Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Qupperneq 16
fimmtudagur 10. maí 200716 Sport DV Teitur Örlygsson er tekinn við þjálfun körfuboltaliðs Njarðvíkur: Ætlar að taka bikarana frá Reykjavík Teitur Örlygsson hefur skrif- að undir samning við körfuknatt- leiksdeild Njarðvíkur og mun hann taka við þjálfun liðsins. Einar Árni Jóhannsson sem var þjálfari Njarð- víkinga lét af störfum fyrir stuttu eftir að hafa haldið um stjórnar- taumana hjá liðinu í þrjú ár. Teit- ur lýsti fljótt yfir áhuga sínum á að taka starfið að sér og má segja að hann hafi fengið ósk sína uppfyllta. „Ég er mjög spenntur fyrir starf- inu enda mikill metnaður í Njarð- vík,“ sagði Teitur við DV en hann varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík sem leikmaður. Hann segir að einhverjar breytingar muni að sjálfsögðu fylgja þjálfaraskipt- unum en þær verði ekki mjög stór- vægilegar. „Þetta verður nú ósköp hefð- bundið en ég mun að sjálfsögðu koma inn með mínar áherslur. Það verða alltaf vissar breytingar með þjálfaraskiptum. Það verður lagt kapp á að halda sama mannskap og í framhaldi af því verður skoðað með Bandaríkjamann og hvort við styrkjum okkur með Evrópumanni. Ég er svo nýtekinn við að maður getur lítið sagt núna. Það verða sjö strákar í landsliðsverkefnum í sum- ar svo ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af forminu á leikmönn- um.“ Samningur Teits er til tveggja ára. Íslenski körfuboltinn er á mik- illi uppleið og nýliðið tímabil var eitt það skemmtilegasta í manna minnum. Njarðvík keppti við KR um Íslandsmeistaratitilinn í vetur en Reykjavíkurliðið hafði þar bet- ur. „Það er virkilega spennandi að koma inn í þetta núna eftir þennan frábæra vetur. Báðir bikararnir eru í Reykjavík og það er viss áskorun fyrir okkur á Suðurnesjunum. Það er svo langt síðan bikararnir voru báðir í bænum að ég bara man ekki hvenær það var,“ sagði Teitur Örlygsson, ákveðinn í að endur- heimta Íslandsmeistaratitilinn til Njarðvíkur. elvargeir@dv.is Teitur tekinn við teitur Örlygsson er mjög spenntur fyrir nýja starfinu. enska úrvalsdeildin Chelsea - Man. United 0-0 Staðan Lið L U J T M S Man.Utd. 37 28 5 4 83:26 89 Chelsea 37 24 10 3 63:23 82 Liverpool 37 20 7 10 55:25 67 Arsenal 37 19 10 8 63:35 67 Everton 37 15 12 10 51:35 57 ---------------------------------------------- Sheff. Utd. 37 10 8 19 31:53 38 West Ham 37 11 5 21 34:59 38 Wigan 37 9 8 20 35:58 35 Charlton 37 8 9 20 32:58 33 Watford 37 5 12 20 28:58 27 Ítalski bikarinn Roma - Inter Milan 6-2 1-0 (1.) Totti, 2-0 (5.) Rossi, 3-0 (16.) Perrotta, 3-1 (20.) Crespo, 4-1 (31.) Mancini, 5-1 (54.) Panucci, 5-2 (56.) Crespo, 6-2 (89.) Panucci. Úrslit helgarinnar deildarbikar karla Í handbolta HK - Stjarnan 29-28 Markahæstu menn HK: Augustas Strasdas 8 Valdimar Þór Þórsson 8 Varin skot: Egidius Pektevisius 18 Markahæsti maður Stjörnunnar: Guðmundur Guðmundsson 6 Varin skot: Roland Eradze 22 Meistarakeppni ksÍ - kvenna Valur - Breiðablik 8-1 Mörk Vals: Margrét Lára Viðarsdóttir 5, Vanja Stefanovic, Rakel Logadóttir og Guðný Óðinsdóttir. Mark Breiðabliks: Sjálfsmark. spænska bikarinn - undanúrslit Sevilla - Deportivo 2-0 1-0 (3.) Duda, 2-0 (34.) Chevanton. holland - Meistaradeildarsæti Heerenveen - Ajax 1-0 Twente - AZ Alkmaar 1-1 - Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahóp AZ Alkmaar. franska úrvalsdeildin Sochaux - Monaco 2-1 Bordeaux - Nantes 0-1 Lille - Sedan 2-1 Lorient - Auxerre 2-1 Marseille - Nancy 2-1 Nice - PSG 1-0 Troyes - Rennes 2-2 Valenciennes - St. Etienne 1-0 Lyon - Lens 3-0 Staðan Lið L U J T M S Lyon 35 22 9 4 58:25 75 Lens 35 15 11 9 47:35 56 Bordeaux 35 16 8 11 37:30 56 Marseille 35 16 7 12 48:36 55 Sochaux 36 14 12 10 43:43 54 Toulouse 36 15 8 13 41:41 53 Rennes 35 13 13 9 31:26 52 St.Etienne 35 14 7 14 51:46 49 Auxerre 35 11 15 9 35:37 48 Lille 35 12 10 13 41:39 46 Lorient 35 11 13 11 30:34 46 Nancy 35 12 10 13 31:38 46 Monaco 36 11 12 13 42:38 45 Le Mans 35 10 14 11 40:42 44 PSG 36 10 13 13 39:40 43 Valencien. 35 10 9 16 33:44 39 Nice 35 8 14 13 30:37 38 Troyes 35 8 11 16 33:50 35 Sedan 35 7 13 15 44:54 34 Nantes 35 6 13 16 27:46 31 danska úrvalsdeildin AaB - Nordsjælland 1-1 Bröndby - FC Köbenhavn 0-1 Randers - OB 1-2 Silkeborg - AC Horsens 1-1 - Bjarni Ólafur Eiríksson byrjaði inni á hjá Silkeborg en var skipt út af á 77. mínútu. Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson komu ekki við sögu. Vejle - Esbjerg 3-0 Viborg - FC Midtjylland 0-1 Leikur HK og Stjörnunnar í Digra- nesi var mögnuð skemmtun. Ljóst var frá upphafi að leikmenn liðanna ætl- uðu að leggja sig virkilega fram. Það var vel mætt í Digranes og létu stuðn- ingsmenn liðanna vel í sér heyra. HK byrjaði leikinn betur og komst í 5-3 þegar 10 mínútur voru búnar af leiknum. Athygli vakti að Tite Kalad- adze stórskytta Stjörnunnar byrjaði á bekknum en var settur inn á þegar staðan var 7-7 og korter búið. Það hallaði verulega á Stjörnuna nánast frá upphafi í dómgæslu í leikn- um. Tite var rekinn í bað þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleikn- um við dræmar undirtektir gestanna. Tite fór vissulega óvarlega í Augustas Strazdas og olnbogi hans rakst vissu- lega í andlit Strazdas. En að segja að þetta hafi verið vísvitandi var klárlega rangur dómur. Það sem eftir var af hálfleiknum virtist sem leikurinn ætlaði að enda í einni allsherjarvitleysu en mik- il spenna var bæði í leikmönnum og áhorfendum. Jafnt var á flestum töl- um og varð sú raunin þegar gengið var til leikhlés 16-16. Stjörnumenn fengu lokatækifæri til að komast yfir úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn en Patrekur Jóhannesson tók auka- kastið og þrumaði beint í andlit Ragn- ars Njálssonar. Lá hann óvígur eftir í töluverða stund en hann og Patrekur skildu sáttir og tókust í hendur. Enda þegar atvikið var skoðað að nýju, þökk sé RÚV, mátti sjá að um algjört óvilja- verk var að ræða. Síðari hálfleikur var frábær skemmt- un sem bauð upp á allt sem góður handboltaleikur hefur upp á að bjóða. Dramatík, spennu, umdeild atvik og sigurmark skömmu fyrir leikslok. