Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Síða 40
Ættfræði DV
ættfræði
U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Í fréttum var þetta helst... 20. júlí 1947
Snorrahátíð í Reykholti
Snorri veginn
Snorri fæddist 1179 og var veginn í
Reykholti 23. september 1241, í aðför
Gissurar Þorvaldssonar að staðnum
sem þar með var að hlýða fyrirskipun
Hákonar Noregskonungs. Menn voru
hins vegar ekkert að flagga þeirri stað-
reynd í Reykholti fyrir sextíu árum og
kannski engin þörf á því.
Í fyrsta lagi hafði Snorri, sem léns-
maður Hákonar konungs, brotið all-
an trúnað gegn honum og haft boð
hans og bönn að engu, meðal annars
með því að sigla heim til Íslands eftir
Örlygsstaðabardaga. Snorri var einn-
ig augljós landráðamaður því hann
vissi af fyrirhugaðri uppreisn vinar
síns, Skúla jarls, gegn konungi, og lét
sér fátt um finnast. Í þriðja lagi lögðu
íslenskir höfðingjar sem voru hand-
gengnir konungi, ekki í vana sinn að
sinna erindum hans hér á landi, þó
þeir buktuðu sig og beygðu og plott-
uðu með honum í konungsgarði. Hér
á landi fóru þeir einungis sínu fram
og með sína hagsmuni í huga. Þetta
átti við um þá alla, Snorra Sturluson,
Gissur jarl, Sturlu Sighvatsson og
Þórð kakala. Það þurfti því sjaldnast
fyrirskipanir frá Noregskonungi til að
íslenskir höfðingjar dræpu hver ann-
an á Sturlungaöld. Loks má geta þess
að konungur lét hafa eftir sér að hann
hefði fremur kosið að Snorri hefði lif-
að og snúist við fylgi við sig. Það var
því líklega engin ástæða til að erfa
þetta við Norðmenn í góða veðrinu í
Reykholti árið 1947.
Þakkarskuld –
ekki samviskubit
Það er heldur engin ástæða til
að ætla að Norðmenn hafi gefið Ís-
lendingum styttuna af Snorra vegna
samviskubits. Þvert á móti hefur Ól-
afur krónprins hitt naglann á höf-
uðið í ræðu sinni þegar styttan var
afhjúpuð, en þá sagði hann: „Minn-
ismerki það sem norska þjóðin gefur
Íslandi er ekki til þess reist að varð-
veita minning þessa mikilmennis,
því sjálfur hefur hann reist sér ódauð-
legan minnisvarða með verkum sín-
um. – Minnismerkið er til þess gert og
þess vegna afhjúpað hér í dag, að við
Norðmenn viljum lýsa á varanlegan
hátt, í hve mikilli þakkarskuld við telj-
um okkur vera við þennan ódauðlega
sagnaritara.‘‘
Hér vísaði krónprinsinn til þess að
Snorri ritaði sögu norskra konunga
frá upphafi og til 1177, sem annars
væru engar teljandi heimildir um. Í
Heimskringlu er einnig að finna sög-
ur konunga í Danmörku og Englandi.
Þá ritaði hann Snorra-Eddu á þriðja
tug þrettándu aldar sem er elsta og
merkasta heimild sem til er um hug-
myndaheim hinnar norrænu heiðni,
um æsina, um kenningar og heiti í
fornum kveðskap og aðrar útskýring-
ar á hinum forna kveðskap og ása-
trúnni. Loks trúa því margir að Snorri
sé höfundur Egils-Sögu, eins mesta
meistaraverks Íslendingasagna, en sú
skoðun hefur við ýmis sannfærandi
rök að styðjast.
Virðing og áhugi Norðmanna fyr-
ir Snorra hafa ekki verið orðin tóm.
Er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
Íslands, lagði hornstein að Snorra-
stofu í Reykholti, 1988, var Ólafur,
þá Noregskonungur, þar viðstaddur
og færði Snorrastofu þjóðargjöf frá
Norðmönnum, og er Snorrastofa var
opnuð við hátíðlega athöfn, árið 2000,
voru Haraldur V. Noregskonungur og
Sonja drottning þar viðstödd.
