Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 17
dyrakarminum í kortaklefanum
og skipsfélagar hans smeygðu sér
fram fyrir hann að bakborðsdyrun-
um á brúnni. Þeir voru síðan sett-
ir í lykkjuna hver á fætur öðrum.
Bergþór dáðist að áhöfn þyrlunnar.
Honum fannst eins og þyrlumenn-
irnir hefðu aldrei gert annað en að
bjarga fólki – það var eins og þeir
væru á skaki.
Stærsta björgunin til þessa
Um klukkan hálfníu þennan ör-
lagaríka morgun var það að renna
upp fyrir Páli flugstjóra að áhöfn
hans var að taka þátt í stærstu
þyrlubjörgun við Ísland til þessa.
Þrotlausar æfingar áhafnarinn-
ar á TF-SIF voru nú að skila sér.
Allt hafði gengið slysalaust fram
að þessu. Sex skipbrotsmenn af
Barðanum voru komnir um borð
í þyrluna:
„Ég var orðinn þurr í munnin-
um. Hjartslátturinn var mjög hrað-
ur og þetta voru veruleg andleg
átök. Aðstæðurnar höfðu verið sér-
stakar. Þegar við byrjuðum að hífa
vorum við í raun og veru að veiða
skipbrotsmennina í gegnum brúar-
dyrnar. Ég var mjög hræddur um að
mennirnir væru ekki réttir í lykkj-
unni. Það hafði verið erfiðast. Það
er ekki hægt að ímynda sér hvernig
manni hefði liðið ef einhver hefði
dottið úr lykkjunni þegar búið var
að hífa hálfa leið.“
Þegar áhöfn þyrlunnar hafði híft
upp sex skipbrotsmenn af Barð-
anum voru tíu manns um borð í
henni. Aldrei áður höfðu svo marg-
ir verið inni í þessari tiltölulega litlu
vél í björgun. Hún var orðin svo
þung miðað við vélarafl og svo mik-
il mannþröng inni í henni að óum-
flýjanlegt var að yfirgefa Barðann
til að koma sexmenningunum til
björgunarsveitarmannanna uppi á
bjargbrún.
Allt getur gerst
Það sem gerði að verkum að
hægt var að hífa svo marga um borð
í einni lotu var hinn sterki vindur
sem var á strandstað.
Ef logn hefði verið hefði þyrlan
þurft meira afl og líklegt er að að-
eins hefði verið hægt að taka þrjá
til fjóra skipbrotsmenn í einu um
borð. Ástæðan fyrir því að reynt
var að hífa eins marga skipbrots-
menn um borð í þyrluna og kostur
var í fyrstu ferðinni er sú að reynsl-
an hefur sýnt Íslendingum að allt
getur gerst þegar skip stranda. Það
verður að reyna að bjarga sem flest-
um á sem skemmstum tíma og eng-
an tíma má missa. Best hefði verið
að taka alla í sömu ferðinni en það
var ekki hægt. Þyrluna skorti afl til
þess.
Þeir þrír skipbrotsmenn sem
eftir voru um borð í flakinu urðu nú
að bíða.
Það fór ekki hjá því að björg-
unarmennirnir hugsuðu sitt: Hver
yrðu afdrif þremenninganna?
Þeir urðu að halda stillingu sinni
á meðan lent yrði á bjargbrúninni
og reyna að þrauka þótt þeir væru
orðnir blautir og þrekaðir. Verst
var að þurfa að taka tengilínuna frá
flakinu og rjúfa þar með samband-
ið við lífgjafann – þyrluna. Á þessari
örlagastundu datt björgunarmönn-
um snjallræði í hug til að komast
hjá því að rjúfa þessi tengsl. Tengi-
línan var látin vera áfram um borð
í Barðanum og línunni slakað úr
þyrlunni á meðan hún flaug upp að
bjargbrúninni. Páli létti mjög þegar
hann sá að þetta myndi sennilega
takast:
„Við bökkuðum þyrlunni upp
að brúninni til björgunarsveitar-
mannanna. Ég held að mennirnir
á bjargbrúninni og skipbrotsmenn-
irnir á Barðanum hafi allir skilið
hvað var að gerast. Þetta var sterk-
ur leikur. Línan náði þótt ekki hafi
munað miklu. Við fundum strax
heppilegan stað til að lenda á og
skipbrotsmönnunum var hrein-
lega mokað út úr þyrlunni í snar-
hasti. Læknirinn okkar og björgun-
arsveitarmennirnir með allan sinn
búnað tóku við mönnunum og við
fórum strax aftur í loftið. Slakinn
var tekinn af tengilínunni og krókn-
um rennt niður til þeirra sem eftir
voru.“
Óttuðust örvæntingu
Meðan á þessu stóð var Sigurð-
ur Steinar órólegur. Hvernig var
ástand þremenninganna sem eftir
voru í flakinu á meðan þyrlan flaug
upp að bjargbrún?
„Þótt ótrúlega vel hefði gengið
að hífa fyrstu sex mennina um borð
í þyrluna hvarflaði ýmislegt að mér
þegar við þurftum að yfirgefa Barð-
ann og lenda á bjargbrúninni. Ef
einn af þeim sem eftir voru hefði
fyllst örvæntingu ímyndaði ég mér
að hann hefði gripið til þess ör-
þrifaráðs að stökkva í sjóinn. Ef slíkt
hefði gerst sá ég hann fyrir mér ber-
ast upp í klettana og farast þar. En
tengilínan var líftaug til mannanna.
