Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Page 54
Kærir gull-
hamstrara í
WOW
Áhyggjufullur
langtímaáskrifandi að
leiknum World of
Warcraft eða WOW
hefur kært fyrirtækið
IGE í Hong Kong.
Spilandinn Antonio Hernandez hefur
kært fyrirtækið sem sérhæfir sig í að
hamstra gull í internetheimi WOW. IGE
selur svo gjaldmiðil leiksins fyrir
alvörupeninga á ýmsum vefsíðum.
Hernandez segir IGE vera vísvitandi að
hagræða leiknum og draga úr skemmt-
anagildi hans til að hagnast. Þar sem
takmarkað gull sé í heimi WOW neyðist
aðdáendur leiksins til að kaupa gullið
dýrum dómum.
Super Mario Bros - 1993
Skemmtileg kvikmynd
sem skartaði þeim
Bob Hoskin og John
Leguizamo sem
Mario og Luigi.
Tveir pípulagninga-
menn komast að
leyndum heimi, þar
sem þeir þurfa að bjarga
prinsessu úr klóm hins illa eðlukon-
ungs, sem leikinn er af Dennis Hopper.
Myndin var svo sem ekkert sérstak-
lega lík tölvuleiknum, en engu að
síð- ur var það reynt.
Mortal Kombat
- 1995
Liu Kang fer
ásamt færustu
bardagamönn-
um heimsins á
afskekkta eyju
þar sem bardaga-
listamót fer fram. Bardagalistamótið
úrskurðar um hvort bardagamenn
„undirheimanna“ fái að koma til
jarðarinnar. Liu Kang er fyrst og
fremst að hefna bróður síns, en
með honum er hasarhetjan Johnny
Cage, sem vill sanna færni sína sem
bardagalistamaður, og lögreglukon-
an Sonya, sem vill hefna fyrrverandi
félaga síns.
Resident Evil - 2002
Banvænn vírus breytir
vísindamönnum og
tilraunadýrum í
stökkbreytt
skrímsli og
uppvakninga.
Hópur
sérsveitar-
manna þarf að
redda málunum
og bjarga hinni
grunlausu en
banvænu Alice, sem svo slæst í för
með þeim. Mynd númer tvö kom út
árið 2004 og nú hafa drög verið gerð
að tveimur Resident Evil-kvikmyndum
í viðbót.
Doom - 2005
Rannsóknar-
stofa á Mars
hefur ekki
haft
samband við
stjórnstöð
lengi. Sendir
eru inn
sérsveitar- her-
menn til þess að athuga málið og
þeir komast að hræðilegum
hlutum. The Rock er svaðalegur í
sínu hlutverki og Karl Urban
nokkuð þéttur. Doom-kvikmynd-
in var vonbrigði fyrir suma, en 90
mínútur af paradís fyrir aðra.
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föSTUDAGUR 8. Júní 200754 Helgarblað DV
leikirtölvu
Pacman Rally - PSP
Marvel Trading Card Game - PC/PSP/NDS
Socom Combined Assault - PSP
Scarface Platinium -PSP
Ratchet & Clank: Size Matters - PSP
Kíktu á þessa
leiKjatölvur
Það eru níu ár síðan leikurinn Fallout 2 kom út, en Fallout leikirnir eru einhverjir bestu
RPG leikir sem komu út á tíunda áratugnum. Þriðji leikurinn átti að vera væntanlegur
skömmu eftir aldamót en þegar fyrirtækið Black Isle Studios fór á hausinn hvarf leik-
urinn á sama tíma. Fyrirtækið Bethesda Softworks hefur tekið málin í sínar heldur og
stefnir á að gefa leikinn út á næsta ári.
Nýr hugbúNað-
ur fyrir Wii
Þrálátar sögusagnir eru uppi þessa
dagana um að Nintendo muni kynna
nýjan hugbúnað fyrir Wii-leikjatölvuna
á E3-ráðstefnunni í næsta
mánuði. Annars vegar
er um að ræða
sérstakan beini
(router) fyrir Wii. Það
væri hentugt fyrir þá
Wii- eða DS-eigendur
sem ekki eru með beini á
heimilinu fyrir. Þá er enn og aftur uppi
sá orðrómur um að fáanleg verði HD-
viðbót fyrir Wii (High Definition). En
það yrði kærkomin viðbót til að auka
grafík vélarinnar sem hefur fengið
hvað mesta gagnrýni.
met í Ástralíu
Xbox 360 sló nýlega sölumet í Ástralíu
þegar milljón leikir í vélina seldust á
14 fyrstu mánuðum sem
hún var fáanleg þar í
landi. Engin leikja-
tölva hefur verið svo
fljót að ná því marki.