Fræðimaður eða framagosi
Heimildir um Snorra lýsa engum
dýrlingi. Við minnumst hans með
stolti sem mesta rithöfundar og sagn-
fræðings þjóðarinnar, en hann var
óneitanlega einnig fégráðugur og val-
dagráðugur höfðingi, sem kvæntist
sjálfur og gifti síðan dætur sínar í þeim
tilgangi að ná pólitískum markmiðum.
Hann kunni öðrum fremur að plotta og
pretta og aka seglum eftir vindi. Hann
þáði æðstu metorð af Noregskonungi,
var tvívegist lögsögumaður á Alþingi,
tók þátt í samsærum um að koma Ís-
landi undir erlent vald, var fjöllyndur
í kvennamálum og barst meira á en
flestir aðrir höfðingjar Sturlungualdar.
Á hinn bóginn var hann ekki í hópi
herskáustu höfðingja Sturlungaald-
ar né tók beinan þátt í grimmilegustu
níðingsverkum tímabilsins. Hann var
alinn upp af Jóni Loftsyni í Odda, helsta
mannasætti og menningarhöfðingja
síns tíma, og því freistandi að draga þá
ályktun að endanlegt markmið hans
með valdabröltinu hafi verið að skapa
sér fjárhagsleg og pólitísk skilyrði til að
sinna fræðistörfum.
Ótrúlegt fjölmenni
En hátíðarhöldin í Reykholti
1947 voru hvorki staður né stund
fyrir vangaveltur um það hvaða
mann Snorri Sturluson hafði á end-
anum að geyma. Þar var fyrst og síð-
ast verið að heiðra minningu fræði-
mannsins og skáldsins. Auk Ólafs
krónprins héldu þar ræður forseti
Íslands, Sveinn Björnsson, Stef-
án Jóhann Stefánsson forsætisráð-
herra og Jónas frá Hriflu. Þá flutti
Davíð Stefánsson ljóð um Snorra
sem ort var af þessu tilefni, Matthí-
as Þórðarson þjóðminjavörður rifj-
aði upp þætti úr sögu Reykholts,
gróðursettar voru tólf trjáplöntur
frá norskum skógræktarstöðvum
og mættir voru á staðinn karlakór-
ar Reykjavíkur og Fóstbræðra sem
og Lúðrasveit Reykjavíkur með sín
ómissandi tónlistaratriði.
Síðast en ekki síst voru um það
bil átta þúsund manns mætt í blíð-
una í Reykholti þennan sunnudag-
seftirmiðdag, víðs vegar að af land-
inu. Það er ótrúlegur fjöldi þegar
haft er í huga að árið 1947 settust
menn ekki bara si svona upp í nýja
jeppann sinn og óku sem leið liggur
Hvalfjarðargöngin og upp í Reyk-
holt á einum og hálfum klukku-
tíma. Fyrir flesta var slíkt ferðalag
þá meira mál en sólarlandaferð er
fyrir okkur í dag.
Ættfræði DV
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir
þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið
í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt-
næma viðburði liðinna ára og minnist
horfinna merkra Íslendinga. Lesendur
geta sent inn tilkynningar um
stórafmæli á netfangið kgk�dv.is
föstudaGur 20. júLÍ 200740
Einar Oddur Kristjánsson
Einar Oddur Kristjánsson alþing-
ismaður, varð bráðkvaddur laugar-
daginn 14. júlí síðastliðinn.
Starfsferill
Einar Oddur fæddist á Flateyri í
Önundarfirði 26.12. 1942 og ólst þar
upp. Hann stundaði nám við MA
1959-61.
Einar Oddur var skrifstofumað-
ur 1961-65 og póstafgreiðslumað-
ur á Flateyri 1965-68. Hann var einn
stofnenda fiskvinnslunnar Hjálms
á Flateyri, var framkvæmdastjóri
þar frá 1968, var stjórnarformaður
Hjálms hf, Vestfirsks skelfisks hf og
Kambs, var alþingismaður Vestfjarða
fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1995 og
Norðvesturkjördæmis fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn frá 2003.
