Fréttatíminn - 01.10.2010, Page 66
66 dægurmál dægurmál 67 Helgin 1.-3. október 2010 Helgin 1.-3. október 2010
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
4
X
0
2
1
0
2
0
1
0
GRÍPTU GÆSINA
Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 24 milljónir.
Leyfðu þér smá Lottó!
02/10 20
10 | WW
W.LOTTO
.IS
MILLJÓNIR
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á
facebook.com/lotto.is
Jón Ragnar Jónsson
sendir frá sér nýtt lag
í dag sem hann samdi
með Kristjáni Sturlu
Bjarnasyni píanólei-
kara. LjóSm./Hari
Þ egar Jón er spurður út í það hvort hann ætli að hasla sér völl í Ameríku vill hann gera sem minnst úr því. „Ég var auðvitað í
námi þarna í Bandaríkjunum og þetta er kannski
bara ein leið fyrir mig til að hitta vini mína
þarna úti. Þeir hafa verið duglegir að koma upp
giggum fyrir mig þannig ég hef getað farið út að
spila. Eins og staðan er í dag virðist þetta ætla að
ganga vel hér á Íslandi og látum það bara duga í
bili. Það er samt þannig að landið er lítið og það
verður að velja og hafna hvar maður vill vera
hverju sinni. Ef maður er alls staðar fær fólk fljótt
leið á manni og það er ekki gott.“
Í gegnum vin sinn komst Jón í kynni við konu
í New York sem rekur almannatengslafyrirtæki
og hélt nokkra tónleika þar ytra síðastliðið haust.
„Þessi kona er ágætlega tengd í þessum bransa og
kom upp nokkrum tónleikum sem heppnuðust
vel hjá okkur. Það er óneitanlega skemmtileg
lífreynsla að koma fram í New York.“
Hvernig er síðan hjúskaparstaðan hjá þessum
unga manni, er hann á lausu eða frátekinn? „Ég
er frátekinn og á alveg yndislega kærustu. Við
höfum verið saman frá því að við vorum 16 og
17 ára og ýmislegt hefur reynt á okkar samband.
Það stóð til dæmis af sér fjarbúð í þrjú ár á meðan
ég var erlendis í námi þannig að það heldur
eflaust allt,“ segir Jón og fer nett hjá sér en er
alveg viss um hvar hjarta hans á heima.
Nýtt lag frá Jóni fer í spilun í dag, föstudag.
Það heitir „When you´re around“ eða „Þegar þú
ert nálægt“!
„Þetta er svona „main stream“ metnaðarfullt
popplag eins og við höfum verið að gera, ég og
Kristján Sturla Bjarnason sem spilar undir á
píanó.“ Spurður hvort plata sé í vændum svarar
Jón að þeir félagar hafi vissulega rætt þann mögu-
leika. „Við eigum nóg af lögum og það hefur
gengið mjög vel hjá okkur að undanförnu, en
við teljum það of mikið stress að ætla að henda í
plötu fyrir jólin. Við stefnum því að útgáfu á plötu
með vorinu.“
Rísandi stjarna
Jón Ragnar Jónsson er skærasta stjarnan í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir.
Það sem margir vita þó ekki um þennan unga mann er að hann er menntaður hag-
fræðingur frá Boston University, lauk þar námi á skólastyrk, spilandi fótbolta og
hefur haldið þó nokkra tónleika þar vestanhafs.
FjölhæFur jónsson Er mEð marga bolta á loFti
Auður Eva
Auðunsdóttir
audur@frettatiminn.is
M ér finnst hún alveg sjúklega falleg,“ segir söngvarinn sam-
kynhneigði, Daníel Óliver, um dálæti
sitt á þokkadísinni Ásdísi rán. Daníel
Óliver setti færslu á Facebook-síðu
Ásdísar þar sem hann bað hana að
hætta að setja inn myndir af sér sem
fengju hann til að langa til að hætta
að vera hommi.
„Ef einhver gæti afhommað mig þá
væri það hún,“ segir Daníel Óliver og
hlær.
„Hún er falleg og sterkur karakter.
Svona kona sem kemur sér áfram sjálf.
Ég ber mikla virðingu fyrir henni ,“
segir Daníel Óliver.
Hann skilur ekki þá gagnrýni sem Ás-
dís Rán hefur fengið á sig. „Fólk fattar
hreinlega ekki hvað hún hefur gert.
Hún hefur búið til fyrirtæki úr sjálfri
sér. Geri aðrir betur.“
Hann er þó ekki á leiðinni yfir í hitt
liðið eins og það er orðað. „Nei, ekki
enn sem komið er.“ -óhþ
„Ef einhver gæti afhommað mig
þá væri það Ásdís Rán“