Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 23
Nýsköpunarsjóður lagði fimm- tíu milljónir króna í Feygingarverk- smiðjuna í Þorlákshöfn en dró sig al- farið út úr verkefninu á síðasta ári og afskrifaði fjármagnið sem lagt hafði verið til. „Ljóst var að stofnkostnað- ur var meiri en gert hafði verið ráð fyrir og að tekjur yrðu minni en áætl- að var í fyrstu,“ segir Finnbogi Jóns- son framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðs. Finnbogi segir að ákveðið hafi verið að fjárfesta í Feygingarverk- smiðjunni, áður en hann hafi hafið störf hjá Nýsköpunarsjóði, og fé var lagt til í samræmi við rekstraráætl- anir. Greiðslur frá sjóðnum áttu að koma í þremur hlutum og var aðeins síðasta greiðslan eftir þegar sjóður- inn dró sig út úr verkefninu. „Fyrir- varar fyrir greiðslunni stóðust ekki en sú greiðsla skipti ekki máli í heild- ardæminu,“ segir Finnbogi. Búið var að leggja fimmtíu milljónir króna í verkefnið en síðan kom í ljós að eng- ar áætlanir stóðust að sögn Finnboga og því hafi verið tekin ákvörðun um að halda ekki áfram þátttöku. „Það er ekki rétt að henda góðum pen- ingum á eftir vondum,“ segir Finn- bogi aðspurður um hvort ekki hefði verið þess virði að halda áfram fyrst búið var að leggja til mikið fjármagn í verkefnið. Finnbogi segir Nýsköpunarsjóð hafa ákveðið að nýta krafta sína í önn- ur verkefni sem sjóðurinn vinnur að. „Ég veit ekki hvort allir fjárfestarn- ir hafa gefist upp en ég held að það hafi flestir gert. Það eru fáir ef ein- hverjir sem hafa trú á þessu ennþá,“ segir Finnbogi og minnir á að þegar sjóðurinn hafi komið inn í verkefnið í kringum áramótin 2005 og 2006 hafi aðeins átt að vanta herslumuninn en það hafi ekki staðist. Endurskoðuð tekjuáætlun var heldur ekki að skapi stjórnenda Nýsköpunarsjóðs. „Þetta hefði verið spennandi ef það hefði getað gengið en það er ekki hægt að halda áfram endalaust þegar liggur fyrir að þetta er vonlaust,“ segir Finn- bogi. hrs@dv.is „Þetta er skítt því öll vinnan guf- ar upp á síðustu metrunum,“ seg- ir Kristján Eysteinsson textíltækni- fræðingur sem starfaði í ellefu ár við þróun á Feygingarverksmiðjunni í Þorlákshöfn sem útséð virðist vera með að taki nokkurn tíma til starfa. Síðasta haust var fyrirtækið komið í fjárhagskreppu, endurfjármögnun tókst ekki og var Kristjáni sagt upp störfum í nóvember. Fjárfestar vilja skjótfenginn gróða Kristján segir þróunarvinnunni hafa verið lokið og lítið sé eftir til að koma verksmiðjunni í gang, varla sé annað eftir en að tengja vélabún- aðinn. „Það er ekki nema tveggja til fjögurra mánaða vinna eftir til að koma þessu af stað. Það er mjög lítið sem vantar upp á miðað við það sem búið er að leggja í verkefnið,“ seg- ir Kristján. Hann segir Nýsköpunar- sjóð hafa sprungið á síðustu metr- unum. „Fjárfestar höfðu ekki meiri þolinmæði enda Ísland ekki þekkt fyrir þolinmóða peninga. Fjárfestar vilja koma peningum sínum í skjót- an gróða með því að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem eru búin að sanna sig.“ Gæðavara og næg eftirspurn Í huga Kristjáns er ekki spurning um að Feygingarverksmiðjan geti rekið sig því framleiðslan hér þurfi ekki að vera dýrari en í samkeppnis- löndum eins og Hollandi og Belgíu. Hann segir veðurfar ekki setja strik í reikninginn því beita átti öðruvísi aðferð hér en tíðkast annars staðar. Í útlöndum fer feyging hörs fram á akrinum, en eftir að hann er sleginn er hann látinn fúna áður en honum er pakkað saman. Með nýju fram- leiðslutækninni sem notast átti við í Þorlákshöfn er hörinn er sleginn, eða rykktur, og svo pakkað saman í rúll- ur. Síðan er framkallað lífrænt niður- brot með heitu vatni og við það losna trefjarnar auðveldlega úr plöntunni. Þannig fæst einsleit gæðavara því feygingunni er stýrt nákvæmlega. „Þessi aðferð gefur bestu fáanlegu gæði og það er eftirspurn eftir góðu líni,“ segir Kristján, sem bæði starf- aði sem verkefnastjóri og við mark- aðsmál hjá Feygingu ehf. Vantar herslumuninn eða um 150 milljónir „Ég veit ekki hvað þyrfti mikið fjármagn til þess að koma þessu af stað þannig að það myndi standa undir sér, kannski um eitt hundr- að og fimmtíu milljónir til viðbótar,“ segir Kristján. Lengi framan af hafði hann fulla trú á að hægt yrði að fá fjármagn en vonin hvarf snemma á þessu ári. Kristján segir synd að ekki sé hægt að fá peninga út úr þeim fjár- festingum sem búið er að leggja í en til að mynda er