Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2007, Side 27
Ilmur frá Aguilera Söngkonan Christina Aguilera setur á markað ilmvatn á næstunni og ber það heit- ið Simply Christina Aguilera. Slæst þá söngkonan í hóp kvenna á borð við Britney Spears og Mariah Carey, en báðar hafa þær mark- aðssett ilm undir eigin nafni. Það er Proct- er & Gamble sem kemur ilmvatinu á markað sem mun án nokkurs vafa slá í gegn meðal ungra kvenna í Banda- ríkjunum. Þá er ilmvatnið auglýst með orðunum: „Stundum það eina sem þú þarft að klæðast.“ Nýjasta myndband Manson við lagið Heart Shaped Glasses hefst á atriði þar sem söngv- arinn og nítján ára kærastan sjást stunda samfarir. Marilyn Manson heldur áfram að sjokkera „Það var ljóst í fyrradag að þetta væri dottið uppfyrir,“ sagði Kári Sturluson í viðtali við DV á þriðju- daginn var um þær fregnir að Ísland verði ekki hluti af Live Earth - tón- leikunum eins og stóð til. Kári sem er sendiherra Live Earth á Íslandi bað blaðamann DV um að bíða með birt- ingu greinarinnar þar sem aftur væri komin hreyfing á málið en engar fregnir hafa borist af þróun mála. Live Earth eru gríðarstórir tón- leikar sem verða haldnir um allan heim 7. júlí í sumar eða 07.07.07. Tónleikarnir eru skipulagðir af sömu aðilum og héldu Live8 - tónleikana árið 2005. Live Earth - tónleikarnir standa yfir í sólarhring í sjö borgum, í sjö löndum og átti Ísland að vera áttunda borgin í áttunda landinu. Yfir 150 af þekktustu tónlistarmönn- um og hljómsveitum heims munu troða upp og er gert ráð fyrir að um tveir milljarðar muni fylgjast með tónleikunum. Ríkið svaraði ekki „Okkur hefur staðið þetta til boða síðan í desember á síðasta ári,“ seg- ir Kári um tónleikana en þeir eru haldnir til þess að vekja fólk til um- hugsunar um þann umhverfisvanda sem blasir við mannkyninu og áhrif hans. „Ísland átti að koma inn sem áttunda landið og átti að vera ákveð- inn bónus.“ Kári segir að tónleikarnir hafi í raun staðið og fallið með því hvort að íslenska ríkið hefði verið tilbúið að leggja til fé eða um 15 milljónir. Kári segir að aldrei hafi komið almenni- leg svör frá íslenskum stjórnvöldum. „Maður þakkar þó Guði að fólkið sem sá um þetta mál fyrir ríkisstjórnina sé ekki að vinna á bráðamóttökunni því þá væri maður dauður mundi maður enda þar inni,“ segir Kári glettinn um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Misstum af risatónleikum „Það hefði allavega verið eitt risa- stórt atriði á tónleikunum,“ segir Kári um þá tónlistarmenn sem hefðu hugsanlega spilað á Live Earth á Ís- landi. „Á listann hjá Live Earth vant- ar listamenn eins og Radiohead, U2, Pearl Jam, Neil Young, System of a Down og Green Day. Þessar hljóm- sveitir höfðu allar verið líklegir kandidatar eins og önnur bönd sem eru þarna inni,“ segir Kári um þær sveitir sem hefðu hugsanlega spilað á tónleikunum hefðu þeir orðið að raunveruleika. Stórtónlistarmenn á borð við Madonnu, Beastie Boys, Genesis, Smashing Pumpkins og The Police munu spila á tónleikunum svo fátt eitt sé nefnt. Fjöldi stórsveita leika á hverjum stað og því á hreinu að um stórtónleika hefði verið að ræða hefði Ísland bæst í hópinn sem átt- unda landið. „Þetta er nefnilega ekkert grín og ég vona bara að seinagangur Íslendinga í þessu máli komi ekki niður á okkur í framtíðinni,“ segir Kári að lokum. asgeir@dv.is Rokkarinn Marilyn