Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 19
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 19
Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra Vill að fólk fái annað
tækifæri eftir gjaldþrot.
Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins og lögmaður, ætlar að leggja fram
frumvarp um breytingu á gjaldþrotalögunum verði ríkisstjórnin ekki fyrri til. Honum
finnst ótækt hvernig fólk er neytt út úr samfélaginu við gjaldþrot, hann segir ekki
betra þegar fólk er þrælar lánardrottna og lifir langt undir fátæktarmörkum.
„Fólk getur lent í vandræðum af
ýmsum ástæðum og verði það gjald-
þrota er það neytt út úr þjóðfélaginu.
Ég tel því nauðsynlegt að breyta gjald-
þrotalögunum,“ segir Jón Magnússon,
þingmaður Frjálslynda flokksins og
lögmaður.
Jón telur eins konar greiðsluað-
lögun eiga að vera möguleika fyrir
þá sem lenda í alvarlegum greiðslu-
erfiðleikum. Þannig myndi dómstóll
geta farið yfir stöðu viðkomandi og
kveðið upp úrskurð um hvað hann
er gjaldfær fyrir miklu af skuldunum.
Jón segir þetta bæði hagsmuni þeirra
sem lent hafa í erfiðleikum og þjóð-
félagsins í heild. Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra lagði oft-
ar en einu sinn fram frumvarp, sem
óbreyttur þingmaður, um breytingu
á gjaldþrotalögunum sem fela í sér
greiðsluaðlögun og er það eitthvað
sem Neytendasamtökin hafa bar-
ist fyrir. „Ef ríkisstjórnin leggur ekki
fram frumvarp um þetta efni ætla ég
að gera það í haust. Það græðir eng-
inn á því að kreista blóð undan nögl-
um þegar búið er að kreista allt blóð
í burtu,“ segir Jón. Hann segir að það
verði að gera fólki kleift að rísa aftur á
fætur án þess að ganga í gegnum þá
niðurlægingu sem gjaldþrot er. „Áður
fyrr var gjaldþrot hugsað til þess að
menn gætu slétt úr vandræðunum
og byrjað aftur.“
Jón minnir á að fólk geti auðveld-
lega farið í gjaldþrot af ýmsum ástæð-
um. Stundum þurfi ekki meira til
en að fólk selji hlut sem það fær svo
aldrei greitt fyrir en þurfi síðan að
greiða af honum virðisaukaskatt sem
það á ekki fyrir. Eins getur fólk farið
út af sporinu vegna tímabundinna fé-
lagslegra erfiðleika.
Rjúfa fyrninguna auðveldlega
Tíu ára fyrningartíma á dómkröf-
um og skuldabréfakröfum segir Jón
auðveldlega hægt að rjúfa, kröfuhaf-
inn þurfi ekki annað en að hefja inn-
heimtuaðgerðir að nýju. „Viðkomandi
losnar aldrei úr vandanum ef kröfu-
hafar vilja halda málunum áfram og
rjúfa fyrninguna sem annars miðast
við tíu ár,“ segir Jón.
Jón segir furðulegt að íslensk
stjórnvöld hafi staðið gegn greiðslu-
aðlögun. „Það geta margir lögmenn
staðfest að sá kröfuhafi sem erfiðast er
að eiga við er ríkissjóður Íslands. Lög-
menn og einstaklingar gefa eftir mik-
ið af fjármunum en ríkisvaldið er ekki
tilbúið að gefa neitt eftir jafnvel þó að
skattar sem það er að innheimta séu
ekkert nema pappírslegar tilfærslur,“
segir Jón og má þar til dæmis nefna
skattaáætlanir sem ekki eiga sér stoð
í raunveruleikanum.
Langt undir fátæktarmörkum
Jón segir misjafnt hversu illa gjald-
þrota einstaklingar eru settir í þjóð-
félaginu. Sumir þeirra geta ekki átt
nein kortaviðskipti, ekki einu sinni átt
debetkort, en mismunandi sé hvern-
ig lánastofnanir taki á málunum. Iðu-
lega eru þeir sem gjaldþrota eru úr öll-
um bankaviðskiptum.
