Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 56
Lene Kaaberböl hin danska hefur skrifað býsn. Skamm- ara-fjórleikur hennar kom út á íslensku fyrir fáeinum árum og því miður misstu mörg eldri börn og unglingar af þeim sögum. Þá hefur hún unnið stelpusögur, fantasíur sem Edda gaf út á síðasta bólutíma. Smellur sumarsins og sá krimmi sem reyndist mest spennandi í mínum lestri var samstarfsverk Kaaberböl og Agnete Friis frá 2008, Barnið í Ferðatöskunni. Við lesum ekki krimma fyrir stíl nema þá íslensku sem eru nú ekkert víravirki í stíl, svona yfirleitt, heldur einhver gömul uppsuða úr Hemingway, þýðendur eru ekki mikið að vinna textaþýðingar sínar á spennusögum sem einhver bókmenntaleg afrek, markmiðið er að þetta sé læsilegur texti. Sumir bera skýr höfundarein- kenni, það á við um Vargas hér til hliðar að því sagt er í umfjöllunum víða þegar þýðingar eru mældar. Barnið er prýðilega framborin afþreying, sann- færandi persónugallerí af ósköp hversdagslegu fólki sem við leggjum trú á og skiljum í þeirra markmiðum og gerðum. Plottið er sannfærandi og vel undirbyggt og atburðarásin látlaus, þýtur áfram á hraðri framvindu að endalokum sem vofa yfir lesandanum. Þýðingin er prýðilega læsileg enda er Kaaberböl vel heima í skrifum afþreyingartexta. -pbb Bókadómur Barnið í ferðatöskunni kaaBerBöl & riis Meistari njósnasögunnar, John le Carré, hefur sent frá sér nýja sögu: Our Kind of Traitor, og kom hún út hinn 16. september beggja vegna Atlantshafsins og hefur fengið mikið lof. Þar segir frá ungu menntuðu pari sem fer í frí til Antigua í Karabíska hafinu á ódýrum tíma. Heima í Englandi er kreppa. Þar kynnast þau fyrir til- viljun Dima, rússneskum auðkýfingi sem á stóra sjávar- lóð á eynni, ber demantskreytt úr og tattú á þumlinum. Fundur þeirra virðist vera hrein tilviljun og hann vill spila við þau tennis. En svo vill hann meira. Hjónakornin hrekjast frá Antigua til Parísar, til Sviss og heim til London þar sem þau kynnast nánum böndum leyniþjónustu Breta og fjármálalífsins. -pbb Langt er um liðið síðan stjarna Peters Höeg hins danska reis hæst með sögunni af Smillu og sporum í snjónum. Sagan kom fljótt út í íslenskri þýðingu, bundin og í kilju, og í kjöl- farið fylgdu þýðingar á tveimur sögum hans, Hugsanlega hæfir og Konunni og apanum, báðar um miðjan síðasta áratug. Nýjasta sagan hans Elefantpassernes börn kom út um miðjan september og eru gagnrýnendur danskir heldur hressir með söguþráð og stíl: Sagan er sögð flugeldasýning enda sögumað- ur bara fjórtán í leit að foreldrum sínum sem eru horfnir sporlaust. -pbb John le Carré í fantaformiPeter Höeg snýr aftur Sjón var á forsíðu og í aðalviðtali bókablaðs Politiken um síðustu helgi. Tilefnið var útgáfa skáldsögu hans Rökkurbýsna á dönsku. sjón í politiken Smellur ársins, hingað til lene kaaberböl agnete friis  Barnið í ferðatöskunni Kaaberböl & Riis Ólöf Eldjárn þýddi 339 bls. Mál og menning 2010 56 bækur H elg in 1 . -3 . o k tó b e r 2 010 Lorem ipsum dolor sit amet: consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et Lorem ipsum dolor sit amet: consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et Tillaga A2 „Þú hefur ekki gaman af reyf- urum,“ sagði krimmahöfundurinn þungbúinn. „Úps,“ hugsaði ég en sagði ekkert. „Þeir eru þá svona líka, vilja bara hrósið.