Manson þrífst á því að sjokkera fólk eins og greini- lega kemur fram í myndbandinu við nýjasta lag hans, Heart Shaped Glasses af plötunni Eat me, Drink me. Myndbandið hefst á atriði þar sem Manson og nítján ára gömul kærasta hans eru í sveittum sam- förum. Það lítur út fyrir það að Evan Rachel sé að fá fullnægingu þar sem hún liggur nakin með varir Man- sons límdar við líkama sinn. Áður en sjálft myndbandið fer í gang birt- ist viðvörun þar sem varað er við því að myndbandið sé ekki við hæfi fólks undir sextán ára aldri. Í kjöl- farið kemur svo sjokkerandi atriði þar sem Wood og Manson keyra um á ofsahraða í blæjubíl, á meðan tek- ur söngvarinn klámfengnar mynd- ir af leikkonunni og leikur sér með hárbeittan útskurðarhníf. Því næst sést til svartmálaða söngvarans og nýju elskunnar þar sem þau veltast um á rúmi sem er þakið gerviblóði. Í lokin keyrir undarlega parið logandi blæjubíl sín út af veginum og hrapar til dauða. Það er því augljóst að hér er um að ræða gríðarlega dramatíska ástarsögu sem endar með hremm- ingum og eins og Manson einum er lagið hefur honum greinilega tekist ætlunarverk sitt, að fara aðeins yfir strikið og hneyksla áhorfendur. krista@dv.is Ætlar ekki í fangelsi Rapparinn Busta Rhymes fór nýlega fyrir rétt, en hann var kærður fyrir tvær líkamsárásir og að keyra undir áhrifum áfengis. Rapparanum var boðið að sitja ár í fangelsi fyrir glæp- ina og borga 1500 dollara sekt, en hafnaði hann því tilboði saksóknara. Lögmaður rapparans Scott Leemon hefur sagt opinberlega að kærurnar á hendur Busta séu ekkert nema hefnd af hálfu lögreglunnar, þar sem Busta hafi verið ósamvinnuþýður við rann- sókn á skotárás í fyrra, þar sem lífvörð- ur hans var myrtur. Stærstu tónleikar Íslandssögunnar fyrir bí Reykjavík verður ekki í hópi þeirra borga sem munu hýsa risatónleikana Live Earth. Kári Sturluson sendi- herra Live Earth á Íslandi segir að hljómsveitir á borð við U2, Readiohead og Pearl Jam hefðu jafnvel spilað á tónleikunum. Kári Sturluson sendiherra Live Earth á Íslandi Furðar sig á seinlegum og slökum vinnubrögðum ríkisstjórnar- innar varðandi málið. Stórtónleikar Ætli stemmingin á Klambratúni hefði orðið eitthvað í þessum dúr. Tom Yorke og Bono Kári segir jafn líklegt að annað hvor þeirra hefði komið eins og aðrir listamenn. Marilyn Manson Veltir sér uppúr blóði í myndbandinu. Einungis nítján ára Evan Rachel sést fá fullnægingu í upphafsatriðinu. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Á !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STÆRSTA ORRUSTAN ER INNRI BARÁTTAN Fyrsta stórmynd sumarsins HEIMSFRUMSÝNING SPIDERMAN 3 kl. 6 - 8 - 10.40 NEXT kl. 6 - 9 - 11 B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 11 SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 NEXT kl. 5.45 - 8 - 10.15 PATHFINDER kl. 5.45 - 8 - 10.15 HILLS HAVE EYES 2 kl. 10.30 PERFECT STRANGER kl. 8 TMNT kl. 4 - 6 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 18 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 7 ÁRA SPIDERMAN 3 kl. 5.30 - 8.30 - 11.20 PATHFINDER kl. 8 - 10.15 INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9 HILLS HAVE EYES 2 kl. 6 - 8 - 10 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 B.I. 10 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 18 ÁRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.