Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 22
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200722 Fréttir DV
Vel á fjórða hundrað milljóna króna
sem búið er að leggja í Feygingar-
verksmiðjuna í Þorlákshöfn virðist
að mestum hluta glatað fé en allt út-
lit er fyrir að hætt verði við að klára
verksmiðjuna og hefja framleiðslu á
líni eins og til stóð. Bændur hafa trú-
lega ræktað nærri fimm þúsund tonn
af hör sem gera átti að líni í verk-
smiðjunni og gekk ræktunin vonum
framar, var jafnvel talin betri en hjá
ræktendum í Evrópu.
Of dýrt að finna upp hjólið
Að baki verksmiðjunni standa
Orkuveita Reykjavíkur, Byggða-
stofnun, Sveitarfélagið Ölfus, Eign-
arhaldsfélag Suðurlands og fleiri og
hafa þessir aðilar lagt hundruð millj-
óna króna í hlutafé til verkefnisins
en um ellefu ár eru frá því verkefnið
hófst. 2.400 fermetra hús hefur ver-
ið reist undir starfsemina í Þorláks-
höfn og mest allt af vélbúnaðinum
er til en að hluta ósamansettur. Sum-
ir vilja meina að of margar stofnanir
hafi komið að verkefninu og of mikill
tími hafi farið í að finna upp hjólið og
höfðu sumir á tilfinningunni að lítið
væri gert annað en að funda. Reynt
var að smíða vélasamstæðu sem
þarf til að þurrka hörinn frá grunni
svo hún tæki minna pláss og væri
ódýrari og stóðu vonir til að þannig
væri hægt að spara tugi milljóna
króna. Jón Logi Þorsteinsson, bóndi
á Garðsauka sem tók þátt fram-
leiðsluferli hörsins, telur alltof lang-
an tíma hafa farið í þróun þurrklín-
unnar í stað þess að láta smíða hana
að margreyndri fyrirmynd sem not-
uð hefur verið víða um heim. Nýr yf-
irmaður var ráðinn til Feygingar ehf.
og ákvað sá að hætt yrði við frekari
uppfinningavinnu og fékk vélsmiðju
til þess að smíða venjulega þurrklínu
fyrir verksmiðjuna. Heil skemma var
byggð við Feygingarverksmiðjuna
undir þurrklínuna sem aldrei var
gangsett.
Eyddu árum í að koma vinnsl-
unni af stað
Jón Logi og fleiri sem DV ræddi
við segja að rekstur verkefnisins hafi
alltaf verið tæpur, alltaf hafi vantað
pening sem þó yfirleitt hafi bjargast
á endanum eða þar til allt varð stopp.
„Það er verst að örugglega níutíu
prósent eru tilbúin og það vantar
bara hænufet upp á að hægt sé að
gangsetja framleiðsluna. Maður spyr
sig hvort þessi nýsköpun hafi verið
fórnarlamb virkjanaframkvæmda og
tilrauna til þess að spyrna fótum við
þenslu,“ segir Jón Logi.
Hann segir ræktunina hér á landi
hafa tekist með eindæmum vel. Jurt-
in sé sérstaklega þægileg í ræktun og
staðsetning Íslands er aldei þessu
vant góð til slíks brúks. Þegar farið
var af stað í ræktunina var land ódýrt
á Íslandi þó það hafi breyst. Í Evr-
ópu er hör helst ræktaður í Hollandi,
Belgíu og í Frakklandi en svo er Kína
nokkuð stór framleiðandi. Jón Logi
bendir á að lífrænn textíll sé notað-
ur í allt mögulegt, allt frá strigaskóm
upp í bíla.
Felstir bændanna fengu á end-
anum greitt fyrir ræktunina eða þeir
sem gengu nógu hart eftir því að fá
greitt en það voru þó ekki allir. Rækt-
unin var svo aldrei notuð nema hluti
sem fór í landgræðslu og til þess að
búa til stökkpalla á mótorhjólabraut
fyrir utan Þorlákshöfn. Einhverjir
fengu sérstök lán og styrki til þess að
kaupa vélbúnað til þess að ná hörn-
um af ökrunum en Jóni Loga tókst
það ekki, var líklegast of seinn og því
situr hann uppi með vélbúnað upp á
um fimm milljónir króna sem hann
getur ekki nýtt í neitt annað.
Ræktuðu hör þó það væri of seint
Þegar Nýsköpunarsjóður atvinnu-
lífsins kom inn í verkefnið á síðasta
ári voru að sögn Jóns Loga sett skil-
yrði um að ræktun á hör hæfist að
nýju en þá hafði ræktunin legið niðri
um einhvern tíma. „Við fórum tveir í
að koma ræktuninni af stað og sett-
um um hundrað hektara undir hana
þó við vissum að það væri alltof seint
þar sem komið var fram í júní en hefj-
ast hefði þurft handa tveimur mán-
uðum fyrr,“ segir Jón Logi. Hann segir
fagmann innan Feygingar hafa bar-
ist á móti þessari ráðgerð án árang-
urs. Uppskeran varð þó nærri því klár
þrátt fyrir að hafa farið of seint af stað
og Jón Logi og annar sem fór með
honum í ræktunina fengu greitt fyrir.
Við vinnslu umfjöllunarinnar var
reynt að ná í forsvarsmenn Orkuveitu
Reykjavíkur án árangurs. Guðmund-
ur Þóroddsson forstjóri, Hjörleifur B.
Kvaran aðstoðarforstjóri, Haukur Le-
ósson stjórnarformaður og Þorleifur
Finnsson sviðsstjóri reyndust allir
vera í sumarfríi og svöruðu þeir ekki
skilaboðum. Eins náðist ekki for-
svarsmenn Byggðastofnunar.
Feygingarverksmiðjan í Þorlákshöfn, sem enn hefur ekki tekið til starfa, mun líklega aldrei gera það þó
lítið vanti upp á að framleiðsla á líni geti hafist. Verkefnið hófst fyrir um ellefu árum, síðan hafa farið í það
nærri fjögur hundruð milljónir króna og hátt í fimm þúsund tonn af hör verið framleidd. Aðeins lítill hluti
hörsins hefur verið notaður til stökkpallagerðar í mótorhjólabraut rétt við Þorlákshöfn. 2.400 fermetra
verksmiðja, sérstaklega byggð til verksins, stendur ónotuð.
FJÁRAUSTUR
TIL EINSKIS
„Það er verst að örugglega níutíu prósent eru tilbúin og það vantar
bara hænufet upp á að hægt sé að gangsetja framleiðsluna. Maður
spyr sig hvort þessi nýsköpun hafi verið fórnarlamb virkjanafram-
kvæmda og tilrauna til þess að spyrna fótum við þenslu.“
HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
Feygingarverksmiðjan í Þorlákshöfn
2400 fermetra bygging stendur ónotuð.
Hún var byggð sérstaklega til þess að
vinna lín en framleiðslan hefur aldrei
verið gangsett og verður líklega aldrei.
Mótorhjólabraut skammt frá
Þorlákshöfn Aðeins hluti af þúsund-
um tonna af hör hefur verið nýttur, mest
í þessa mótorkrossbraut til þess að
binda sandinn og búa til stökkpalla.
Hör rykkt upp af akrinum Mikið var framleitt af hör og gekk ræktunin
vonum framar, svo vel að margir segja íslenska hörinn betri en þann sem
framleiddur er í Evrópu.