Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Page 20
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200720 Fréttir DV
HÓRDÓMUR EÐA HUNGURSNEYÐ
Einn helsti andstæðingur Roberts
Mugabe forseta Simbave hefur í
ríkisfjölmiðlum verið bendlaður
við kynlífshneyksli. Um er að ræða
Pius Ncube erkibiskup rómversk-
kaþólsku kirkjunnar í Bulawayo í
Simbabve. Ncube hefur verið ötull
við að gagnrýna Mugabe forseta
og stjórnarhætti hans. Myndir
hafa verið birtar í ríkisfjölmiðlum
af Ncube í félagsskap konu. Fylg-
ir sögunni að þær hafi verið tekn-
ar með leynd á hótelherbergi þar
sem Ncube dvaldi.
Stjórnarandstaðan í Simbabve
er í uppnámi vegna málsins og
dagblaðið The Chronicle, mál-
gagn stjórnarinnar í Bulawayo,
birti níu myndir af meintu broti
erkibiskupsins.
Efasemdir um trúverðugheit
Gæði myndanna sem birt-
ar voru gefa ekki tilefni til trú-
verðugheita og einu myndirnar
sem eru óumdeilanlega af Ncubo
sýna hann einan. Hinar eru svo
ógreinilegar að ekki er með góðu
móti hægt að fullyrða um hvern
er að ræða. Myndirnar hafa fengið
mikla dreifingu og birting þeirra
hefur verið vel skipulögð. Þrátt
fyrir að áhöld séu um áreiðanleika
þeirra er talið að upp gætu vakn-
að spurningar meðal stuðnings-
manna hans varðandi framhald
á stöðu hans sem eins helsta og
óttalausasta gagnrýnanda Roberts
Mugabe forseta.
Vel skipulögð atlaga
Pius Ncube var afhent stefna
þar sem hann var sakaður um hór-
dóm og því haldið fram að hann
hefði átt í kynferðislegu sambandi
við einkaritara á skrifstofu bisk-
upsdæmisins. Stefnan var afhent
af fulltrúa lögreglustjórans í Bula-
wayo og með honum í för var hóp-
ur blaðamanna og ljósmyndara
frá ríkisfjölmiðlunum. Lögfræð-
ingur Ncubes sagði að erkibiskup-
inn myndi neita ásökunum.
Alþjóðlegt orðspor
Pius Ncube nýtur mikillar virð-
ingar á alþjóðavettvangi. Hann
hefur verið óþreytandi við að for-
dæma Mugabe og ríkisstjórn hans
fyrir mannréttindabrot og fyrir
vikið hefur hann verið undir smá-
sjá leyniþjónustu landsins og verið
fórnarlamb ofsókna. Einnig hefur
aldraðri móður hans verið hót-
að. Ncube hefur lýst Mugabe sem
illum og spilltum einræðisherra
og haft á orði að hann bæði fyrir
dauða hans, því það sé eina leiðin
til að binda enda á harðstjórnina.
Í huga margra skipar hann sama
sess í Simbave og Desmond Tutu
erkibiskup gerir í Suður-Afríku og
margir álíta að hann sé sá eini sem
hugsanlega gæti leitt landsmenn í
andstöðu við ríkisstjórnina.
Ekki nýtt af nálinni
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Robert Mugabe forseti svertir
andstæðinga sína með þessum
hætti. Leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, Morgan Tsvangirai, lenti í
svipaðri aðstöðu árið 2003. Þá tók
leyniþjónustan upp á laun, fund
þar sem hann var ítrekað ginntur
til að láta falla ummæli sem hægt
væri að túlka sem landráð. Dóm-
arinn í réttarhöldunum, sem tóku
tvö ár, komst loks að þeirri niður-
stöðu að sönnunargögnin væru
fölsuð. Í huga margra dregur þetta
mál nú dám af því tilfelli.
Öll meðul notuð
Málið allt ber skýr merki leyni-
þjónustunnar og sagði Dav-
id Coltart, þingmaður stjórnar-
andstöðunnar, að markmiðið sé
að þagga niður í fremsta gagnrýn-
anda Mugabes. „Þeir hafa ekki get-
að þaggað niður í honum með öðr-
um meðulum. Þeir vita að þeir geta
hvorki ráðið hann af dögum né sett
hann í varðhald, svo þeir reyna
að koma honum í vandræðalega
stöðu,“ sagði Coltart. Lögmenn
segja að það sé vafasamt að tala
um hórdóm, jafnvel þótt ásakan-
irnar séu réttar. Að sögn konunn-
ar sem á að eiga hlut að máli, hafa
hún og Ncube haft kynmök einu
sinni á þriggja til fjögurra mánaða
fresti undanfarin tvö ár.
Hvort er alvarlegra
Þegar horft er til ástandsins í
Simbabve má velta fyrir sér alvar-
leika málsins. „Ef við setjum ástand-
ið í Simbabve inn í þetta samhengi,
hvort er þá alvarlegra: leiðtogi sem
fremur þjóðarmorð á þegnum sín-
um, eða manneskja sem glímir við
andartaks veikleika? Ef við vegum
og metum syndina, í þessu landi
sérstaklega, þá er mál Ncubes ekki
alvarlegt,“ sagði Coltart.
