Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 26
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200726 Hin hliðin DV
xxxxxx
HIN HLIÐIN
■ Nafn og kyn?
Sölvi Tryggvason. Karlmaður síðast
þegar ég vissi.
■ Atvinna?
Dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag
á Stöð 2.
■ Hjúskaparstaða?
Eins og hún á að vera.
■ Fjöldi barna?
Engin börn.
■ Áttu gæludýr?
Nei, engin gæludýr, en hef átt kött
og er meira fyrir þá gefinn en
hundana blessaða.
■ Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund
vildir þú vera og hvers vegna?
Ég hef blessunarlega ekki lagt í
vana minn að heimfæra sjálfsmynd-
ina á ökutæki, en mér liði örugglega
ágætlega sem svörtum Toyota
Avensis.
■ Hefurðu komist í kast lögin?
Já.
■ Borðar þú þorramat?
Já.
■ Hefur þú farið í megrun?
Nei.
■ Græturðu yfir minningargreinum um
ókunnuga?
Góð spurning. Veistu, það hefur
komið fyrir einu sinni eða tvisvar.
■ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum
mótmælum?
Einhverju sinni fyrir langalöngu
mótmælti ég ásamt öðrum undir
þrumuræðu frá félaga Ögmundi ...
þegar ég á æskuárum ungur var...
■ Lestu blogg?
Já.
■ Trúir þú á framhaldslíf?
Nægum tíma hef ég eytt í að reyna
að komast að niðurstöðu, en engar
staðfestingar fengið enn.
■ Er líf á öðrum hnöttum?
Já, eigum við ekki að segja það.
■ Kanntu dónabrandara?
Ég sit uppi með þann beiska kaleik
að muna hreinlega ekki brandara
sama hvernig ég reyni að grafa eftir
þeim, þó að ég hafi heyrt þá í
hundraðatali.
■ Kanntu þjóðsönginn?
Ég kann stóran hluta af honum, en
ekki alveg allan. Ég get hins vegar
alls ekki sungið þjóðsönginn án
sterkrar tilfinningar um að ég sé að
níðast á landinu mínu.
■ Kanntu trúarjátninguna?
Nei.
■ Spilarðu á hljóðfæri?
Einu sinni spilaði ég á althorn og
trompet, en þeir hæfileikar hafa
verið til grafar bornir.
■ Styðurðu ríkisstjórnina?
Pass.
■ Hvað er mikilvægast í lífinu?
1) Að átta sig raunverulega á því að
hamingjan kemur innan frá, 2) að
lífið er núna, 3) að vanlíðan skapast
ekki af atburðum, heldur hugsun-
um um þá. (Pocketbook happyness!)
■ Hvaða fræga einstakling myndirðu
helst vilja hitta og af hverju?
Mig hefur alltaf langað að hitta
Diego Armando Maradona. Ég hef
haldið svo mikið upp á hann síðan á
HM 1986 að hann hækkar bara í áliti
við að skjóta á blaðamenn með
haglabyssu og berja dómara í
Argentínu (sorry). Misskilinn
snillingur af guðs náð. Bill Clinton,
Fidel Castro, Zinedine Zidane,
Michael Jordan og Jack Nicholson
eru líka ofarlega á lista. Allt saman
áhugaverðir einstaklingar, sem
örugglega væri gaman að hitta yfir
kaffi og koníaki.
■ Hefurðu eytt peningum í vitleysu –
þá hvaða?
Að sjálfsögðu, svo oft að ég get ekki
talið það upp hér og nú.
■ Heldur þú með einhverju
íþróttafélagi?
Liverpool og það meira en góðu
hófi gegnir.
■ Hefur þú ort ljóð?
Ekki veit ég hvort fylleríisferskeytl-
ur geti flokkast sem ljóð, en á
stundum hefur andinn komið yfir.
■ Eru fatafellur að þínu mati
listamenn?
Þær eru eflaust jafn misjafnar og
þær eru margar eins og gildir um
flestar starfsstéttir. Ekki ætla ég að
útiloka að í hópnum leynist
listamenn.
■ Eru briddsspilarar að þínu mati
íþróttamenn?
Nei.
■ Af hverju stafar mannkyninu mest
hætta?
Miðaldra hvítum karlmönnum með
allt of mikil völd.
■ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
Ekki get ég sagst vera talsmaður
þess. Hins vegar er fráleitt að setja
öll önnur vímuefni en áfengi undir
sama hatt og ef það myndi skila
einhverju að lögleiða hass og
maríjúana er ég ekki mótfallinn því
bara til að vera mótfallinn því.
■ Stundarðu íþróttir?
Já, allt frá boltaíþróttum yfir í
japanskar skylmingar.
■ Hefurðu látið spá fyrir þér?
Nei, það hef ég ekki gert.
SÖLVI TRYGGVASON
FRÉTTAMAÐUR Á STÖÐ 2