Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 47
Tempranillo – höfuðþrúga Spánar Hvergi í veröldinni fer eins mikið land undir vínrækt og á Spáni. Þar er hins vegar víða erfitt að rækta vín og flösku- fjöldi því ekki í samræmi við flatar- mál vínekranna. Talið er að Fönikíu- menn hafi hafið vínræktun á Spáni um 1900 fyrir Krist en að grískir innflytjendur hafi fyrstir komið skipulagi á hana um 700 f. kr.. Borg- arastríðið, sem endaði með sigri Francos árið 1939, fór illa með víniðn- aðinn en á síðustu 2 ára- tugum hefur orðið bylt- ing í vínræktinni með nútímalegri fram- leiðsluháttum. Höfuðþrúga Spánar er Tempranillo sem reyndar gengur und- ir fleiri nöfnum. Þannig nefnist hún til dæmis Tinta del País í Ribera del Du- ero, Cencibel í La Mancha og í Valdepenas og Ull de Llebre í Katalóníu. Vín úr Tempranillo minna gjarnan á kirsuber, hindber og brómber. Þrúgan gefur gott tannín og vín úr henni þroskast afar vel á eikartunnum. Tempranillo er undirstaðan í hinum þekktu Rioja-vínum frá norðanverðum Spáni. Þar skipt- ast vínin í Cri- anza, Reserva og Gran Res- erva. Crianza er vín sem hafa verið eitt ár á eik- artunnum og annað í flösku áður en þau fara á mark- að. Reserva-vín þurfa að vera minnst eitt ár í tunnu og tvö á flösku og Gran Res- erva minnst tvö ár á eikartunnum og þrjú ár í flösku. PÁLMI JÓNASSON vínsérfræðingur DV Ovidio 2004 Ovidio er gert á sléttum La Mancha, austur af Madrid, höfuðborg Spánar. Það er úr þrúgunni Tempranillo sem á þessu svæði nefnist Cencibel. Angan af sætum ávexti, vanillu og fíkjum. Þroskaðir dökkir ávextir í munni, sætar plómur, sveskjur og kirsuber. Þykkt, sætt og olíuríkt en mætti hafa ögn meiri karakter og lifa lengur. Ekki langt frá fjórða glasinu. 1.590 krónur. Campo Viejo Gran Reserva 2000 Juan Alcorta Winery er í hjarta Rioja-héraðsins. Það er nefnt eftir stofnandanum og er á hæð með útsýni yfir Ebro-dalinn. Þar er niðurgrafinn vínkjallari og sjö metrum undir yfirborði jarðar eru 70 þúsund eikartunnur og 6 milljónir flaskna. Vínið er gert úr þrúgunum Tempranillo, Graciano og Mazuelo og liggur í tvö ár í eikartunnum og þrjú ár í flöskum. Lyktar af plómum, sveskjum, reyniviðarblómi og málmi. Bragð af sveskjum, plómum og kirsuberjum með léttum kaffikeim. Ágætisvín með góðu eftirbragði. 1.790 krónur. Pata Negra Gran Reserva 1999 Fyrirtækið var stofnað í héraðinu Valdepenas árið 1875 og hét þá Los Llanos. Eftir allnokkrar sameiningar var nafninu breytt í Grupo de Bodegas Vinartis árið 2004. Pata Negra er eingöngu úr Tempranillo-þrúgunni og hefur legið árum saman í eikartunnum og á flöskum enda Gran Reserva. Kaffilíkjör, vanilla og mór í nefi en bláber, krækiber og kryddkeimur í munni. Nokkuð tannínríkt. Frekar milt vín, ekki tilþrifamikið en fínt með mat, til dæmis pasta. 1.230 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt „Þessi uppskrift er í miklu uppá- haldi hjá mér. Ég fékk hana hjá ítalskri vinkonu mömmu en þetta er gömul fjölskylduuppskrift,“ seg- ir Sigurrós Pálsdóttir, matgæð- ingurinn að þessu sinni, en hún býður upp á rétt sem samanstend- ur að stærstum hluta af eggald- ini og mozzarella. „Ég elda hann mjög oft. Ég verð eiginlega að elda hann allavega einu sinni í mánuði, mér finnst hann svo góður,“ seg- ir Sigurrós sem lætur einnig fylgja með uppskrift að súkkulaði- og möndluköku sem hún smakkaði á litlum veitingastað á Ítalíu og varð svo hrifin að hún fékk uppskriftina að henni. Sigurrós starfar sjálf sem kokkur í Mílanó en ítölsk matargerð er þó ekki í aðalhlutverki hjá henni þar. „Ég er meira í franskri og skandin- avískri matargerð en ítölsk kemur þó sterk inn líka.