David Coltart sagði að hræsn-
in væri yfirgengileg í ljósi þess að
Mugabe hefði sjálfur verið bendl-
aður við framhjáhald og það á
meðan kona hans lá banaleguna.
Þá hafði Mugabe staðið í ástar-
sambandi við einkaritara sinn,
Grace Marufu, á sama tíma og
eiginkona hans glímdi við nýrna-
sjúkdóm sem loks dró hana til
dauða. Robert Mugabe þurfti
sérstakt leyfi páfa til að kvænast
Marufu.
Enn sem komið er hefur Pius
Ncube erkibiskup ekki látið frá sér
fara opinbera tilkynningu.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Pius Alick
Mvundla Ncube
Pius Ncube fæddist árið 1946 í
Gwanda. Fjölskyldan flutti árið
1952 til Bulawayo þar sem hann
hlaut menntun í skóla heilags
Patreks, sem rekinn var af
jesúítum. Árið 1973 vígðist hann
til prests og þjónaði í strjálbýli
þar sem áður hét Ródesía. Ncube
var prestur í Matabelelandi árið
1980, en það ár komst Robert
Mugabe til valda. Sama ár hóf
Mugabe aðgerðir gegn
andstæðingum sínum í
Matabelelandi. Aðgerðirnar
kosta tuttuguþúsund manns
lífið. Pius Ncube varð fyrsti
þeldökki erkibiskupinn í
Bulawayo árið 1998. Árið 2003
var Ncube veitt viðurkenning
fyrir baráttu sína gegn ógnar-
stjórn Roberts Mugabe og
tveimur árum síðar skipulagði
hann fjöldaaðgerðir sem miðuðu
að því að koma Robert Mugabe
frá völdum, vegna gruns um að
niðurstöður þingkosninga yrðu
falsaðar. Pius Ncube var veitt,
árið 2006, viðurkenning
alþjóðlegu mannúðarsamtaka
Roberts Burns.
Stjórnarandstaðan í Simbave er í upp-
námi. Einn helsti andstæðingur Ro-
berts Mugabe forseta landsins, Pius
Ncube erkibiskup rómversk-kaþólsku
kirkjunnar, hefur verið bendlaður við
kynlífshneyksli. Birtar hafa verið
myndir í ríkisfjölmiðlum sem eiga að
sýna hann í félagsskap konu á hótelher-
Kóngur og drottning, spil sem
komist hafa í umferð í Simbabve
Mugabe trjónir umsettur peningasekkjum og demöntum og
kona hans er að koma úr verslunarferð. Hjartatían er lögreglan í Simbabve.
Robert Gabriel
Mugabe
Robert Mugabe fæddist árið
1924. Hann hlaut uppeldi í anda
rómversk-kaþólsku og stundaði
meðal annars nám í jesúítaskól-
um. Hann er kennaramenntaður
og vann við kennslu á sínum
yngri árum. Hann leiddi
skæruhernað gegn stjórn hvítra í
Ródesíu upp úr 1970. Hann var
forsætisráðherra Simbabve frá
1980 til 1987, en þá var staðan
lögð niður. Hefur verið einráður í
Simbabve síðan þá og undir hans
stjórn hefur efnahagur landsins
hrunið. Mugabe beitti sér, árið
2000, fyrir eignarnámi á jörðum
hvítra bænda með það fyrir
augum að þeldökkir skyldu njóta
ávaxta landsins. Í kjölfarið lagðist
landbúnaður af að mestu leyti og
Simbabve sem á árum áður hafði
verið stór útflytjandi
landbúnaðarafurða og verið
kallað „brauðkarfa“ suðurhluta
Afríku, varð háð matvælaaðstoð
svo hægt væri að metta þegna
landsins. Mugabe kvæntist Grace
Marufu árið 1996. Marufu hefur
verið gagnrýnd fyrir íburðarmik-
inn lífsstíl og eyðslusemi. Talið er
að verðbólgan í Simbabve sé nú
um fimmþúsund prósent.
Mugabe er einn sá leiðtogi í
Afríku sem lengst hefur setið á
valdastóli. Sökum aldurs hans og
heilsufars hafa vaknað upp
spurningar um eftirmann hans.
Árið 2006 var kynnt áætlun þar
sem sú hugmynd var viðruð að
forsetakosningunum sem fram
eiga að fara á næsta ári, yrði
frestað og þær haldnar á sama
tíma og þingkosningarnar 2010.
Hefði það verið samþykkt hefði
það lengt kjörtímabil Mugabes
um tvö ár. Talið er að leiðtogar
annarra Suður-Afríkuríkja séu
ekki mjög hlynntir því að hann
sitji á forsetastóli til ársins 2010.
Robert Mugabe Forseti
Simbabve beitir öllum ráðum
gegn andstæðingum sínum.
Pius Ncube erkibiskup Nýtur
alþjóðlegrar virðingar fyrir
opinbera gagnrýni sína á Mugabe.