Hún var sálrænt haldreipi fyrir þá.“
Bergþór og þeir tveir skipsfé-
lagar hans sem eftir voru um borð
voru ekkert að hugleiða að henda
sér í sjóinn á þessari stundu. Þeir
biðu fremur rólegir eftir því að þyrl-
an kæmi til þeirra á ný og áhöfn
hennar lyki verkefni sínu. Berg-
þór hafði raunar lítið hugleitt hvort
þyrlan gæti tekið alla í einni ferð
meðan á björguninni stóð. Þegar
tengilínan var skilin eftir fylgdist
hann með þegar þyrlan fór með fé-
laga hans upp á bjargbrún. Þyrlan
kom svo aftur og slakinn var tekinn
af tengilínunni. Áður en varði hafði
Bergþór aðstoðað sjöunda skips-
félaga sinn við að komast upp í
þyrluna. Hann var nú sjálfur orðinn
svo þrekaður að ljóst var að hann
yrði að fara næstur – hann gat ekki
öllu meira. Eini félagi hans sem eft-
ir var með honum í Barðanum var
mun betur á sig kominn.
Bergþór sá að hann var að verða
hólpinn:
„Þegar ég var hífður upp færð-
ist einhver sælutilfinning yfir mig.
Þrátt fyrir að ég væri máttlítill
langaði mig mest til að sprikla af
ánægju. Maður var eins og barn. Ég
vissi að öllu væri borgið. Ég viður-
kenni þó að áður en við heyrðum í
þyrlunni og biðum enn milli vonar
og ótta hvarflaði að manni að fara
út og reyna að komast upp í kletta
eða hreinlega bara að ljúka þessu.
Ýmsar hugsanir þutu um hugann.
Þegar ég kom upp í þyrluna sá ég
flugmennina, þeir tóku á móti mér
og lögðu mig niður. Ég var allur
orðinn dofinn.“
Aðeins einn eftir
Nú var aðeins eftir að bjarga
einum skipbrotsmanni. Sigurður
Steinar lét björgunarlykkjuna síga
niður að Barðanum í níunda skipt-
ið á 45 mínútum og aðeins 7 mínút-
um eftir að sexmenningarnir voru
settir á land uppi á bjargbrún:
„Ég dáðist að síðasta skipbrots-
manninum sem var hífður upp.
Þegar lykkjan var komin niður
til hans tók hann tengilínuna af og
sleppti henni niður í stýrishúsið til
þess að hún flæktist ekki.
Hugsunin var svo rökrétt hjá
honum að ég dáðist að því.“
Að þessu loknu færðist mikil
sælutilfinning yfir Pál flugstjóra:
„Það var gífurlegur léttir þegar
síðasti skipbrotsmaðurinn kom um
borð. Okkur tókst að bjarga öllum
og ekkert fór úrskeiðis.
Mér fannst þetta mjög þægi-
leg tilfinning og það rann upp fyr-
ir mér að allar æfingar okkar frá því
við fengum þyrluna höfðu nú skil-
að sér.
Við lærðum líka gífurlega mik-
ið af þessari björgun. Þessi atburð-
ur undirstrikaði að við vorum á
réttri leið hjá Landhelgisgæslunni.
Allt sem við höfðum stefnt að með
æfingunum gekk upp. Þetta var í
rauninni fyrsta alvörubjörgunin á
TF-SIF. Okkur hafði verið treyst fyr-
ir þessu tæki og við urðum að sanna
að við værum þess verðir að stjórna
því við erfiðar aðstæður.
Skírði dóttur sína Sif
Það var síðan ýmislegt sem vakti
mig til umhugsunar þegar ég las
viðtöl við skipverjana á Barðanum.
Einn þeirra var spurður hvort hann
hefði ekki verið hræddur. Hann
viðurkenndi það en þegar hann
greindi frá því að hann hefði vitað
að þyrlan kæmi gerði ég mér grein
fyrir því hvað menn treysta mikið á
okkur.
Þetta hafði mikil áhrif á mig. Eft-
ir þessa björgun gleymdi ég ekki að
þakka vini mínum uppi á himnum
fyrir hjálpina.“
Bergþór mun aldrei gleyma hinu
fjarlæga banki og síðan hvininum
sem hann heyrði frá TF-SIF þegar
hann og átta skipsfélagar hans voru
farnir að örvænta og héldu að öll
von væri úti í klettunum við Hóla-
hóla. Þeirra eina von, þyrlan, var
komin:
„Við sögðum hver við annan:
„Þyrlan er komin, þyrlan er kom-
in.“ Eftir þetta fæ ég alltaf gæsa-
húð þegar ég heyri hljóðið í þessari
þyrlu sem er auðþekkt.“
Þegar Bergþór eignaðist dóttur
nokkrum árum eftir björgunina á
Barðanum var hann ekki í vafa um
hvað hann ætti að láta skíra barn-
ið. Hún ber nú nafnið Sif sem milli-
nafn.
BJARGVÆTTUR NÍU MANNA
Þegar Bergþór eignaðist dóttur nokkrum árum
eftir björgunina á Barðanum var hann ekki í
vafa um hvað hann ætti að láta skíra barnið.
Hún ber nú nafnið Sif sem millinafn.
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 17
Kafli úr bók Óttars Sveinssonar Útkall
TF-SIF/TF-LÍF sem gefin var út 2003.
Átta skipsbrotsmenn Þeir átta af áhöfn Barðans sem
ekki þurftu á sjúkrahús. Frá vinstri: Bergþór Jónsson,
fyrsti stýrimaður, Eiríkur Ingvarsson, annar stýrimaður,
Sævar Ingi Pétursson háseti, Friðrik Hallgrímsson, annar
vélstjóri, Sighvatur Smári Karlsson matsveinn, Þorlákur
Halldórsson háseti, Hafliði Þorsteinn Brynjólfsson háseti
og Ólafur Sigurjónsson, fyrsti vélstjóri.