Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200732 Sport DV A rnar Grétars- son hefur spil- að hreint frá- bærlega með Breiðabliki í Landsbanka- deildinni í sum- ar. Blikar þykja spila einn skemmtilegasta fót- bolta deildarinnar og er Arnar þar í lykilhlutverki. Hann er með hæstu meðaleinkunn hjá DV af öllum leikmönnum deildarinnar en þessi reynslumikli leikmaður kom heim úr atvinnumennskunni fyrir rétt rúmlega ári. Arnar spilaði bæði í Grikklandi og Belgíu en hann fór út árið 1997 og á 71 landsleik að baki. Hann varð 35 ára á þessu ári en aldurinn er ekki farinn að segja til sín sé tek- ið mið af spilamennsku hans í sum- ar. „Það hefur verið nóg að gera hjá mér síðan ég kom heim. Ég er að vinna í Landsbankanum auk þess að vera á fullu í fótboltanum og þá stend ég í því að byggja á Vatns- enda. Þetta hafa verið ákveðin við- brigði fyrir mig þar sem fótboltinn hefur verið mín vinna síðustu ár. Þetta síðasta ár hefur samt verið virkilega skemmtilegt og viðburða- ríkt. Maður hefur verið að takast á við ný og skemmtileg verkefni,“ segir Arnar. Það var þó ekki stefna hans að koma heim í fyrra. „Markmiðið var upphaflega að vera lengur úti en svo urðu að- stæður þannig að ég ákvað að fara heim. Meiðsli og annað spilaði þar inn í en ég sé alls ekki eftir þessari ákvörðun. Ég er með tvo krakka og þeir eru mjög ánægðir, hafa náð að kynnast mörgum nýjum vinum og það er bara mjög jákvætt. Maður kvartar allavega ekki yfir því að ekki sé nóg að gera. Maður þarf að sinna fjölskyldunni og svo er ég líka með þessa golf-bakteríu í mér sem maður reynir að finna tíma fyrir. Þegar maður er búinn í boltanum fer maður líklega á fullu í golfið,“ segir Arnar. Skemmtileg blanda Það fer ekki á milli mála að Arn- ari líður vel hjá Breiðabliki enda ólst hann upp hjá félaginu. Hann er mjög ánægður með það lið sem Breiðablik hefur á að skipa í dag. „Breiðabliksliðið er mjög skemmtilegur hópur með fullt af stórskemmtilegum einstaklingum. Stemningin er mjög góð og það er virkilega gaman að vera hluti af þessu liði. Það er ansi langt síðan Breiðablik hefur haft svona gott lið. Það eru mjög efnilegir strákar að koma upp og svo erum við líka með leikmenn sem hafa verið þarna í nokkur ár. Auk þess höfum við fimm erlenda leikmenn en það er ekki hægt að segja annað en að við höfum verið mjög heppnir með út- lendinga, þetta eru ekki bara góð- ir fótboltamenn heldur líka flottir einstaklingar,“ segir Arnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur sagt í viðtali að hann standi og falli með því að lið hans spili fótbolta. Breiðablik hef- ur svo sannarlega spilað fótbolta það sem af er móti þó augljóst sé á Arnari að hann vildi að stigin væru fleiri. „Við höfum mjög vel spilandi lið. Flestir ef ekki allir leikmenn geta spilað boltanum vel og haldið hon- um vel. Við höfum sýnt mjög góðan fótbolta í sumar en það hefur oft vantað endahnútinn hjá okkur. Það hafa komið leikir þar sem þetta fell- ur fyrir okkur og við vinnum mjög sannfærandi. Við höfum þrisvar náð að vinna 3-0 og í öllum þeim leikjum hefði ekki verið ósann- gjarnt ef við hefðum skorað enn fleiri mörk,“ segir Arnar. „Ef menn eru ekki að nýta færin og gefa ódýr mörk, þá vinnur liðið ekki. Svona er bara fótboltinn. Það er samt mjög sterkt hjá okkur að hafa bara fengið átta mörk á okk- ur, sérstaklega í ljósi þess hvað við erum að spila mikinn sóknarbolta og erum mikið með boltann. Þá vill það verða þannig að þetta opnist meira. Það eru allir í liðinu að verj- ast mjög vel og spilamennskan hef- ur verið mjög góð þó stigin mættu vera fleiri. Það er í raun grátlegt að við séum ekki með fleiri stig mið- að við hvernig við höfum verið að spila.