búið að byggja sér- staklega 2.400 fermetra verksmiðju undir starfsemina. Feyging ehf. er ekki gjaldþrota og telur Kristján möguleika á að hægt verði að fá eitt- hvað upp í það sem lagt hefur verið í verkefnið með sölu á vélum og bún- aði sem keyptur hefur verið. Á fjórða hundrað milljóna króna hafa farið í verkefnið og segir Kristján aldrei hægt að endurheimta nema brot af þeim kostnaði þar sem öllu verður líklega hætt. hrs@dv.is DV Fréttir föstudagur 20. júlí 2007 23 FJÁRFESTAR SPRUNGU Á SÍÐUSTU METRUNUM Kristján Eysteinsson Er þess fullviss að framleiðslan hefði getað staðið undir sér og vel það. Kristján Eysteinsson sem unnið hefur að þróun Feygingarverksmiðjunnar í Þorlákshöfn er viss um að hægt hefði verið að framleiða gæðalín með arðbærum hætti ef Nýsköpunarsjóður og aðrir fjárfestar hefðu ekki gefist upp þegar farið var að sjást til lands. ÓÞARFI AÐ HENDA GÓÐUM PENINGUM Á EFTIR VONDUM Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs segir orðið ljóst að verkefnið sé vonlaust: Finnbogi Jónsson telur fáa ef nokkra eftir sem trúi því að feygingarverksmiðjan geti staðið undir sér. Ræktun hörs gekk upp en aldrei tókst að nýta framleiðsluna nema að hluta: „Ég tel að á milli fjögur og fimm þúsund tonn af hör hafi verið ræktuð á þeim árum sem ræktunin stóð yfir,“ segir Hafsteinn Jónsson, bóndi í Ak- urey, sem ásamt um tuttugu öðrum ræktaði hör í tilraunaskyni. Hörinn var aldrei notaður til línframleiðslu og er að mestu ónýtur. Hluti var þó notaður í landgræðslu og við gerð mótorhjóla- brautar fyrir utan Þorlákshöfn. Hafsteinn hefur ekki ræktað hör síðustu þrjú árin en fyrsta árið sem ræktunin stóð yfir ræktaði hann sex- tán hektara. Árið þar á eftir var hrá- efnisframleiðslan í hámarki og nýtti hann níutíu hektara til verksins en tíu hektara síðasta árið. „Þetta hefði get- að skapað ágæta atvinnu ef þetta hefði gengið upp eins og lagt var upp með. Það er mjög leiðinlegt þegar svona ný- sköpun bregst. Við bændur erum opn- ir fyrir öllum nýjungum og tækifærum til þess að auka fjölbreytnina,“ seg- ir Hafsteinn. Hann segir hörrækt geta hafa verið góða í þeirri þróun sem á sér stað í sveitum landsins, búskapar- hættir séu sífellt að breytast og búum að fækka. Hafsteinn segir að hörræktin hefði alltaf verið aukabúgrein hjá honum. „Maður fór skaðlaust út úr þessu. Ég fékk að fullu greitt fyrir mína vinnu þótt það hafi tekið nokkuð langan tíma,“ segir Hafsteinn. Landið sem hann lagði undir hörræktunina gat hann nýtt strax til annarra nota eins og til þess að rækta korn og túnþökur. Hafsteinn segir engan hafa lagt al- eiguna undir en flestir ræktendanna voru á Suðurlandi og sunnanverðu Snæfellsnesi. Verkefnið stóð ekki und- ir væntingum að mati Hafsteins þótt þeim hafi verið stillt í hóf. „Það er grát- legt að þetta skyldi ekki ganga eftir all- an fjárausturinn.“ hrs@dv.is RÆKTUÐU NÆRRI FIMM ÞÚSUND TONN AF HÖR Vélabúnaður til hörframleiðslu stendur ónotaður: TÓKUM ÁHÆTTU EINS OG AÐRIR „Þetta var áhættuverkefni hjá okkur eins og hin- um. Við reiknum með að selja vélabúnaðinn til út- landa og erum farnir að skoða þau mál,“ segir Svan- ur Guðmundsson bóndi í Dalsmynni II. Hann og fleiri bændur stofnuðu fyrirtækið Yrkjar til þess að kaupa tækjabúnað til hörframleiðslunnar sem feygja átti í Þorlákshöfn. Um umtalsverðan vélabúnað er að ræða og ger- ir Svanur ráð fyrir að vel gangi að selja búnaðinn til Evrópu. Tækin eru mjög sérhæfð og því ekki hægt að nota þau til annarra verka en til að rykkja upp hör. Fyrirtækið Yrking sá ekki aðeins um að hirða hör fyrir eigendur fyrirtækisins heldur seldi þjón- ustu til annarra bænda sem tóku þátt í verkefninu. „Það var mikill peningur settur í þetta en það vantaði þolinmæðina. Ég held það liggi fyrir að það er hægt að gera þetta, það kom alla vega út úr okk- ar könnunum,“ segir Svanur þess fullviss að hægt sé að rækta lín og vinna það með ásættanlegri niður- stöðu. Hann segir vel geta verið að línframleiðsla og vinnsla sé eitthvað sem hann og félagar hans skoði nánar í framtíðinni. Svanur vill ekki gefa upp hversu mikið vélabún- aðurinn kostaði fyrirtækið en segir verðið hafa verið viðráðanlegt. „Við stöndum þetta af okkur. Við erum komnir í byggrækt núna og hún gengur vel eins og allt sem við gerum,“ segir Svanur. hrs@dv.is Rykkjari sértækar vinnuvélar voru keyptar frá Kanada til hörræktunar- innar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.