Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Blaðsíða 42
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200742 Helgarblað DV
Stefán Máni
Geðlyf þyrftu að
fylgja bókinni
„Síðasta bók sem vakti slíka aðdáun
var Brekkan sem Kristian Guttesen sneri
úr norsku, að ég held, en höfundurinn
heitir Frode-eitthvað og er augljóslega
hörkufínn penni. Brekkan er saga geð-
sjúks manns sem röltir með hjálp höf-
undarins inn í hausinn á lesandanum
og tekur hann með sér í ferðalag sem
erfitt er að gleyma. Þetta er ljót bók og
óþægileg aflestrar en sagan er trúverðug
og geðveiki söguhetjunnar smitast yfir í
þann sem les. Best væri að geðlyf fylgdu
bókinni, svona til öryggis. Svona áhrifa-
mikla bók vilja allir höfundar skrifa. Ég
tek ofan fyrir honum Fróða kollega mín-
um frá Noregi. Eða var það Svíþjóð?“
Iðunn Steinsdóttir
Veronika vekur
vangaveltur
„Það eru tvær bækur sem koma fyrst
í hugann. Önnur er Veronika ákveður að
deyja eftir Paulo Coelho og hin er Villtir
svanir eftir Jung Chang.
Ætli ég velji ekki bara Veroniku. Bók-
in Veronika ákveður að deyja hreif mig
svo að ég átti erfitt með að leggja hana
frá mér. Þegar leið á lesturinn sóttu á
mig vangaveltur um það hver væri eigin-
lega „normal“ og hvað það væri að vera
„normal“. Ég lánaði vinkonu minni bók-
ina og strax þegar ég fékk hana til baka
las ég hana aftur.
Það góða við svona bækur er að mað-
ur getur lesið þær endalaust og alltaf
haft jafngaman af þeim.“
Hallgrímur Helgason
Hlypi Laugaveg-
inn fyrir línur úr
Absurdistan
„Þær eru margar. Ég nefni bara Lol-
itu eftir Nabokov, Frú Bovary eftir Flau-
bert og Njálu auðvitað. Þessa dagana er
ég svo að lesa bók sem vel má öfunda
höfundinn af: Absurdistan eftir hinn
rússneska Ameríkana Gary Shteyngart.
Ég er reyndar bara hálfnaður með hana
en þarna eru línur sem maður væri til í
að hlaupa Laugaveginn fyrir. Aðalper-
sónan, hinn rappelskandi Rússi Misha
Vain berg, er stærri en lífið sjálft, undra-
fyndinn alheimsheili, svona karakter
sem kemur aðeins upp í hendurnar á
allra heppnustu höfundum. „Við lesum
bækur í leit að heila sem er frumlegri en
okkar,“ segir bókmenntapáfinn Harold
Bloom og hér er einn slíkur.“
Olga Guðrún Árnadóttir
Stundum næstum öfundsjúk
„Ég er til allrar hamingju alltaf að rekast
á bækur við og við sem heilla mig svo mik-
ið að ég óska þess að hafa haft hugmynda-
flug, vit, tilfinningu og innsæi til að skrifa
slík snilldarverk. Og það gleður mig allt-
af jafn mikið þegar ég uppgötva að ég er
með eitthvað einstakt og magnað í hönd-
unum milli spjaldanna, nýjan heim, nýja
vini, ný tækifæri til að hugsa eitthvað alveg
splunkunýtt. Ólíkar bækur geta vakið þessa
tilfinningu, en einkum eru það skáldsögur,
bæði fyrir börn og fullorðna, og ljóðabæk-
ur sem gera mig svona glaða - og stundum
næstum því öfundsjúka. Ég myndi til dæm-
is gjarnan vilja hafa skrifað hinar djúpvitru
og stórkostlega frumlegu Múmínálfabækur
Tove Janson og hina yndislegu Bróður minn
Ljónshjarta sem Astrid Lindgren var svo
heppin að láta sér detta í hug. Af íslensku
barnabókunum sem standa hjarta mínu
næst nefni ég þá fallegu bók Engil í Vestur-
bænum eftir mína kæru vinkonu Kristínu
Steinsdóttur. Flestar bækur Charles Dick-
ens eru á listanum, svo frábærlega langar
og með öllu þessu stórkostlega fólki sem
stendur manni ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum það sem eftir er ævinnar. Í ljóða-
deildinni vildi ég hafa skrifað allar bækur
Snorra Hjartarsonar, Þorsteins frá Hamri og
Ingibjargar Haraldsdóttur, Kvæði Jakobínu
Sigurðardóttur, Rauða svifnökkvann hans
Ólafs Hauks Símonarsonar, Minningabók
Vigdísar Gríms og ljóðin hennar Kristínar
Ómars, prentuð og óprentuð. Af nýlegum
erlendum bókum get ég nefnt Behind the
Scenes at the Museum eftir bresku skáld-
konuna Kate Atkinson, sem kom út 1995 og
er einstaklega safarík, fyndin og vel skrifuð
skáldsaga um jafnöldru mína, Ruby, fædda
um miðja síðustu öld í York á Bretlandseyj-
um. Ég fylgist vel með breskum höfundum,
bæði innfæddum og aðfluttum, og Atkin-
son er í uppáhaldi þótt bækurnar hennar
séu ekki allar jafn góðar. En hún hefur stór-
kostlega skemmtilegan húmor ásamt því
að vera frábær sögumaður og minnir mig
að ýmsu leyti á Dickens. Sem rithöfundur
finnst mér afar eftirsóknarvert að geta bros-
að út í annað á meðan maður segir sögur af
misjafnlega vel heppnuðu brölti manneskj-
unnar gegnum tilveruna.“
Allir vildu Lilju kveðið hafa...
Níu valinkunnir rithöfundar
voru fengnir til þess að svara
spurningunni: Hefur þú ein-
hvern tímann lesið bók sem
þú hefðir viljað kveða sjálf/ur
og hvers vegna? Flestir segj-
ast hafa hugsað það einhvern
tímann við lestur einstaklega
eftirminnilegrar bókar. Sumir
viðurkenna jafnvel að hafa
fundið til öfundar.
VILDIR ÞÚ HAFA SKRIFAÐ?
HVAÐA BÓK