Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 14
föstudagur 20. júlí 200714 Helgarblað DV U m sexleytið að morgni laugar- dagsins fjórtánda mars 1987 voru flest- ir í níu manna áhöfn netabátsins Barðans GK 475 nývaknaðir að borða morgunmat. Menn voru að búa sig undir að fara að draga netin um borð. Búið var að láta reka skammt út af vest- anverðu Snæfellsnesi um nóttina. Myrkur var úti, hráslagalegt veður og gekk á með snjóéljum. Dæmi- gerður suðvestan útsynningur með sjö vindstigum. Bergþór Ingibergsson stýrimað- ur var á leið upp í brú því ætlun- in var að gera við talstöðvarloftnet áður en byrjað yrði að draga. Hann var að ganga upp stiga þegar hann fann skyndilega þung högg dynja á bátnum. Bergþóri datt fyrst í hug að skip eða bátur hefði siglt á Barð- ann. Þegar hann kom upp í brú sá hann ekki aðstæður í kringum bát- inn því úti var kolniðamyrkur. Hann gerði sér þó grein fyrir að bátinn var að taka niðri. Reynt var að bakka Barðanum en það dugði lítið – báturinn var farinn að lemja og berja í klett- um. Nú varð atburðarásin hröð og óhugnanlegar staðreyndir runnu fljótt upp fyrir skipverjunum níu. Báturinn strandaður Bergþór heyrði skipstjórann kalla í talstöðina að báturinn væri strandaður: „Barðinn lyftist upp í sífellu með miklum látum og seig niður aftur. Ég stökk niður og ætlaði að sækja peysu en sneri til baka því ljósin á göngunum voru slokknuð og ég sá nánast ekkert í myrkrinu. Við vor- um fljótlega allir komnir upp í brú en enginn okkar hafði náð að fara í yfirhöfn. Reynt var að kveikja á blysum til að gera bátunum í ná- grenninu viðvart en það gekk illa. Við máttum hafa okkur alla við að halda okkur því báturinn lagð- ist fljótlega á stjórnborðshliðina. Maður hékk hálfpartinn á þilinu bakborðsmegin og á tímabili hékk ég í glugganum með aðra höndina í karminum. Þá skall brúarhurð- in, sem fór fljótlega af hjörunum, á úlnliðinn á mér. Hann bólgnaði svo mikið að við lá að hann tvöfaldað- ist. Við vissum ekki hvort bátarnir heyrðu neyðarkallið frá okkur því talstöðin varð óvirk þegar við fór- um á hliðina. Auk þess var loftnet- ið bilað. Fljótlega eftir að neyðarkall- ið var sent heyrðum við farsím- ann hringja. Það var átakanlegt að heyra hringinguna í símanum sem var stjórnborðsmegin því þang- að komst enginn lengur til þess að svara. Sjórinn fór fljótlega að brjót- ast upp í gegnum gluggana þarna niðri stjórnborðsmegin. Báturinn var að skorða sig í klettunum. Síðan fór að brjóta í gegnum brúna hjá okkur bakborðsmegin og sjórinn fossaði í gegnum hana. Það flæddi að og fjaraði út í brúnni hjá okkur. Allt brotnaði sem brotn- að gat en við náðum að koma okk- ur fyrir inni í litlum kortaklefa bak- borðsmegin. Þetta var lítil kompa og skip- stjóraklefinn þar inn af. Við vorum meira og minna hver ofan á öðr- um en ég og skipstjórinn vorum fremstir í gættinni. Það fyllti allt- af í brotunum og við vorum meira og minna á kafi í sjó. Við fundum að sjórinn var orðinn olíublandað- ur og ég fékk gusur upp í mig. Allt lauslegt fór úr innréttingunum í brúnni og víða sáum við bara í rör og hangandi víra. Þetta var orðið mjög óhugnanlegt.“ Blautir, hræddir og bjargarlausir Andrúmsloftið hjá skipverj- unum um borð í Barðanum var þrungið spennu og ótta. Ekki þurfti mikið til að menn kæmust í geðs- hræringu og það var lítið talast við. Skipbrotsmennirnir gátu ekkert gert annað en hírst inni í þröngum kortaklefanum – blautir, hræddir og bjargarlausir. Það versta var að þeir vissu ekki hvort neyðarkallið frá þeim hafði heyrst. Mennirnir voru hljóðir. Hver hugsaði sitt. Brotin skullu sífellt á bátnum í myrkrinu, hann slóst til í briminu, ískaldur og salt- ur sjórinn fossaði um brúna og kuldinn sótti á skipverjana. Ljóst var að ekki mátti líða langur tími þar til björgun bærist ef einhver átti að komast af. Kuldinn sótti einna fyrst á Bergþór og Eðvald Eðvalds- son skipstjóra því þeir stóðu í gætt- inni á kortaklefanum þar sem sjór- inn flæddi í gegnum brúna. Í ársbyrjun 1987 fór áhöfnin á TF-SIF í frækilegasta björgunarleiðangur sinn frá því að þyrlan hafði verið keypt til landsins tveimur árum fyrr. Níu sjómönnum var bjargað á ótrúlegan hátt með því að hífa þá upp í þyrluna í gegnum hliðarglugga á litlum klefa aftan á brú Barðans GK 475 þar sem þeir höfðu leitað skjóls um borð í sökkvandi bátnum. Engu mátti skeika. „Það fór einhver hrollur um mig. Útkallið var á þá leið að það kom píp í tækið mitt sem þýddi Sigurður, Ingi, Friðrik – SIF – útkall Alfa. Alfa þýðir að einhver er í lífshættu.“ Skipstjórinn á sjúkrahús Eðvald Eðvaldsson skipstjóri á Barðanum var fluttur á sjúkrahús. aðrir þurftu þess ekki með. dv mynd Snorri BöðvarSSon Bjargvættur níu manna dv mynd Sveinn ÞormóðSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.