Jón bendir á að það sem geti þó
verið öllu verra en að vera gjaldþrota
sé að reyna að halda sig frá gjaldþroti
og vinna fyrir skuldum sem sé algjör-
lega glórulaust að vinna nokkurn tíma
á. „Það eru oft einstaklingar í einka-
rekstri sem engan veginn stendur
undir sér og þeir eru komnir út í það
að vinna bara fyrir lánardrottnana og
á meðan gerir staðan ekkert annað en
að versna. Þannig lifir fólk langt und-
ir fátæktarmörkum, allt sem kemur
inn fer til lánardrottna og í skattinn
en það er enginn peningur eftir til að
kaupa svo mikið sem hjól fyrir barn-
ið á heimilinu,“ segir Jón. Í þessu sam-
hengi bendir Jón á að í Danmörku hafi
könnun sýnt að lífskjörin voru verst
hjá þeim sem ráku einkafyrirtæki sem
báru sig ekki, kjör þeirra hafi verið
langt undir öllum viðmiðunarmörk-
um um fátækt. „Það er alltaf betra fyr-
ir fólk að gefast bara upp en að vinna
launalaust eða fyrir lítið fyrir lánar-
drottna.“
Gjaldþrota einstaklingar geta ekki
átt neitt og verða helst að vinna svart,
því að öðrum kosti getur ríkisvaldið
tekið stóran hluta af laununum. Þeir
sem reyna að vera á hinum almenna
launamarkaði gefast oftast upp þeg-
ar ríkisvaldið finnur þá og staldra því
stutt við á hverjum vinnustað.
hrs@dv.is
FASTIR Í
VIÐJUM
SKULDA
Félagsmálaráðherra vill úrræði hér á landi eins og þekkjast á hinum Norðurlöndunum:
MARGFLUTT FRUMVARP UM GREIÐSLUAÐLÖGUN
„Ég hef örugglega flutt í tíu skipti
á þinginu frumvarp um breytingu á
lögum um gjaldþrotaskipti svo fólk
eigi þess kost að vinna sig út úr fjár-
hagserfiðleikum,“ segir Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra.
Aðspurð segist Jóhanna enn sömu
skoðunar, hún vilji að hér á landi
verði komið á sambærilegum úrræð-
um og á hinum Norðurlöndunum
þar sem boðið er upp á greiðsluað-
lögun.
Jóhanna telur nauðsynlegt að
fólk fái leið til þess að vinna sig úr
fjárhagsvandræðum, án þess að
missa allar eignir sínar, þegar ekk-
ert blasi við nema greiðsluþrot.
Hún segir greiðsluaðlögun hafa gef-
ist vel í löndunum í kringum okkur
en hún snýst um að gera nokkurra
ára greiðsluáætlun sem skuldara er
gert að standa við gagnvart lánar-
drottnum. „Þannig væri til dæmis
hægt að fresta greiðslu skulda eða
hluta þeirra eða fella niður vexti ef
greiðandi hefur staðið sig í einhvern
ákveðinn tíma. Hér hafa verið reynd-
ar aðrar leiðir en á Norðurlöndunum
en þær hafa dugað skammt, eins og
frestun skattgreiðslna, því löggjöf-
in hefur verið of þröng og nýst því of
fáum,“ segir Jóhanna.
Jóhanna telur áhuga fyrir
greiðsluaðlögun vera að kvikna hér
á landi og það metur hún meðal
annars af samtölum við bankamenn
af nýlegri ráðstefnu sem hún sat hjá
Ráðgjafarstofu um fjármál heimil-
anna. Eins telur hún viðskiptaráð-
herra áhugasaman um málið. Hún
telur hægt að hafa tvenns konar leið
að greiðsluaðlögun, það er frjálsa
þar sem samkomulag næst við lána-
drottna en ef það gengur ekki eftir
þyrfti að hafa aðlögunina þvingaða
þar sem héraðsdómur skæri úr um
greiðslugetu skuldara eftir gagngera
endurskipulagningu á fjármálum
þeirra.
„Við þurfum úrræði fyrir fólk utan
atvinnurekstrar, sem lendir í fjár-
hagserfiðleikum, sem eru sanngjörn
og réttlát. Það þurfa þó að vera ströng
skilyrði um þetta og meta þarf hvert
tilvik fyrir sig,“ segir Jóhanna aðspurð
um hvort ekki sé hætta á að slík að-
stoð yrði misnotuð.
hrs@dv.is
Jóhanna Sigurðardóttir Ef á yrði komið greiðsluaðlögun fyrir fólk í alvarlegum
fjárhagserfiðleikum telur Jóhanna að meta þurfi vandlega hvert tilvik fyrir sig svo
hjálpin yrði ekki misnotuð.
„Hann segist gjarnan
vilja fá tækifæri til
þess að sitja í fangelsi
í eitt ár ef hann fengi
möguleika til þess að
byrja upp á nýtt eftir
það.“
„Ef ríkisstjórnin
leggur ekki fram
frumvarp um
þetta efni ætla
ég að gera það í
haust. Það græð-
ir enginn á því að
kreista blóð und-
an nöglum þegar
búið er að kreista
allt blóð í burtu.“
Jón Magnússon Segir danska könnun hafa
sýnt að lífskjörin væru verst hjá þeim sem
ættu einkafyrirtæki sem bæru sig ekki.