Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 46
föstudagur 20. júlí 200746 Helgarblað DV Undurgott kúskús ljúffengt með lambakjöti 200 g kúskús (tipiak) 10 g kanilduft 10 þurrkaðar fíkjur 5 döðlur 50 g rúsínur safi úr 1 appelsínu safi úr 1/2 sítrónu 50 g hunang 50 g furuhnetur 50 g möndlur 10 fersk myntulauf 1 appelsína Hellið kúskús í stóra skál og þekið með sjóðandi vatni (svo rétt fljóti yfir). Þekið með loki og leggið til hliðar. setjið appelsínu- og sítrónusafa, fíkjur, döðlur, rúsínur, kanil, hunang, furuhnetur og möndlur í pott (sem ekki festist við) og látið krauma um stund. Bætið appelsínubitum saman við í lokin og sjóðið þar til allt hefur fengið á sig gullbrúnan lit. Blandið ávöxtunum saman við kúskús. Hellið á fat og skreytið með myntulaufum og appelsínubitum. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Segðu það með kryddi Hvert land á sína sérrétti og oft er auðvelt að átta sig á hvaðan ákveðnir réttir eru upprunnir eftir því hvernig og með hverju þeir eru kryddaðir. ítalskur matur inniheldur tómata og óreganó, franskur matur einkennist af víni og tarragoni, sýrður rjómi er einkennandi fyrir rússneska matar- gerð og í grikklandi er maturinn gjarnan kryddaður með sítrónu og kanil. Kínverjar eru ósparir á sojasósuna og hvítlaukur gerir allan mat enn betri án tillits til uppruna hans. Brómberjaísréttur Hráefni: 2 msk. sykur 1 pakki fersk mynta, laufin söxuð gróft 300 g fersk brómber 750 ml góður vanilluís 200 g gott kex með sítrónubragði aðferð: setjið matarfilmu innan í stórt, ílangt bökunarform. Nógu mikið til að geta breitt yfir ísréttinn þegar búið er að fylla formið. setjið sykur í pott með 4 msk. af köldu vatni og látið suðuna koma upp. Hrærið þá myntunni saman við. geymið nokkur brómber til skreytingar og setjið síðan helminginn af berjunum sem eftir eru út í pottinn og sjóðið í 3-4 mínútur. takið af hitanum, kælið aðeins og blandið því næst í matvinnsluvél og sigtið. setjið ísinn í skál og látið hann þiðna aðeins, en ekki bráðna. skerið afganginn af berjunum gróft og blandið við ísinn með gaffli. Hrærið kexinu saman við og helmingnum af berja- sósunni þar til blandan verður marglit. geymið afganginn af berjasósunni. setjið ísblönduna í bökunarformið og lokið filmunni. frystið í 4-5 tíma. takið út úr frystinum 10-15 mínútum áður en bera á fram. Hvolfið ísnum á fat og hellið afgangnum af sósunni yfir og skreytið loks með berjunum sem eftir voru. Guðmundur H. Melberg Loftsson á La Primavera Meistarinn GRILLAÐURsmákjúklingur Guðmundur H. Melberg Loftsson er matreiðslumað- ur á ítalska veitingastaðn- um La primavera en hann útskrifaðist úr matreiðslu- námi við Menntaskólann í Kópavogi í janúar árið 2005. Guðmundur er fæddur í Færeyjum árið 1981 en alinn upp á Húsavík. grillaður smáKjúKliNgur með sætum Kartöflum, sumarsalati og BalsamiK Kavíar Uppskrift fyrir fjóra Smákjúklingur: l 2 stk. smákjúklingar l 40 gr rósmarin l 3 stk chili l 10 stk hvítlauksgeirar l 1 mts tómatpurre l 8 msk ólífuolía Smákjúklingurinn úrbeinaður þannig að bringa og læri sé fast saman á skinni, kjúklingurinn er því næst látinn marinerast yfir nóttina. Marinering: Rósmarin er gróft saxað ásamt chili, hvítlaukur til helminga, tómatpurre og olía blandað saman í skál svo er restinni blandað við, smákjúklingurinn er velt vel upp úr mariningunni ásamt smá möluðum pipar (fer eftir smekk). Kartöflur: 1-2 sætar kartöflur (eftir stærð) skrældar og skornar í teninga. Steiktar á pönnu með olíu í ca. 3-4 mín. Kryddað til með salti, pipar og t.d. ferskri salvíu. Kartöflurnar eru því næst settar í örstutta stund inn í ofn. Sumarsalat: l 1 poki rukolasalati l 1 rauð paprika l 1 fennel (meðalstór) l 1 dós af ricottaosti Paprikan er bökuð í ofni á ca. 200°C–230°C í 30 mínútur, síðan sett í skál og plastfilma yfir í um 20 mín. Húðin er því næst tekin af paprikunni ásamt kjarna, loks er hún skorin í strimla. Fennel skorið mjög þunnt, enn betra væri að nota mandolín sem þó er óvíst að fáist á hverju heimili. Öllu hráefninu er að lokum blandað saman og saltað og piprað að vild. Balsamik kavíar: l 100 ml balsamik l 10 stk matarlímsblöð l 250 ml ólífuolía Olían sett í skál og inn í kæli, matarlímsblöðin sett í vatn og balsamkið er sett í pott og hitað að suðumarki þá er það tekið af og matarlími bætt út í eitt í einu svo er þetta kælt í ca. 30 mín. Olían tekin úr kæli og þú finnur þér góða skeið eða eitthvað sem er þægilegt að láta dropa úr, tekur smá balsamik í skeiðina og lætur litla dropa detta ofan í olíuna þá verður balsamikið að kúlum eins og kavíar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.