Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Qupperneq 14
föstudagur 8. júní 200714 Helgarblað DV og dætur sínar Komið hafa upp tilvik þar sem mæð- ur seldu sig og dæt- ur sínar til þess að fjármagna fíkni- efnaneyslu. Einnig eru dæmi um vændi unglingsstúlkna. Þá fjölgar tilvikum þar sem nektarmyndum af unglingsstúlkum er dreift á netinu gegn vilja þeirra. „Tilkynningar hafa komið inn á okkar borð um að mæðgur selji líkama sinn,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmda- stjóri Barnaverndar Reykjavíkur en komið hafa upp tilfelli þar sem unglingsstúlkur stunda vændi. Að sögn Halldóru er um örfá tilfelli að ræða á síðustu sjö árum. Aðspurð um aldur unglingsstúlknanna seg- ir hún þær vera á aldrinum fjórt- án til sextán ára. Um er að ræða mæðgur sem eru í mikilli fíkni- efnaneyslu og selja sig til þess að fjármagna þann hörkulega lífsstíl. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem stúlkum er nauðgað af vinum kær- asta þeirra. Unglingar oft gerendur Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru 52 tilvik um kyn- ferðislegt ofbeldi tilkynnt til Barna- verndar. Að sögn Halldóru eru þessi tilvik af öllum toga, allt frá því að sýna barni undir lögaldri kynfæri sín og svo eru tilfelli þar sem börnum hefur verið nauðg- að. Þá vekur athygli þegar tölur eru skoðaðar frá 2005 að kynferðis- brot sem framin eru af börnum og unglingum eru nítján alls. Það er hæsta talan sem finna má í skýrslu Barnaverndar ef frátalin eru tilvik sem flokkuð eru sem óljós. Þar er átt við að ekki sé ljóst eða sannað hverjir gerendurnir eru. Þar er um 27 tilvik að ræða. Samkvæmt Hall- dóru er yfirleitt um unglinga að ræða af þeim nítján tilfellum sem tilkynnt voru árið 2005. Naktar stúlkur á spjallforritum „Við könnumst við það að nekt- armyndum af unglingsstúlkum er dreift af jafnöldrum á netinu og í skólum,“ segir Halldóra en kom- ið hefur fyrir að myndir af brjóst- um unglingsstúlkna hafa gengið manna á milli gegn þeirra sam- þykki. Í einu tilviki var þrettán ára stúlka ginnt til þess að sýna á sér brjóstin í vefmyndavél á spjallfor- ritinu MSN. Hún gerði það í þeirri trú að strákur sem hún var skotin í væri að tala við hana. Í ljós kom að hann var að tala við hana ásamt tveimur vinum sínum. Þeir frystu myndina þar sem hún sýndi brjóst- in. Svo sendu þeir hana á bekkjar- félaga sína. Eitthvert skólasystkini hennar tók svo upp á því að prenta myndina út í allnokkrum eintök- um og var henni dreift út um all- an skólann. Var það gert til þess að niðurlægja hana kynferðislega. Netið varhugavert „Einhvern veginn skynja börn- in ekki hættuna af netinu,“ segir Halldóra um síbreytilegt umhverfi unglinganna sem varðar tæknina. Hún segir tilkynningum um eldri menn sem lokka ungar stúlkur til sín með MSN hafi fjölgað gríðar- lega undanfarin ár. Því er dagljóst að váin sem getur fylgt spjallfor- ritinu er ekki að dvína. Samkvæmt Halldóru er ávallt hvatt til þess að slík mál séu kærð. Það sé ekki allt- af gert en að sögn Halldóru skiptir velferð barnsins öllu máli og slíkt er ekki endilega tilkynnt til lög- reglu nema með samþykki barns og foreldris. Halldóra segir einelti einnig tíðast nokkuð á netinu og dæmi unglingsstúlkunnar sé í raun hrika- legt birtingarform þeirra grimmd- ar sem unglingar geta sýnt nýti þeir tæknina eins og fyrr segir. Vímuefnaneysla og vændi „Við fáum af og til tilkynning- ar um vændi en þá tengist það nær alltaf vímunefnaneyslu,“ seg- ir Halldóra aðspurð hvort Barna- vernd þurfi að takast á við ungl- inga sem stunda vændi. Hún segir það yfirleitt ekki skoðað sérstak- lega hjá Barnavernd því það fylgir vímuefnaneyslunni. Þá eru börn send til meðferðar en margvísleg úrræði eru til staðar. Halldóra segir það svo koma upp úr dúrnum síð- ar meir í ferlinu að unglingar hafi stundað vændi sér til viðurvær- is. Það er þegar þau hafa unnið að einhverju leyti úr sínum málum. Úrræðalausir foreldrar Vímuefnaneysla ungmenna getur tekið mikinn toll af foreldr- um að sögn Halldóru: „Stundum koma foreldrar með unglingana til okkar og vilja helst bara skila þeim,“ segir hún um þær erfiðu aðstæður sem foreldrar þurfa að takast á við. Afleiðingar