Einar Oddur sat í hreppsnefnd
Flateyrarhrepps 1970-82, í stjórn
Vinnuveitendafélags Vestfjarða
1974-1995, var formaður VSÍ 1989-
1992, sat í varastjórn Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna 1983-89, í aðal-
stjórn 1989-94, var stjórnarformaður
Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga frá
1984, í stjórn Icelandic Freezing Plant
Ltd í Grimsby 1987-89, sat í stjórn
Sambands fiskvinnslustöðva 1981-
1996 og var formaður Sambands at-
vinnurekenda í sjávarútvegi 1992-95,
sat í stjórn Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs 1995, í stjórn Grænlandssjóðs
2001-2004, í stjórn Skógræktarfélags
Vestur-Ísafjarðarsýslu frá 1985 og
formaður Skjólskóga Vestfjarða frá
1999.
Einar var formaður Sjálfstæðifé-
lags Önundarfjarðar 1968-79, for-
maður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks-
ins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979-90,
formaður kjördæmisráðs Sjálfstæð-
isflokksins á Vestfjörðum 1990-92 og
var formaður efnahagsnefndar ríkis-
stjórnarinnar 1988.
Einar Oddur sat í efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis 1995-1999,
í sjávarútvegsnefnd 1995-1999, í um-
hverfisnefnd 1995-1996, var varafor-
maður fjárlaganefndar 1999-2007,
sat í landbúnaðarnefnd 1999-2005,
í heilbrigðis- og trygginganefnd
2002-2003, í iðnaðarnefnd 2003-
2006, í félagsmálanefnd 2006-2007
og í samgöngunefnd 2007. Hann
sat í Íslandsdeild Vestnorræna ráðs-
ins 1999-2004 og var formaður þess
2001-2003, sat í Íslandsdeild NATO-
þingsins 2004-2007 og var formaður
hennar 2004-2005 og sat í Íslands-
deild VES-þingsins 2007.
Fjölskylda
Einar kvæntist 7.10. 1971 Sig-
rúnu Gerðu Gísladóttur, f. 20.11.
1943, hjúkrunarfræðingi. Foreldr-
ar Sigrúnar voru Gísli Þorleifsson,
múrarameistari í Reykjavík, og k.h.,
Brynhildur Pálsdóttir hjúkrunar-
fræðingur.
Börn Einars og Sigrúnar eru
Brynhildur, f. 1.1. 1973, sagnfræðing-
ur í Reykjavík, en maður hennar er
Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og
alþingismaður; Kristján Torfi, f. 21.6.
1977, blaðamaður en unnusta hans
er Dagný Arnalds tónlistarkennari og
er sonur þeirra Einar Arnalds Krist-
jánsson, f. 12.12. 2004; Teitur Björn,
f. 1.4. 1980, lögfræðingur.
Systir Einars er Jóhanna Guð-
rún, f. 11.3. 1941, fyrrv. skólastjóri í
Reykjavík.
Bróðir Einars, samfeðra, er Sig-
urður Guðmundur, f. 24.8. 1924, stýri-
maður og húsasmiður í Reykjavík.
Foreldrar Einars: Kristján Eben-
ezersson, f. 18.10. 1897, d. 1947,
skipstjóri á Flateyri, og k.h., María
Jóhannsdóttir, f. 25.5. 1907, d. 5.12.
2003. fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og
síma á Flateyri.
Snorrahátíð í Reykholti 1947 talið er að um átta þúsund manns hafi mætt á snorrahátíð í reykholti árið 1947 sem er ótrúlegur
fjöldi miðað við þáverandi bílaeign og samgöngur. H&N-mynd Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar - ljósmyndari Pétur Thomsen
Fjölmenn hátíð, tileinkuð
Snorra Sturlusyni, var haldin í
Reykholti í Borgarfirði, sunnu-
daginn 20. júlí 1947. Tilefni
hátíðarinnar og hápunktur
hennar fólst í því að Ólafur, þá
Noregskrónprins, afhjúpaði og
færði Íslendingum að gjöf frá
Norðmönnum, styttu af Snorra
Sturlusyni sem enn stendur í
hlaðinu í Reykholti.
Upphaflega var ætlunin að
gefa Íslendingum styttuna á sjö
hundruð ára dánartíð Snorra,
1941, en heimsstyrjöldin síðari
og hernám Noregs kom í veg
fyrir það. Nú kom hins vegar
ekkert í veg fyrir það að þess-
ar tvær frændþjóðir heiðruðu
minningu þessa mikla ritsnill-
ings og eins mesta sagnfræð-
ings norrænna manna, fyrr og
síðar.
ANDLÁT