“ Rúnar passar betur í Blikaliðið Breiðablik er sem stendur í fimmta sæti en liðið endaði í því sæti í fyrra. „Getan er alveg til stað- ar og við förum í alla leiki til að vinna, sama hver mótherjinn er. Ef við náum að vinna KR í næsta leik komum við okkur út úr þessu miðju-ströggli. Skagamenn eru fyrir ofan okkur, hafa tveimur stig- um meira en við, og næsta mark- mið okkar er að ná þeim. Svo er bara tekið næsta skref og skoðaður möguleikinn á því að fara eitthvað hærra. Þetta er samt svo fljótt að breytast og því mikilvægt að ná eins og tveimur til þremur sigurleikjum í röð,“ segir Arnar. Markmið Breiðabliks fyrir tíma- bilið var að gera betur en í fyrra. „Markið var sett á fjórða sætið og í raun og veru er enn möguleiki á því. Miðað við stöðuna í deildinni tel ég það vel raunhæft. Við höfum verið að þéttast og ná að nýta færin bet- ur í síðustu leikjum. Svo hafa ungu strákarnir, bæði Kristinn Steindórs- son og svo Gunnar Örn, verið að standa sig mjög vel í síð- ustu leikjum. Svo höfum við aðra leikmenn sem hafa staðið sig mjög vel eins og Kristján Óla, Steinþór, Magga Palla og Olgeir. Þetta sýn- ir bara breiddina í liðinu. Baráttan um sæti í liðinu er mikil og er ansi langt síðan hún hefur verið svona hörð hjá Breiðabliki. Það er bara já- kvætt vandamál fyrir þjálfarann.“ Hjá Lokeren lék Arnar með Rún- ari Kristinssyni sem nú er einnig kominn heim úr atvinnumennsk- unni. Rúnar gekk til liðs við KR fyrr í sumar en hefur ekki náð að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. „Rúnar er fyrst og fremst fót- boltamaður og þegar lið er fyrst og fremst að kýla boltanum fram, þá gerir hann voðalega lítið. Hann þarf að fá boltann í lappirnar og spila. Nú er þetta komið á það stig að menn hafa kannski lítið sjálfs- traust og þá er voðalega lítið verið að spila. Þá er ekki hægt að ætlast til að hann fari að gera eitthvað,“ segir Arnar en hann trúir því að það hefði hentað Rúnari betur að koma í Kópavoginn. „Ég hugsa það að það hefði hent- að hans leikstíl miklu betur að fara í Breiðablik. Við erum að spila einn besta boltann eins og staðan er núna og ég held að í okkar liði gæti hann sýnt þessa fótboltalegu getu sem hann býr yfir. Það eru kannski ósanngjarnar kröfur sem voru sett- ar á Rúnar og lið sem notast mik- ið við langar sendingar breytir því ekkert með komu eins manns.“ Gaman á æfingum Arnar var gerður að fyrir- liða Breiðabliks fyrir tímabil- ið og hefur spilað frábærlega í sumar eins og áður hefur komið fram en hann spilar á miðjunni. „Mér hefur geng- ið alveg ágætlega og það hjálpar til að vera að spila í góðu liði og vera með góða menn við hlið sér. Ef þú ert með góða menn í kringum þig gera þeir þig að betri leikmanni. Þetta er bara samvinnan í liðinu, það hafa margir verið að standa sig vel þarna og ég er einn af mörgum sem hafa spilað vel. Þjálfararnir hafa verið að gera fína hluti og svo er stemningin í lið- inu mjög góð,“ segir Arnar sem ekki hefur enn ákveðið hvenær skórnir fara á hilluna. „Svo framarlega sem ég lendi ekki í neinu tek ég allavega næsta ár. Ég er samningsbundinn út 2008 og eftir það skoðar maður sín mál. Ef ég verð í fínu standi og hef enn svona gaman af þessu, þá hætti ég ekkert. Fótboltinn gefur mér mik- ið og stærsta ástæðan fyrir því er skemmtilegur hópur, mér finnst mjög gaman að mæta á æfingar og hitta þessa stráka og fíflast aðeins með þeim,“ segir Arnar sem er viss um að það verði erfitt að slíta sig frá boltanum. „Maður verður líklega eitthvað í kringum þetta en það er bara spurning hvernig. Ég er alinn upp með boltann við tærnar og það væri skrýtið að kúpla sig alveg út úr þessu. Fótboltinn er stór partur af lífi mínu og það væri erfitt að segja skilið við hann. Ég fór fyrir nokkr- um mánuðum á þjálfaranámskeið hjá KSÍ og maður skoðar kannski þjálfun. Það er þó ekkert sem ég er farinn að hugsa alvarlega út í en væri kannski gaman að prófa. Þetta er öðruvísi nálgun á fótbolt- ann og það væri gaman að miðla af reynslu sinni.“ FÓTBOLTINN ER STÓR HLUTI AF LÍFI MÍNU Með bandið Arnar var gerður að fyrirliða Breiðabliks fyrir tímabilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.