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en HK jafnaði og þannig var saga leiksins þangað til að 20 mínútur voru eftir. Þá hrökk Roland Valur Er- adze í gang og hreinlega lokaði mark- inu. Stjarnan gekk á lagið og komst yfir, fyrst einu marki, svo tveimur og loks þremur 20-23 en þetta var í fyrsta sinn sem liðin slitu sig eitthvað hvort frá öðru. HK-menn voru þó ekki á þeim buxunum að játa sig sigraða. Með vilj- ann að vopni náðu þeir að jafna í 25-25 og allt á suðupunkti í Digranesi. Enn hallaði verulega á í dómgæsl- unni og var kominn verulegur pirring- ur í leikmenn og áhorfendur Stjörn- unnar. Slík voru lætin að lögreglan lét sjá sig minnug slagsmálanna sem urðu í bikarúrslitaleiknum á milli Stjörn- unnar og Fram. Þegar ein mínúta var eftir var Stjarnan með boltann og staðan 28- 28. David Kekelia fór þá á vörnina og fékk dæmdan á sig ruðning sem þótti skrítinn dómur. HK fékk boltann og rúmri hálfri mínútu fyrir leikslok fór Tomas Eitutis inn og fékk víti. Atvik- ið var keimlíkt því sem Stjarnan fékk á sig ruðning fyrir og nú fyrst urðu Garð- bæingar reiðir. „Jesús minn góður, að leggja allt þetta erfiði á sig og fá svona dómgæslu í andlitið,“ mátti heyra frá bekk Stjörnunnar. Valdimar Þórsson fór á vítalínuna og skoraði af miklu öryggi framhjá Rol- and 29-28. Kristján Halldórsson þjálfari Stjörn- unnar tók leikhlé og menn þar á bæ lögðu á ráðin. Hart var barist þessar síðustu sekúndur en það kom í hlut Arnars Theódórssonar að taka loka- skotið fyrir Stjörnuna sem fór framhjá og fögnuðu HK-menn gríðarlega þegar lokaflautið gall skömmu síðar. Sigur þeirra var ótrúlegur og liðið hengdi aldrei haus þrátt fyrir að lenda þremur mörkum undir. Það býr gríðar- legur karakter í þessu liði og verður for- vitnilegt að sjá það næsta vetur. Það er í raun ótrúlegt að Stjarnan hafi átt möguleika á að vinna leikinn. Þeir fengu varla dóm með sér og voru þeir afar ósáttir í lokin með störf þeirra Gísla Hlyns Jóhannssonar og Hafsteins Ingibergssonar. Það verður þó ekki tek- ið af HK að það vann leikinn og fagnaði deildarbikarmeistaratitlinum. Valdimar Þórsson og Augustas Strazdas voru markahæstir í liði HK með 8 mörk. Egidius Pektevisius varði 18 skot í marki HK. Guðmundur Guðmundsson skor- aði 6 mörk fyrir Stjörnuna og Elías Már Halldórsson bætti 4 mörkum við. Rol- and Eradze varði 22 skot. „Þetta var svakalegt og karakterinn í lokin er ólýsanlegur,“ sagði glaður og ánægður Gunnar Magnússon, aðstoð- arþjálfari HK eftir leikinn. „Í hvert ein- asta skipti sem við höfum tapað leik eða stigi þá höfum við komið til baka og unnið. Þetta er ótrúlegur karakter og við höfum aldrei tapað tveimur stig- um í röð í allan vetur. Roland var okk- ur erfiður en við gáfumst aldrei upp og þetta er frábær endir á frábæru tíma- bili. Þetta er annar titill HK frá upphafi og fyrir félagið er þetta gríðarlega mik- ilvægur titill. Menn ætluðu sér þessa dollu.“ Þeir dæma ruðning hér í restina en dæma síðan víti við alveg eins að- stæður,“ sagði ósáttur Kristján Hall- dórsson, þjálfari Stjörnunnar. Að- spurður hvort dómararnir hefðu tapað leiknum fyrir Stjörnuna sagði Kristján svo ekki vera. „Við erum rosalega uppteknir af dómgæslunni núna en nei. Við áttum að vinna þennan leik í restina en þetta féll ekki okkar megin.Ég óska bara HK til hamingju með dolluna.“ benni@dv.is HK fagnaði sigri í deildarbikarnum eftir magnþrunginn sigur á Stjörnunni 29-28. Dóm- arar leiksins komu mikið við sögu stÁltaUgar ValDiMars trYggÐU hK sigUr Lagana verðir Lögreglan lét sjá sig og var við öllu búin. Í borgaralegum klæðum tite Kaladadze fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og horfði á síðari hálfleik í borgaralegum klæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.