Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Page 9
Það mun ekkert koma í veg fyrir
fyrirhugaða byltingu Nicolas Sarkozy,
forseta Frakklands, á efnahag lands-
ins nái flokkur hans eins glæsilegum
árangri í kosningunum og útlit er fyr-
ir. Sarkozy hefur beðið kjósendur um
að veita sér góðan þingmeirihluta
svo hann geti uppfyllt kosningaloforð
sín og þeir virðast ætla að svara kalli
hans. Nýjustu kannanir sýna nefnilega
að forsetinn þarf ekki að óttast niður-
stöðu kosninganna en jafnaðarmenn
sjá fram á sinn stærsta ósigur. Sextíu
og sjö prósent franskra kjósenda eru
ánægð með störf nýja forsetans sem er
með því allra hæsta sem mælst hefur
þar í landi síðustu áratugi.
Vinnulöggjöfinni breytt
Franskir launþegar hafa síðustu ár
ekki þurft að vinna meira en þrjátíu
og fimm tíma á viku. Stjórn jafnaðar-
manna kom fyrirkomulaginu á og hef-
ur Sarkozy sagt kerfið ástæðuna fyrir
því hversu illa er komið fyrir efnahag
landsins. Atvinnuleysi mælist rúmlega
átta prósent og hagvöxtur minni en
hjá þeim Evrópuþjóðum sem Frakk-
ar bera sig saman við. Í kosningabar-
áttunni fann hann þrjátíu og fimm
stunda kerfinu flest til foráttu en sagð-
ist þó ekki ætla að hrófla við því strax.
Hins vegar er talið að ef flokkur hans
fær góða kosningu næstu tvo sunnu-
daga þá muni hann láta til skarar
skríða. Eitt af því sem hann hefur sagst
ætla að gera er að fella niður skatt á
eftirvinnu til að hvetja landa sína til að
vinna meira. Eins verða skattar lækk-
aðir enda ætlar Sarkozy sér að verða
forseti hins vinnandi manns eins og
hann hefur margoft sagt. Forsetinn
ætlar einnig að taka slaginn við sterk
verkalýðsfélög landsins. Stjórnmála-
skýrendur segja að sú staðreynd að
forsetinn valdi fólk úr röðum annarra
flokka til að gegna ráðherraembætt-
um í ríkisstjórn sinni til marks um að
hann ætli sér að ná breiðri samstöðu
um þessi mál til að minnka líkurnar á
allsherjarverkföllum og mótmælum
sem Frökkum er tamt að grípa til finn-
ist þeim á rétti sínum brotið.
Ímynd hins nýja forseta er sú að
hann sé harðduglegur vinnuþjarkur.
Hafa birst af honum myndir þar sem
hann sést skokka eldsnemma dags
áður en langur vinnudagur tekur við.
Gengur hann því undir nafninu Nike-
olas í frönskum dagblöðum. Hann
vonast til að eigin vinnusemi verði til
þess að hinn almenni Frakki hundsi
lög um hámarksvinnustundir á viku.
Yfirgnæfandi meirihluti
Fimm hundruð sjötíu og sjö þing-
sæti eru á franska þinginu. Flokk-
ur Sarkozys hefur nú 359 sæti en gæti
bætt við sig allt að hundrað sætum ef
þær spár sem hagstæðastar hafa verið
flokki hans, ganga eftir. Það myndi þýða
að Jafnaðarmannaflokkurinn fengi um
áttatíu sæti í stað þeirra 149 sem flokk-
urinn hefur nú. Það yrði mikill ósigur
fyrir flokkinn og hefur kosningabar-
átta hans síðustu daga miðast að því að
sannfæra kjósendur um að það sé engri
stjórn hollt að hafa of mikinn meiri-
hluta. Nauðsynlegt sé að stjórnarand-
staðan sé öflug til að minnka líkurnar á
misnotkun valds. Töluverðar líkur eru
á því að Ségolène Royal, mótframbjóð-
andi Sarkozys í forsetakosningunum í
vor muni falast eftir formannsstólnum
í flokknum ef fram fer sem horfir. For-
sætisráðherrann, Francois Fillon, seg-
ir hins vegar að ringulreið ríki í flokki
jafnaðarmanna og það yrði landinu
fyrir bestu ef hugmyndir forsetans og
ríkisstjórnar hans yrðu sem fyrst að
veruleika. Mikill þingmeirihluti trygg-
ir það. Fylgi við hægriflokkana hefur
ekki verið eins mikill í Frakklandi síðan
undir lok valdatíðar jafnaðarmanns-
ins Francois Mitterand. Þriðji forseta-
frambjóðandinn, Francois Bayrou,
segir útlit fyrir að hlutverk þingsins
verði aðeins að samþykkja frumvörp
ríkisstjórnarinnar á næsta kjörtímabili.
Reiknað er með að flokkur Bayrous fái
nokkra þingmenn kjörna.
Farinn að draga í land
Nú eru þrjár vikur liðnar síðan
Sarkozy tók við forsetaembættinu úr
hendi Jacques Chirac, flokksbróður
síns. Á þeim tíma hefur hann þurft að
draga í land með nokkur af kosninga-
loforðum sínum. Til að mynda aukn-
ar vaxtabætur til húsnæðiseigenda
og bann við ríkulegum eftirlaunum
stórforstjóra. Eins er útlit fyrir að það
muni reynast honum erfitt að gera
yfirvinnu skattfrjálsa. Afstaða Sar-
kozys til inngöngu Frakka inn í Evr-
ópusambandið hefur mildast á þess-
um stutta tíma og hann ætlar ekki að
standa í vegi fyrir aðildarviðræðum
þótt hann sé enn andsnúinn aðild
Tyrkja. Franskir fjölmiðlar hafa einn-
ig skammað hann fyrir að hafa ekki
rætt mannréttindamál á fundi sín-
um með Vladimír Pútín forseta Rúss-
lands á fundi þeirra í tengslum við
G8-fundarhöldin í gær eins og hann
hafði sagst ætla að gera.
Í breska blaðinu The Times er því
haldið fram að sigur Sarkozys í þing-
kosningunum muni tryggja honum
mikinn stuðning fram á haustið en þá
muni fyrst reyna á hann og vilja Frakka
til að láta hendur standa fram úr erm-
um til að rétta við efnahag landsins.
Fyrri umferð þingkosninganna fer fram
á sunnudag en sú seinni viku síðar.
DV Helgarblað
FRAKKAR FYLGJA FORSETANUM TIL HÆGRI
föstudagur 8. júní 2007 9
Forsetinn og forsetafrúin Á sama tíma og tæp sjötíu prósent frakka styðja
forsetann eru uppi sögusagnir um að hjónaband hans standi á brauðfótum.