unglinganna sem fara í vímuefnaneyslu geta orðið hrika- legar. Þá er öfgakenndasta dæmið nýlegt en þá var fimmtán ára piltur hnepptur í gæsluvarðhald eftir að hann réðist á leigubílstjóra. Hann braut á honum höfuðkúpuna vopnaður hamri. Sá piltur dvaldi á Litla-Hrauni en er núna vistaður á Stuðlum. Hann bíður eftir að rann- sókn lögreglunnar ljúki í málinu. Halldóra segir það síaukna kröfu foreldra að hægt sé að vista börnin þeirra inn á einhvers kon- ar neyðarvistun. Eins og staðan er núna þá geta börn ávallt gengið úr þeim meðferðum sem þau eru í kjósi þau að gera það. Dópgreni og Kringlan Aðspurð um utangarðsbörn í Reykjavík segir Halldóra það vera afar lítinn hóp. Þetta séu í raun neyslufélagar sem kjósa að vera ekki heima hjá sér. Hún segir ungl- ingana eiga í hús að venda kjósi þau sér að snúa baki við lífsstíl sín- um. Málið er þó flóknara en það enda börnin föst í viðjum fíknar- innar. „Á nóttinni flakka þau á milli dópgrena en á rigningardögum skýla þau sér í verslunarmiðstöðv- um og öðrum svipuðum stöðum,“ segir Halldóra og á þar við staði eins og Kringluna eða Smáralind- ina. Alls hafa Barnavernd borist sextíu og ein tilkynning það sem af er ári um vímuefnaneyslu barna. Um er að ræða fyrstu þrjá mánuð- ina af árinu. Vinir nauðga Árið 2005 bárust alls 127 til- kynningar um kynferðislegt of- beldi gagnvart börnum til Barna- verndar. Þar af voru um 111 börn frá eins árs til átján ára. Þá voru kynferðisbrotin gagnvart stelpum 79 en strákar voru 32. Samkvæmt skýrslu Barnaverndar voru lang- flestir gerendur skyldir fórnar- lömbunum eða tengdust þeim á einn eða annan hátt. „Stundum birtist brotið þannig að unglingsstúlka deyr áfengis- dauða í partíi og vaknar við það að einhver er að nauðga henni, svo hættir gerandinn ekki þegar stúlkan segir stopp,“ segir Halldóra um hina hrikalegu lífsreynslu sem unglingsstúlkur geta lent í. Hún segir það einnig hafa komið fyrir að vinir kærasta stúlkna hafi nauðgað þeim. Svo liggi atvikið mjög þungt á stúlkunum vegna þess að þær vilja ekki vera útskúfaðar úr sínum félagsskap eða hræðast einhvers konar hefndaraðgerðir. Því séu slík atvik ekki endilega tilkynnt til lögreglunnar þrátt fyrir að þetta sé skýrt lögbrot. Skýr skilaboð „Við viljum að ungmenni sem lenda í slíkum hremmingum kæri því það eru svo sterk skilaboð,“ segir Halldóra um mikilvægi þess að ungmenni láti það ekki kyn- ferðisglæpi líðast. Hún segir um- ræðuna mjög þarfa og vill opna hana frekar. Aðspurð hvort eitthvað í líkingu við svokölluð tottpartí hafi ver- ið tilkynnt til Barnaverndar segir hún svo ekki vera. Það voru partí sem komust í hámæli í DV fyrir um tveimur árum síðan þar sem ungl- ingsstúlkur gáfu mönnum munn- mök til þess að komast inn í partí. Þau tilvik voru einangruð við einn vinahóp og segir Halldóra að tekið hefði verið á því á sínum tíma. „Svo veit maður ekki hvernig ástandið er í dag, hvort unglingum finnist það frekar í lagi eða hvort eitthvað annað sé komið í staðinn,“ segir Halldóra sem játar að það sé margt á seyði í borginni sem hugs- anlega muni aldrei koma upp. Tilkynningum fjölgar Halldóra fagnar því að tilkynn- ingum til Barnaverndar fjölgi á ári hverju. Enn sem komið er tilkynn- ir lögreglan mest til Barnarvernd- ar en hinn almenni borgari er far- inn að hringja meira inn til þeirra. Þá geta börn og unglingar hringt í 112 og er þeim strax gefið sam- band við Barnavernd. Þetta telur Halldóra mikla og góða framför. Alls bárust á níuhundruð tilkynn- ingar til Barnaverndar á þrem- ur fyrstu mánuðunum. Að sögn Halldóru er ekki endilega um jafn- mörg tilvik að ræða heldur er oft verið að tilkynna sama tilfellið oft- ar en einu sinni. Þá bendir hún á að þrátt fyrir fjölgun tilkynning- anna þá standi sá hópur í stað sem Barnavernd hefur afskipti af á ári hverju. valur@dv.is MÆÐGUR SELJA SIG Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar reykjavíkur segir tilkynningu hafa komið inn á borð þeirra þar sem unglingar dreifðu nektarmyndum af skólasystur sinni. „Við könnumst við það að nektarmyndum af unglingsstúlkum er dreift af jafnöldrum á netinu og í skólum.“ ValUr GreTTiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.