Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 72

Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 72
HELGARBLAÐ Missti af Spaug- stofunni en undrast ekki áhorf Spaugstofan var sýnd í fyrsta sinn síðastliðinn laugardag á Stöð 2. Þátturinn var sýndur í opinni dagskrá og fékk um 50% áhorf. Hjá Stöð 2 í Skaftahlíðinni ríkir mikil ánægja með áhorfið en Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að það hafi ekki komið sér á óvart. „Ég missti reyndar af þættinum en áhorfið kemur ekki á óvart. Það er svipað og það var hjá okkur í fyrra og árin á undan,“ segir Páll sem lofar því að hann horfi þáttinn. „Ég verð mér úti um þátt- inn. Ég vil sjá hvernig strák- arnir pluma sig á nýjum stað.“ Árituðu bækur í einn og hálfan tíma Handboltakappinn Logi Geirs- son og blaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson, sem skrifuðu í sameiningu atvinnu- mannssögu Loga, 10.10.10, fengu fljúgandi start á fyrsta söludegi bókarinnar á sunnudag. Þeir sátu sveittir í einn og hálfan tíma og árituðu bækur af miklum móð. Eftir því sem næst verður komist ljúka höfundar venjulega áritun á hálftíma. Logi og Henry munu leggja land undir fót um helgina og árita bækur bæði í Eymunds- son á Akureyri og á Húsavík. Hrósið… ... fær Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska U-21 árs landsliðsins, fyrir tvö frábær mörk gegn Skotum á mánudag sem tryggðu íslenska liðinu sæti í úrslita- keppninni í Danmörku næsta sumar.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Á siminn.is sérðu hvort þitt heimili hefur aðgang að Sjónvarpi Símans. Til að ná Sjónvarpi Símans þarf að hafa ADSL tengingu hjá Símanum. Mesta úrval landsins heima í stofu Það er Fyrir aðeins 790 kr. á mánuði færðu opnu, íslensku stöðvarnar og þrjár erlendar. Einnig færðu SkjáBíó þar sem þú getur leigt þér þúsundir bíómynda og auk þess séð sjónvarpsþætti og úrval efnis á 0 kr. Fáðu þér Sjónvarp Símans í 800 7000, á siminn.is eða í næstu verslun. Sjónvarp Símans: Sími Netið Sjónvarp E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 5 5 Sá svalasti í myndlistinni Hann lítur út eins og söngvari í rokkhljómsveit en undir öllu húðflúrinu og svölu yfirborðinu leynist ein mesta myndlistar- stjarna Norðurlandanna. Norðmað- urinn Gar- dar Eide Einarsson opnar stóra sýningu í Hafnarhús- inu í næstu viku og mun sýna þar skúlptúra, ljósmyndir, skjáverk og fleira, sem unnið er undir áhrifum frá götulist og pönktónlist. Gardar er af íslenskum ættum. Faðir hans er virtur bókaútgef- andi í Ósló en sjálfur býr hann og starfar jöfnum höndum í Tókýó, New York og Ósló.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.