Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 8
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 20078 Fréttir DV Hinir miklu hitar sem nú einkenna veðurfar í Evrópu geta haft alvarleg- ar afleiðingar á dýra- og plöntulíf: Í júní og júlí hafa miklir hitar sett mark sitt á meginland Evrópu. Þar hafa Rúmenía, Albanía, Bosnía, Króatía, Tyrkland og Grikkland orðið verst úti. Hitastigið fór hæst í Búka- rest, en þar mældist hitinn hæstur fjörutíu og fimm gráður í júní. Eldar hafa geisað í Grikklandi og á Krít fór- ust fjórir slökkviliðsmenn í baráttu við skógarelda. Vatnsskortur er víða orðinn vandamál. Þessir hitar valda því að plöntu- og dýralíf er í hættu. Egg fugla eru sérstaklega berskjöld- uð og vöruðu grískir umhverfissinn- ar við því að hitabylgjan gæti haft langtímaáhrif á fjölda dýra og af- komu plantna. Í þessari viku hafa fimm Rúm- enar dáið af völdum hitabylgjunnar sem herjar á hluta Balkanskagans. Í Rúmeníu hefur hitastigið farið upp undir fjörutíu gráður, brunnar þorpa hafa þornað upp og samgöngur farið úr skorðum. Af ótta við að lestartein- ar afmyndist af völdum hitanna hafa yfirvöld í Rúmeníu fyrirskipað að dregið skuli úr hraða lestanna. Þessi skipun hefur sett mark sitt á almenn- ingssamgöngur. Útlit er fyrir mikinn uppskerubrest þar sem ástandið er verst, en það er í strjálbýlum héruð- um í suður- og austurhluta landsins. Þetta er önnur hitabylgjan sem geng- ur yfir landið og í júní létust fleiri en tuttugu í hitabylgju í Rúmeníu. Und- an ströndum Króatíu hefur hitastig sjávar verið mjög hátt og jafnvel búist við því að það fari upp í þrjátíu gráð- ur á næstu dögum. Í Belgrad, höfuð- borg Serbíu, hafa yfirvöld dreift vatni meðal borgaranna og hvatt þá til að drekka vatn og bleyta höfuðið til að fyrirbyggja sólsting. Í Albaníu hefur vatnsskortur í orkustöðvum orsakað skömmtun á rafmagni sem hefur svo haft áhrif á vatnsframboð, því vatnsdælurnar eru rafknúnar. Í höfuðborginni, Tír- ana, hömstruðu borgarbúar vatn úr almenningsgörðum og notuðu sum- ir hverjir hjólbörur til að koma birgð- unum heim. Tilkynnt hefur verið um elda í Makedóníu, Búlgaríu og Kosovo- héraði. Stærsti foss Kosovo í bæn- um Klina, hefur þornað upp, í fyrsta skipti síðan árið 1965. Í suðurhluta Grikklands þar sem hundruð slökkviliðsmanna berjast við skógarelda, var brugðið á það ráð í öryggisskyni að rýma Timios Stavr- os klaustrið. Íbúar þess og um fimm- tíu börn sem voru þar í sumarbúðum voru flutt á brott. Manntjón í sumar vegna þessa steikjandi hita hleypur á tugum, enda höfðu bændur á Sikil ey á orði að sítrónurnar hreinlega syðu á trjánum og sömu sögu væri að segja um aðra ávexti og grænmeti. Víst er að enginn fer varhluta af þess- um miklu hlýindum, hvorki fólk né ferfætlingar. HITABYLGJA HERJAR Á SUÐUR-EVRÓPU Í höfuðborginni Tírana hömstruðu borgar- búar vatn úr almenn- ingsgörðum og notuðu sumir hverjir hjólbörur til að koma birgðunum heim. Tékkland Kona kælir sig við gosbrunn.Skógareldar Hitinn hefur einnig afleiðingar á ferfætlinga. Vísa diplómötum úr landi Rússnesk yfirvöld hafa vísað fjórum diplómötum úr landi. Með því svara þeir Bretum í sömu mynt í deilu landanna tveggja. Deilan er tilkomin vegna morðsins á Alexander Litvinenko. Yfirvöld í Rússlandi ákváðu að samfara brottvísun- inni skyldi hætt að gefa út vega- bréfsáritanir til breskra embætt- ismanna. Auk þess telja Rússar að samvinna í baráttunni gegn hryðjuverkum sé ekki möguleg í ljósi síðustu yfirlýsinga bresku ríkisstjórnarinnar. Fyrsti kvenfor- seti Indlands Indland fær sinn fyrsta kvenforseta í sögu landsins. Hin sjötíu og tveggja ára gamla Pratibha Patil stendur ein eftir í framboði. Mótframbjóðandi hennar, forseti landsins Bharion Singh Shekhawat, dró framboð sitt til baka. Að hans mati var útséð um að hann fengi meirihluta atkvæða. Vilja annað starf Sífellt fleiri lögregluþjónar í Danmörku vilja skipta um vinnu. Fjöldi þeirra sem sótt hafa um launalaust frí það sem af er þessu ári meiri en allt síðasta ár. Árið 2006 sóttu eitt hundrað þrjátíu og þrír um launalaust frí, en fjöldinn í ár er kominn upp í eitt hundr- að áttatíu og átta. Talið er að meginorsakirnar séu lág laun og breytingar sem gerðar hafa verið á starfi þeirra. ERLENDARFRÉTTIR ritstjorn@dv.is Skelfing greip um sig meðal vegfarenda á Manhattan: Sprenging á Manhattan Manhattan Margir héldu að um hryðju- verkaárás væri að ræða. Skelfingarástand skapaðist á miðri Manhattaneyju í gær. Þegar kvöldumferðin var hvað mest skók sprenging eina götu miðbæjarins og gufa gaus upp úr holu í jörðinni. Yf- irstjórn slökkviliðsins lýsti yfir neyð- arástandi og lokaði af nærliggjandi götum og brún eimyrja spýttist upp- úr holunni líkt og um goshver væri að ræða. Umhverfis lágu steypu- hnullungar líkt og hraunmolar. Vitað er um eitt dauðsfall vegna spreng- ingarinnar, en það var af völdum hjartaáfalls. Á annan tug manna urðu fyrir minniháttar meiðslum og bruna. Að sögn lögregluyfirvalda leikur ekki grunur á að um hryðju- verk sé að ræða. Sprengingin varð skammt frá aðalumferðarmiðstöðinni, Grand Central Station. Í ljósi þess að ekki voru nema tuttugu og fjórir tímar frá því leyniþjónustan varaði við því að al-Kaída samtökin áformuðu nýja árás á Bandaríkin, er engin furða að íbúum Manhattan hafi verið brugð- ið. Leyniþjónustan hafði sagt að ógnin sem þjóðinni stæði af al-Ka- ída væri stöðug, Óhappið á sér víst einfaldari skýringar en þær. Spreng- ingin varð í gufuröri frá árinu 1924 og sagði Michael Bloomberg, borg- arstjóri New York-borgar að engin ástæða væri til að ætla annað en að um óhapp hefði verið að ræða. „Það er engin ástæða til að ætla að um hryðjuverk eða glæpsamlegt athæfi hafi verið að ræða,“ sagði Bloom- berg. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.