“ Sigurrós er með eigin veitingaþjónustu á Ítalíu en starfaði áður á Michelin-vetinga- stað þar í landi. Í sumar vinnur hún á veitingastaðnum Vox hér á landi áður en hún heldur aftur suður á bóginn í haust. Melanzane alla Parmigiana  4 meðalstór eggaldin, skorin í ½ cm sneiðar  4 kúlur mozzarellaostur  150 gr parmesanostur  ½ laukur  500 gr tómatar, rauðir og vel þroskaðir  1 búnt basilika  ½ l kjúklingakraftur  Maldonsalt og pipar  200 ml ólífuolía 1. Eggaldinið er skorið og sett á þerri- pappír, salti létt stráð yfir. Þegar egg- aldinið byrjar að dropa (svitna) er saltið þurrkað af og snúið við og gert það sama á hinni hliðinni. 2. Tómatarnir eru skornir gróft og sett- ir í matvinnsluvél og malaðir þar til vel maukaðir. 3. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og léttsteiktur í potti með mikilli ólífu- olíu eða u.þ.b. 3 msk., þegar hann er orðinn mjúkur er tómatsósunni bætt út í ásamt kjúklingakraftinum, þetta er látið sjóða hægt niður á meðallág- um hita í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til lítið vatn er eftir í sósunni, hún á að verða þykk. Saltið og piprið eftir smekk. 4. Á meðan tómatsósan sýður niður er eggaldinið steikt á pönnu. Passa þarf að nota ekki of mikla olíu þar sem egg- aldin er eins og svampur og drekkur í sig alla olíu. Því er best að setja olíu á pönnuna og taka hverja sneið fyrir sig og dýfa létt í olíuna áður en sneiðin er lögð niður á pönnuna. Steikið sneið- arnar þar til gullinbrúnar á lit. 5. Sneiðið mozzarellaostinn í eins þunnar sneiðar og hægt er og þerrið mestan vökvann af. 6. Takið eldfast mót og raðið fyrst egg- aldinsneiðunum, því næst tómat- þykkninu, þar á eftir basilíkublöðum og síðast mozzarellaostinum. End- urtakið þar til mótið er fullt og síðast er rifinn allur parmesanosturinn jafnt yfir. 7. Eldið í 180°C heitum ofni í 25-30 mínútur. Súkkulaði- og möndlukaka, torta Caprese  1 ½ bolli hýðislausar möndlur  1 bolli sykur  225 gr súkkulaði, 65–70%  5 egg, stór  ½ tsk. möndluextrakt  ½ tsk. sítrónubörkur, rifinn  ½ bolli ósaltað smjör, bráðið og kælt  ¼ tsk. salt  Flórsykur 1. Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið 25 sm form með 7 sm börmum. 2. Setjið möndlur og 1/3 bolla syk- ur í matvinnsluvél og hakkið þar til vel mulið. Færið blönduna í með- alstóra skál. Ekki þrífa matvinnslu- vélina. Setjið þá súkkulaðið og 1/3 bolla sykur í vélina og hakkið þar til fínt mulið en áður en koma kekkir í blönduna (um 45 sekúndur). Bland- ið saman við möndlublönduna. 3. Þeytið eggjarauðurnar og síð- asta 1/3 bolla sykur í stórri skál þar til þykkt og ljóst (um 5 mín.). Þeytið saman við möndluextrakti og sítr- ónuberkinum. Blandið varlega sam- an við súkkulaði-möndlublönduna og síðast smjörinu. 4. Þeytið eggjahvíturnar og saltið með hreinum þeytara þar til stífar en ekki þurrar. 5. Blandið hvítunum saman við súkkulaðiblönduna í þremur hlut- um. Setjið deigið í formið. 6. Bakið í um það bil 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með rakri mylsnu á. Kælið kökuna alveg og stráið flórsykri yfir rétt áður en hún er borin fram. Sigurrós skorar á vin sinn, Árna Þór Jónsson auglýsingaleikstjóra, að vera næsti matgæðingur. Gömul, ítölsk FJÖLSKYLDUUPPSKRIFT Meistarinn DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 47 Sigurrós Pálsdóttir MATGÆÐINGURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.