Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 48
Franskbrauð með gleraugu Var
það endilega gott fyrir Björgvin G.
Sigurðsson að sleppa við Lands-
dóm? Er eðlilegt að maðurinn,
sem bar ábyrgð á bönkunum sem
bankamálaráðherra, sleppi við
ákæru? Svarið er já ef þú heitir
Björgvin G. Sigurðsson. Alþingis-
menn líta á hann sem franskbrauð,
gaurinn sem fær alltaf að vera
með og má ekki klukka. Síðan er
hann líka gaurinn með gleraugun,
þessi sem mamma þín bannaði þér
að lemja í æsku. Og hann er aftur
kominn inn á þing, bara til að vera
með.
Borgarstjóri nýtur samúðar Það
vakti athygli á dögunum þegar
forsprakkar Frjálslynda flokksins,
Guðjón Arnar Kristjánsson og
Sigurjón Þórðarson, kvörtuðu yfir
því að erfiðara væri að fá fund með
Jóni Gnarr borgarstjóra en Osama
Bin Laden. Myndi einhver heilvita
maður rýma til í dagskránni hjá sér
til að hitta þessa heiðursmenn og
ræða um hvað Ólafur F. Magnússon
gerði við styrk til flokksins frá
borginni?
Var Páll Vilhjálms ekki laus?
Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, skrifar mikla grein
um ris og fall fjölmiðla í eigu Jón
Ásgeirs Jóhannessonar, í tímaritið
Þjóðmál. Jakob F. Ásgeirsson, rit-
stjóri tímaritsins, hefur greinilega
leitað dyrum og dyngjum að manni
með yfirburða hlutlausa þekkingu
á þessum fjölmiðlum og komist
að þeirri niðurstöðu að fyrst Páll
Vilhjálmsson var ekki laus þá var
Björn Bjarnason rétti maðurinn
í verkið. Í greininni fjallar Björn
á hlutlausan og yfirvegaðan hátt
um fjölmiðlana í texta sem er
algjörlega laus við gildishlaðin orð
eins og til að mynda Baugsmiðlar.
Eru allir að misskilja þetta
Hreiðar? Hreiðar Már Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings,
sendi ráðamönnum harðort
bréf í síðustu viku þar sem hann
kvartaði yfir skort á fagmennsku
hjá íslenskum stofnunum og tiltók
sérstaklega Fjármálaeftirlitið. Var
helst á honum að skilja að starfs-
menn þar hefðu misskilið gögnin
um Kaupþing svo hrapalega að þeir
hefðu komist að þeirri niðurstöðu
að stjórnendur bankans hefðu
mögulega gerst sekir um afbrot.
Sem er auðvitað fjarstæða að mati
Hreiðars. Starfsmönnum FME er
þó vorkunn því kollegar þeirra hjá
bresku efnahagsbrotadeildinni
(SFO) og Europol virðast líka
hafa misskilið gögnin og
rannsaka nú Kaupþing hátt
og lágt.
Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa Eiríkur
Jónsson, hinn brottrekni
ritstjóri Séð og heyrt,
vann á sínum tíma á DV
undir ritstjórn Jónasar
Kristjánssonar. Jónas
hrósar Eiríki í bloggi
sínu, segir hann hafa
verið fæddan Séð og heyrt
ritstjóra og raunar einn af
bestu blaðamönnum sem
hafi kynnst. Örsjaldan hafi
hann hins vegar haft ama
af Eiríki þar sem hann hafi haft það
sem betur hljómaði. Eiríkur reyndi
þanþol fleiri ritstjóra en Jónasar og
í því ljósi er fróðlegt að lesa kveðju
Eiríks sem segir helsta afrek sitt
hafa verið að innleiða almennar og
viðurkenndar verkreglur sóma-
kærra fjölmiðla sem vilja hafa það
sem sannara reynist. „Maður er
alltaf að reyna að segja satt,“ segir
Eiríkur og það virðist hafa tekist því
hann segist hafa komist upp með
„þessi ósköp“ án málaferla.
Lok, lok og læs Dýru góðæris-
mannvirkin eru nú tekin í notkun
hvert af öðru, Landeyjahöfn á liðnu
sumri, Bolungarvíkurgöng um síð-
ustu helgi og Héðinsfjarðargöngin
á morgun. Öll voru mannvirkin dýr
og umdeild en ofurríkir Íslendingar
þess tíma tóku slaginn. Látum það
vera. Verra er ef fíniríð virkar ekki.
Alkunna er að Landeyjahöfn hefur
verið lokuð dögum saman vegna
sandburðar. Herjólfur strandar ef
hann hættir sér inn fyrir hafnar-
kjaftinn. Reiknað var með að sand-
mokstur úr höfninni kostaði 30
milljónir á ári en nú hefur komið
í ljós að moksturinn kostar 30
milljónir á mánuði. Sama er uppi á
teningnum fyrir vestan. Bolungar-
víkurgöngin lokuðust a.m.k. í
tvígang í vikunni þegar kviknaði á
lokunarljósum og slár fóru niður.
Rafmagnsbúnaður ganganna er
til skoðunar. Spurningin er bara
hversu lengi opið verður í Héðins-
fjörðinn eftir að Ögmundur og
Möller klippa á borðann?