“ Lesbunki sumarsins var mestan- part reyfarar: Berlínarsögur Philips Kerr hafði ég lesið komplett og haft gaman af. Eitthvað fleira sem var svo lítið minnisstætt að það var runnið úr greipum hugans. Jú, ein- hvern gamlan Ameríkana sem Guð- mundur Andri sagðist hafa sokkið í, en allt hitt var gleymt. Lesum við ekki annars reyfara til að gleyma stund og stað, hverfa í hið klisju- fulla umhverfi einfaldra mála með skýrum örlögum og einföldum persónum í leit að skemmtun og afþreyingu? Franskur krimmi í öðrum dúr Haustsprettan í reyfurum ætlar að verða ríkuleg og suma þeirra hef ég þegar lesið mér til gamans: Vargas hin franska er aftur komin á stjá hér á landi í löggusögu, þeirri þriðju sem þýdd er af Guð- laugi Bergmundssyni á íslensku. Þríforkurinn heitir hún og Bjartur gefur út. Hún kom út á frönsku 2004, en eftir að Guðlaugur fékk áhuga á að þýða sögur Vargas, gaf þær reyndar út sjálfur fyrst, hafa birst hér sögurnar Kallarinn frá 2001 og Varúlfur frá 1999. Enginn af þessum titlum er í samræmi við frönsku heitin. Sögurnar þrjár eru athyglisverð viðbót í löggusögurnar sem flest- um eru kunnar frumsamdar eða þýddar í íslenskum útgáfum. Hér er Adamsberger fyrirferðarmestur eins og í fyrri bókunum, rannsókn- arlögga sem lætur stýrast af tilfinn- ingu fyrst og fremst. Vargas er flink í plottunum og sækir gjarna inn á sérsvið fræðasamfélagsins. Hún er menntaður miðaldafræðingur og hefur starfað við rannsóknir, meðal annars á smitsögu svartadauða. Þríforkurinn lýsir leit: Adamsber- ger hefur í áratugi fylgst með ferli fjöldamorðingja og hefur vissu fyrir því hver hann er, en aldrei hefur löggunni tekist að fanga þrjótinn, enda er sá grunaði búinn að hvíla í helgri gröf í sextán ár. Adams- berger er bundinn hinum grunaða og á honum hefnd að gjalda. Sagan fer fram í París og í Kanada þar sem þráðurinn verður býsna strekktur eftir langan slaka í fyrri hlutanum. Þar kemur mest á óvart löggukon- an þumbaralega, Retancourt. Sögur Vargas eru gerólíkar norrænu og engilsaxnesku löggu- sögunum og okkur sem gleypum stóra skammta af svona stöffi eru þær kærkomin tilbreyting frá hinu hefðbundna formi. Sannar þýskar sögur Á sjötta og sjöunda áratugnum gáfu smáprent út þýðingar á amer- ískum tímaritum af ódýrari sort- inni, svokallaðan „pulp“ litteratúr sem dró heiti sitt af pappírnum sem var gjarna af ódýrustu sort, gulnaði fljótt, var auðrifinn og molnaði á endanum. þá var til mánaðarrit sem bar heitið Sönn sakamál með frásögnum af amerískum misindis- mönnum – sannar sögur. Í Neon-seríu þeirra Björtu er nú komin út smábók, 201 blaðsíða að lesmáli, sem geymir fallega stílaða þýðingu Bjarna Jónssonar á met- sölubók þýskri sem er sama eðlis þótt umbúðirnar séu – fágaðar. Höfundurinn, eða skrásetjari væri nær að kalla hann, Von Schirach er sagður „stjörnulögfræðingur“ – víða gætir áhrifa Eiríks Jónssonar blaðamanns en að hann verpti í málvitund höfunda baksíðutexta Bjarts – aldrei sá ég það fyrir. Nema þessi Von hefur tínt saman nokkrar reynslusögur sínar úr réttarkerfinu þýska þar sem hann hefur náð sínum stjörnuljóma, væntanlega með lagaklækjum, brugðist trún- aði skjólstæðinga og hent örlögum þeirra sviplegum á bók. Og eins og gjarna er með hina fáránlegu hend- ingu, sem oft ræður í lífi misindis- manna, hin grimmu örlög, mis- kunnarleysið sem þeir grípa gjarna til í villum sínum og þeir hafa sumir mátt þola von úr viti, þá eru þessar sönnu sögur skemmtileg lesning og hrollurinn sterkur sem grípur lesandann þegar kverinu er lokið og smánartilfinningin grípur um sig yfir þessari furðulegu glápþörf á annarra óhamingju. Mér skilst þau Björtu hafi selt kverið í kíló- avís. En er þetta Neon? Reyfarakaup í haustuppskerunni Löggusögur eru víða í blóma. Þegar eru komnar fram á þessu ári fínar þýðingar á krimmum meðal annars frá Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. fred Vargas hin franska er menntaður miðaldafræðingur en afkastamikill spennusagnahöfundur.  Glæpir Ferdinand von Shirach Bjarni Jónsson þýddi 205 bls. Bjartur 2010  Þríforkurinn Fred Vargas Guðlaugur Bergmundsson þýddi 438 bls. Bjartur 2010. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.