Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Side 21
Það er þannig að mennirn-ir eru ólíkir og misjafnir. Sumum tekst nánast ekkert og skrapa botninn hvar sem þeir reyna. Þannig er það og svo eru aðrir sem fljóta alltaf ofan á, eru alltaf fremstir og mestir. Þannig mað- ur er Davíð Odds- son. Hann er hreint ótrúlegur. Þegar hann undir- bjó að hætta í hinni eiginlegu pólitík gerði hann klárt, það gerði Davíð. Hann tók hina formennina á teppið og fékk þá í lið með sér, sem þeir fögnuðu, vegna þess að innst inni vilja allir vera í liði með Davíð. Davíð er þannig. Alþingi snér-sneið eftirlauna- reglur handa Davíð sem tryggðu að enginn, ekki nokkur maður, hefði minnstu möguleika til hærri eftirlauna frá ríkinu en Davíð voru tryggð. Til að sýna öll- um hversu mikill Davíð var, og er, var meira að segja sett í lögin að ef Davíð skrifar fleiri bækur þá mun það ekki skerða launin frá ríkinu, ekki um eina krónu. Þannig er Dav- íð. Hann er bara svona og við því er ekkert að gera. Þegar Davíð tók hatt sinn og staf og fór yfir Arnarhólinn og lagði undir sig Seðlabank- ann voru bankastjórarnir ekkert meira en meðalmenn, ó já. Þeir voru ágætlega settir en ekkert meira en það. Þannig var það. Svo kom Davíð og hann hefur aldeilis tekið til hendinni. Hann hækkaði þá sem vinna verkin fyrir hann og allir sem mega koma í fund- arher- bergið voru glaðir. Davíð hafði hækk- að laun- in þeirra. Þannig er Dav- íð. Svo kom að því að Hann-es Hólmsteinn og fleiri í bankaráðinu sáu að þetta gat ekki viðgengist. Davíð hafði hækkað hina svo mikið að það varð að hækka hann líka. Núna er Davíð með tvöfalt hærri laun en hann var með þegar hann var ráðherra, hann er með hærri laun en hans gamli forni fjandi á Bessastöðum og ekki nóg með það. Enginn, ekki nokkur, emb- ættismaður er með hærri laun en Davíð, enginn embættis- maður hefur möguleika á sömu eft- irlaunum og Davíð. Þannig er Davíð. DV Umræða föstudagur 8. júní 2007 21 Á ystu nöf Þessi maður hafði klifrað rúmlega þrjá metra upp í auglýsingaskilti skammt frá geldinganesi. Þegar ljósmyndara dV bar að garði var maðurinn að athafna sig og virtist ekki finna mikið fyrir lofthræðslu. Dómstóll götunnar mynDin Á að fara eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð Á þorskkvóta? P lús eð a m ínu s Mínusinn fær Ívar Ingimarsson fyrir að eiga sök á einhverju klaufalegasta marki sem íslenska landsliðið hefur fengið á sig. Hann hætti án þess að hafa heyrt dómarann flauta og lagði upp markið fyrir Svíana. Hefði hann bara verið svona heiðarlegur og gert þetta viljandi út af hendinni hefði hann hugsanlega fengið plús. spurningin „íbúðalánasjóður tryggir öryggi landsmanna í húsnæðismálum,“ segir Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunarsviðs íbúðalánasjóðs. framtíð íbúðalánasjóðs var rædd á alþingi í gær að frumkvæði guðna Ágústsson- ar, formanns framsóknarflokksins, sem óttast að hann verði lagður niður og viðskiptabankarnir einir látnir sjá um húsnæðislán. jóhanna sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra sagði mikilvægt að standa vörð um sjóðinn. Hversu stóru Hlutverki gegnir ÍbúðalÁnasjóður? Davíð mesti grímþór - alltaf fremstur og mestur Heitustu staðir helvítis Kjallari S agt hefur verið að heit- ustu staðir helvítis séu ætlaðir þeim sem á tím- um mikilla siðferðilegra viðfangsefna og deilna víkja sér undan því að taka af- stöðu. Hlutleysi á ekki alltaf rétt á sér. Þegar best lætur er það af- sakanlegt vegna þess hve álita- efnið er lítilvægt en þegar verst lætur er það verra en syndin sjálf . Stundum kemur upp sú staða í lífi hvers manns og stundum í sögu hverrar þjóðar að veita verð- ur afdráttarlaust svar um afstöðu í mikilvægu máli. Íslendingar standa nú frammi fyrir einu slíku álitaefni og geta ekki vikið sér undan með því að yppta bara öxl- um og láta sér fátt um finnast. Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um stöðu og réttindi þeirra kvenna sem koma til landsins á vegum svokallaðra „súlustaða“. Fram hafa komið upplýsingar sem benda til þess að verið sé að notfæra sér bág- indi og fátækt stúlkna frá Austur- Evrópu og víðar til að hafa ofan af fyrir drukknum sem ódrukkn- um viðskiptavinum þessara staða . Forráðamaður slíks staðar hefur lýst starfi stúlknanna þannig að þær vinni við að drekka og selja kampavín og stíga einkadans fyr- ir luktum tjöldum. Nauðsynlegt sé að hefta ferðafrelsi þeirra í átta klukkustundir eftir að vinnu lýkur til að forða þeim frá viðskiptavin- um staðarins. Hann þekkti ein- stök dæmi þess að vændi væri stundað á staðnum en það væri í hans óþökk. Í tímaritinu Ísafold er dregin upp nöturleg mynd af slíkum stað samkvæmt frásögn stúlkna sem þar hafa starfað. Sú mynd blasir við að bág félagsleg og fjárhagsleg staða hefur leitt þær þangað. Þær segjast hafa verið niðurlægðar bæði í orði og verki. Frásagnir erlendra fjölmiðla af starfsemi vændishringja í Austur- Evrópu eru óhugnanlegar. Bar- nungar stúlkur eru lokkaðar til starfa á „súlustöð- um“ Vesturlanda þar sem þær leiðast út í vændi, áfengis- og vímuefnaneyslu. Þeir sæta hvers- kyns misnotkun og lítillækkun sem brýtur niður alla sjálfsvirð- ingu. Íslendingar eru ekkert frá- brugðnir öðrum þjóðum í þessu efni og slík starfsemi getur teygt anga sína hingað til lands rétt eins og til annarra landa í kring- um okkur, ef hún hefur ekki þeg- ar gert það. Nauðsyn ber til að yf- irvöld taki málefni þessara staða og þeirra kvenna sem þar starfa til rækilegrar skoðunar líkt og til- kynnt hefur verið að gert verði . Við lifum á tímum þegar krafan um jafnrétti kynjanna er ófrávíkj- anleg og það er óverjandi að rekin sé starfsemi í landinu sem bein- línis hvílir á undirokun kvenna í veikri stöðu. Við innganginn í Víti Dan- tes stóð hópur framliðinna þegar þeir Virgill komu þar að. Það voru sálir þeirra sem ekki höfðu tekið afstöðu í lifanda lífi til siðferði- legra álitaefna af ofangreindu tagi. Áhöld voru um hvort þeim yrði höfuð hleypt þangað inn og þeirra biðu því þau grimmu ör- lög að vera fordæmdir að eilífu bæði af himnum og úr helvíti . Fæstir Íslendingar munu kjósa sér slík örlög og því hljótum við að spyrna við fótum. Taka afstöðu gegn ósómanum. Ekki nægir að koma í veg fyrir að slík starfsemi sé stunduð í landinu heldur verða kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að taka virkan þátt í alþjóðlegu sam- starfi í baráttunni gegn mansali og hvers kyns misnotkun þeirra sem minna mega sín. Ekki nægir að koma í veg fyrir að slík starfsemi sé stunduð í landinu heldur verða kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að taka virkan þátt í alþjóðegu samstarfi í baráttunni gegn mansali og hvers kyns misnotkun þeirra sem minna mega sín. „nei, mér finnst ekki að það eigi að fara að tillögum Hafrannsóknastofnunar. Það er hlutverk ríkisins að stjórna kvótanum og það verður að horfa til smærri byggða landsins. Ég er nú samt ekki almennilega inni í þessu en mér finnst að við verðum að halda þessum minni þorpum gangandi.“ telma björk brynjólfsdóttir, 32 ára, vinnur á leikskóla „já það á að fylgja tillögum Hafrannsóknastofnunar. Mér finnst þetta vera góðar tillögur. Ég vil að kvótinn fari allur til reykjavíkur. gunnar jónsson, 41 ára, atvinnulaus „Mér finnst að það þufi bara að ganga enn lengra og skipta um kvótakefi. Það hefur sýnt sig að kvótakerfið er ekki að virka eins og það á að virka. Ég er nú samt ekki með neinar betri tillögur því ég er ekki neinn sérfræðingur í þessum málum en kerfið er allavega ekki að virka eins og það á að gera.“ vera knútsdóttir, 21árs, nemi Hreinn loftsson skrifar Kjartan skrifar Fótbolta hvað? Ekki skil ég hvað fólk er að æsa sig út af landsliðinu í fótbolta. Hvern- ig dettur fólki eiginlega í hug að leggja sig niður við að horfa á 22 fullorðna menn að eltast við eina leðurtuðru? Ég held að eitthvað hafi farið úrskeiðis í uppeldinu hjá þessu fólki. Hvers vegna leggur fólk ekki stund á uppbyggilegri iðju, svo sem lestur góðra og upp- lýsandi bóka eða fylgjast með ein- hverri þeirri listsköpun sem bíður okkar á söfnum og í galleríum? Þar er eitthvað sem auðgar andann en er ekki forheimskandi eins og fót- boltaglápið. Fréttirnar af drukkna Dananum sem hljóp inn á völl og reyndi að leggja hendur á dómarann koma mér ekki á óvart. Hvar sem er í heiminum hafa svokallaðar fót- boltabullur verið til óþurftar fyrir friðelskandi fólk. Það eina sem vekur furðu mína er hversu vel við höfum sloppið við þetta hér á Ís- landi. Nei, gott fólk. Spurningin er ekki hvort þjálfarinn eigi að segja af sér eða ekki. Spurn- ingin er: Eigum við ekki að láta af þessari óþörfu iðju sem fótbolti er óneit- anlega? lEsEnDur Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.