Fyrir átti PSP metið en
milljón leikir seldust í
véilina á 16 mánuðum. Eigendur Xbox
360 eiga sem sagt að meðaltali fimm
leiki á mann. Xbox 360 er því á góðri
leið með að slá út forvera sinn, Xbox
sem kom á markað 2002, en þar eru
um átta leikir á vél. Það er þó PS2 sem
á metið með tíu leiki á vél.
EFtiRMiNNilEgAR MyNDiR SEM
ByggðAR voRu Á tölvulEiKjuM
líNurNar sKýrast
VarðaNDi fallOut 3
Fallout-leikirnir þykja einhverjir
bestu RPG-leikir síðari ára. Fyrsti leik-
urinn kom út árið 1997 og sá seinni
árið 1998, báðir voru þróaðir af tölvu-
leikjafyrirtækinu Black Isle Studios.
Leikirnir gerast í nánustu framtíð,
þegar kjarnorkustríð hefur haft svip-
legar afleiðingar fyrir heiminn. Leik-
menn fara í hlutverk manns sem oft-
ast er nefndur Vault Dweller, en í fyrsta
leiknum hefur hann það verkefni að
útvega vatn fyrir samfélag sitt, sem
samanstendur af eftirlifendum stríðs-
ins. Leikurinn býður upp á úrvals RPG
spilun en leikmenn bæta sig sífellt á
hinum ýmsu sviðum. Þriðji leikurinn
átti að vera væntanlegur skömmu eftir
aldamót en þegar fyrirtækið Black Isle
Studios fór á hausinn hvarf leikurinn á
sama tíma. Fyrirtækið Bethesda Soft-
works hefur tekið málin í sínar heldur
og stefndi upphaflega á að gefa leikinn
út í haust, en ljóst er að útgáfa hans
frestast um eitt ár. Leikmenn fara enn
á ný í hlutverk Vault Dweller sem þarf
að leysa hin ýmsu verkefni. Bethesda
Softworks gáfu út leikinn Elder Scrolls
IV: Oblivion árið 2006 sem valinn var
víða besti leikur ársins það árið. Hafa
forsvarsmenn Bethesda gefið það út
að Fallout muni svipa til Elder Scrolls.
Þann fimmta júní kom út stikla með
sýnishorni úr leiknum og hafa tölvu-
leikjaunnendur vart haldið vatninu
yfir honum síðan. Í stiklunni er lítið
gefið upp um eiginlega spilun leiks-
ins, en ljóst er að margt úr fyrri leikj-
unum verður endurnýtt í þeim þriðja.
Til dæmis mun höfuðandstæðingur á
ný verða Brotherhood of Steel, óvægn-
ir hermenn í rosalegum göllum. Það
er leikarinn Ron Pearlman sem ljáir
stiklunni rödd sína, en hinsvegar hef-
ur Bethesda þegar tilkynnt að hinn
írski Liam Neeson muni sjá um ein-
hverja talsetningu. Ef stiklan er skoð-
uð glögglega má sjá þar auglýsingu
þar sem auglýst er eftir hermönnum
í sömu átök og orsökuðu kjarnorku-
stríðið. Fallout 3 er víst ekki væntan-
legur fyrr en árið 2008 en það er alveg
á tæru að þarna er á ferðinni rosaleg-
ur leikur.
dori@dv.is Rústir Grafíkin verður geðveik.
Myrk framtíðarsýn
Leikurinn gerist eftir að
kjarnorkustríð hefur sett
svip sinn á heiminn.
Minnir á Mad Max Leikirnir
gerast í auðn þar sem
frumskógarreglurnar gilda.
M I ÐA S A L A Í V E R S L U N U M S K Í F U N N A R ,
Í B T Á L A N D S B YG G Ð I N N I O G Á M I D I . I S .
M I Ð AV E R Ð Í S T Ú K U E R K R . 5 5 0 0 , Á
PA L L A K R . 4 5 0 0 O G Í S TÆ Ð I K R . 3 9 0 0 .
19.