný störf á næstu fimm árum innan framan- greindra atvinnugreina. Á undanförnum tuttugu árum hefur byggst upp þekking í nýjum sérhæfðum greinum á Íslandi þar sem fjölda fyrir- tækja hefur tekist að afla sér alþjóðlegs samkeppnisforskots. Greinar eins og lyfjaþróun, heilbrigðistækni, líftækni, sjávarútvegstækni og nú síðast tölvu- leikjaiðnaður, ásamt umhverfis- og orku- tækni, hafa byggst upp í kringum dríf- andi frumkvöðla studda af þolinmóðum fjárfestum. Fyrirtæki í ofantöldum greinum hafa skapað þúsundir vel launaðra og áhuga- verðra starfa fyrir fólk með fjölbreytta háskóla- og tæknimenntun. Störfin eru margvísleg, allt frá  rannsóknum og þróun yfir í sölu og  markaðssetningu á vörum og þjónustu sem ýmist auka fram- leiðni eða auka lífsgæði hjá viðskipta- vinum víðs vegar um heiminn. Þess utan skapa fyrirtækin dýrmætar gjaldeyris- tekjur þar sem meirihluti viðskiptavina þeirra er utan Íslands. Flestar þessara greina eru í miklum vexti á heimsvísu, ekki síst í Asíu þar sem mestum hagvexti er spáð í heiminum á komandi áratugum. Að baki árangri í rekstri sprotafyrir- tækja liggur mikil vinna, líkt og kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, for- stjóra Össurar, á Iðnþingi í vor. Orð hans lýstu vel þeirri þolinmæði sem nauðsynleg er af hálfu frumkvöðla og fjárfesta við uppbyggingu sprotafyrir- tækja. Uppskeran kann á hinn bóginn að vera ríkuleg þegar fyrirtæki kom- ast í fremstu röð á sínum sviðum líkt og fyrirtækin Össur, CCP, Calidris og Hafmynd hafa sannað. Baldur Már Helgason Verkfræðingur og sérfræðingur á fagfjárfestasviði Auðar Capital Góðir hlutir gerast hægt Ef bræðurnir á Bakka í Svarfaðardal hefðu í erfiðu ár- ferði af gáleysi og trassaskap misst megnið af bústofni sínum ofan í fjós- haug sem þeir hefðu átt að vera búnir að moka burt fyrir löngu er ekki ólíklegt að einhverjir hefðu viljað veita þeim tiltal, jafnvel dæma þá frá dýrahaldi. Alla saman. Gísla, Eirík og Helga. Og jafnvel líka bú- stýruna á heimilinu, Sölku systur þeirra, sem öll sveitin vissi að réð öllu því á búinu sem hún vildi ráða, þótt   hennar formlegi  staður væri auðvitað innanhúss (á bak við eldavélina) en ekki utan. Ef hreppsnefndin í Svarfaðardal hefði síðan ákveðið að taka Gísla ein- an á beinið og kært hann fyrir sýslu- manni en látið Eirík, Helga og Sölku afskiptalaus, er ekki ósennilegt að margt væri skrafað í dalnum um réttlæti heimsins yfirleitt og réttlæti hreppsnefndarinnar sérstaklega. Einhverjir myndu vilja halda því fram að réttast hefði verið að senda aulana alla þrjá fyrir sýslu- mann og helst systurina líka. Í umræðunni kæmu sjálfsagt fram mörg sjónarmið. Til dæmis spurn- ingin um hvort það sé siðferðilega rétt af bændum að hafa skoðanir á öðrum bændum, hvað þá að klaga kollega sína fyrir sýslumanni. Bænd- ur verða að snúa bökum saman. Eða hvort það sé ásetningsbrot hjá búskussum að beljurnar þeirra drekki sér sjálfar í fjóshaug. Engum dettur í hug að Bakkabræður og Salka systir hafi rekið fénaðinn ofan í forina sem þau höfðu ekki haft hugsun á að reyna að moka burtu. Þar fyrir utan var skíturinn í haugnum úr gripunum sjálfum en ekki þeim systkinum á Bakka.  Og svo er það verkaskiptingin á bænum. Gísli, elsti bróðirinn, var titlaður ráðsmaður og þótt hann sé bæði trúgjarn og soldið hégóm- legur er hann besta sál og engum dettur í hug að hann standi framar bræðum sínum að andlegu atgervi og geti haft vit fyrir þeim og allrasíst Sölku systur. Eiríkur var vissu- lega fjósamaður á Bakka í þeim skiln- ingi að hann átti að sjá um að mjólka kýrnar og koma nytinni í kaupfélagið og passa að týna ekki peningunum. Helgi var hins vegar titlaður kúarektor að kröfu systur sinnar sem vildi að honum væri sýnd tillitssemi á heimilinu. Kúarektors- embættinu fylgdu auðvitað engar skyldur því að öllum var ljóst að Helgi var ekki meiri stærðfræðingur en svo að hann varð að taka annarra orð fyrir því hve margir gripir væru í hjörðinni hverju sinni og Salka vildi hlífa honum við öllum áhyggjum og bað menn að vera ekki sífellt að rugla hann með nýjum og nýjum tölum.   Salka, eins og sveitin veit, er þekkt fyrir dugnað í kvenfélaginu og metnaðarfull í besta lagi, enda eyddi hún sínum heimanmundi til að sækjast eftir forfrömun er- lendis fyrir hönd þeirra systkina á Bakka og hreppsins alls, þótt sú forfrömun léti á sér standa vegna tyrkneskra klækjabragða. Öll eru þau Bakkasystkin besta fólk þótt þau séu ekki betur gefin en Guð gaf og sjálfsagt ekki við þau að sakast þótt óhönduglega hafi tekist til með búskapinn hjá þeim. Hvort sem sýslumaður sýknar Gísla eða ekki munu þau öll að lokum eignast sinn verð- skuldaða sess í sögu sveitarinnar. Öldungur einn og friðflytjandi í Svarfaðardal heldur því fram að ein af hinum framliðnu kúm sem drekktu sér í fjóshaugnum hafi birst sér í draumi og baulað eitthvað sem hljómaði annaðhvort eins og:  „Shit happens“ eða „Maybe I should have.“ Systkinin á Bakka Þráinn Bertelsson Þingmaður VG Við erum að hlusta Jón Kaldal skrifar Einhverjir myndu vilja halda því fram að réttast hefði verið að senda aulana alla þrjá fyrir sýslumann og helst systurina líka. Að baki árangri í rekstri sprota- fyrirtækja liggur mikil vinna ... Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.