Evrópubandalagssíða á musteri
tónlistarinnar Á spjallþráðum á
Eyjunni vakti, Arnþór Jónsson selló-
leikari, fyrrum stjórnarmaður í Sin-
fóníunni athygli á Evrópubandalags
slagsíðu á dagskrá Hörpu fyrstu
vikurnar: Óðurinn til gleðinnar,
hinn formlegi þjóðsöngur Evrópu-
ríkja, væri fyrsta verk sem hljómaði
í Hörpunni og í sumar yrði söng-
leikurinn eftir júrókratana í Abba
á verkefnaskránni. Það verður
Askenasí sem stjórnar Óðnum en
Óskar Einarsson sem kunnastur er
af stjórn Gospelkórsins mun fyrstur
sveifla sprotanum í gryfju Hörpu.
48 viðhorf Helgin 1.-3. október 2010
Um daginn birtist skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna, hverrar
niðurstaða þarf ekki að koma
neinum á óvart sem fylgist með
þjóðmálaumræðunni, nema ef vera
skyldi sú staðreynd hversu margir
taka ekki afstöðu. Þetta er þróun
sem sést hefur í öllum könnunum frá
hruni. Sú vantrú og það vantraust
sem stjórnmálamenn búa við virðist
alls ekki vera að minnka, heldur
aukast ef eitthvað er. Þegar ég flutti
mína síðustu ræðu á Alþingi 31. maí
síðastliðinn gerði ég einmitt þetta
vantraust að umtalsefni. Þar ræddi ég
mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar
og stjórnmálastarf tæki breytingum
á næstunni en til að breyta
vinnubrögðum og endurvekja traust
þyrftu margir að líta í eigin barm.
Nú eru kosningar til
stjórnlagaþings fram undan en
kjördagur hefur verið ákveðinn
27. nóvember og þingið á að koma
saman eigi síðar en 15. febrúar
2011 og ljúka störfum fyrir vorið.
Framboðsfrestur þeirra sem hyggjast
bjóða sig fram rennur út hinn 18.
október, eftir tæpar þrjár vikur. Enn
hefur afar lítil umræða farið fram
um þessar kosningar en ég tel mjög
mikilvægt að vel takist til með þær.
Vegna þess hvernig stjórnarskráin er
getur stjórnlagaþing einungis verið
ráðgefandi þannig að á endanum
mun alltaf koma til kasta Alþingis að
afgreiða þær tillögur sem koma frá
stjórnlagaþingi. Á þingið munu veljast
minnst 25 og mest 31 einstaklingar og
skulu þeir kosnir persónukosningu
eins og segir á vefnum kosning.is þar
sem hægt er að kynna sér verkefni
stjórnlagaþings og fræðast um
praktísk mál varðandi framboðsfresti,
það hvernig fólk ber sig að við að
tilkynna um framboð o.s.frv. Allt
er þetta hið besta mál. Þar kemur
jafnframt fram að landskjörstjórn
mun útbúa kynningarefni þar sem
hver frambjóðandi fær tækifæri til að
kynna sig með mynd og í rituðu máli.
Ég verð því að segja að eftirfarandi
setning vakti athygli mína:
“Kostnaður hvers frambjóðanda
vegna kosningabaráttu má að
hámarki nema 2 millj. kr.”.
Við virðumst enn vera föst í gamla
prófkjörsfyrirkomulagi flokkanna
sem ég tel algerlega úrelt fyrirbæri.
Ef allir eiga að sitja við sama borð
á einfaldlega að láta nægja þetta
sameiginlega kynningarefni.
Frambjóðendur geta skrifað í blöð
og svo er það einfaldlega þannig að
sumir eru þekktari andlit en aðrir og
munu líklega njóta þess. En í guðanna
bænum, hættum að tala bara um
lærdóm af hruninu, lærum af slæmri
reynslu peningaprófkjara og förum að
breyta vinnubrögðum og endurvekja
traust. Aðeins þannig komumst við
upp úr hugsunarhætti þeim sem setti
okkur á hausinn.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
er sagnfræðingur
Ef allir eiga að
sitja við sama
borð á einfaldlega
að láta nægja
þetta sameiginlega
kynningarefni.
Kosningar eftir tvo mánuði
Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040
w w w . h i r z l a n . i s
Tilboð 49.900,-
Fullt verð 66.900,-
hlynur, beyki og hvitt
Tilboð 79.900,-
Fullt verð 108.600,-
kirsuber og coffee
Ti
lbo
ð
Ti
lbo
ð
Tilboð 75.700,-
Fullt verð 126.200,-
Tilboð 39.300,-
Fullt verð 78.600,-
-5
0%
Hæðarstillanleg (handsnúin) skrifborð í hnotu
Rýmingarsala
rýmum fyrir nýjum vörum
Tilboð 15.500,-
Fullt verð 20.300,-
beyki og hvitt
-4
0%
af
V
ii
wa
v
eg
gs
am
st
æð
um
í
hl
yn
o
g
hv
ít
u
Tilboð 47.300,-
Fullt verð 78.800,-
30
%-4
0%
af
ö
ll
um
F
le
x
f
at
as
ká
pu
m
Ti
lbo
ð
Fært til bókar