Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Side 50
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 200750 Sakamál DV
SAKAMÁL
Fyrir rétt tæpri viku, laugar-
dagskvöldið 14. júlí, stóð hin fer-
tuga Robin Munis á sviði veitinga-
staðarins Old Chicago í Wyoming í
Bandaríkjunum. Þar tróð hún upp
ásamt hljómsveit sinni og spilaði
fyrir matargesti. Það hafði hún
gert áður og reiknaði með að gera
áfram. En eiginmaður hennar hafði
önnur áform. Rétt eftir miðnætti
hneig hún niður, skotin einu skoti
beint í hjartað. David Munis, þrjá-
tíu og sex ára eiginmaður hennar,
sem er þjálfuð skytta í þjóðvarðliði
Wyoming, er sá eini sem grunað-
ur er um verknaðinn. Þau höfðu
verið skilin að borði og sæng í
nokkrar vikur og fyrr um kvöldið
hafði Robin fengið ótal óhugnan-
leg símtöl frá honum. Einnig hafði
hún kvartað til yfirvalda áður vegna
-ítrekaðra símhringinga frá honum,
þótt þar hefði ekki verið um beinar
hótanir að ræða. Ótal vitni staðfestu
að David hefði ráfað um í nágrenn-
inu þetta kvöld og trukki svipuð-
um þeim sem hann á var ekið á
brott úr nágrenninu skömmu eftir
morðið. Lögreglan útilokaði gesti
inni á veitingastaðnum sem grun-
aða enda kom skotið utan frá af um
það bil hundrað metra færi. Enginn
sá David Munis fremja verknaðinn
og ekkert skotvopn hefur fundist.
Engu að síður er hann sá eini sem lögreglan hef-
ur grunaðan því aðeins einu skoti var hleypt af og
einungis Robin Munis féll í valinn. Davids Munis
er nú leitað af lögreglu sem segir hann vopnaðan
og mjög hættulegan.
Á meðan eiginkonan tróð upp ásamt hljómsveit sinni á Old Chicago-veitingastaðnum í
Wyoming í Bandaríkjunum, bruggaði eiginmaðurinn henni launráð:
Eiginkonan skotin á sviðinu
Söguhetjur þessarar frásagnar eru fjórir
ónafngreindir Pólverjar. Ekki endilega dæmi-
gerðir Pólverjar og sennilega ekki bestu eintök
pólsku þjóðarinnar. Hvað sem því líður eru þeir
orðnir landsþekktir í Noregi og ekki að góðu einu
saman. Þeir voru teknir fastir, fundnir sekir og
dæmdir til tveggja mánaða fangelsisvistar. Ein-
falt í sjálfu sér skyldi maður ætla. En framhaldið
varð annað en aðstæður gáfu tilefni til.
Pólverjarnir fjórir voru handteknir vegna
margra aðskilinna þjófnaða. Afrakstur þessarar
atvinnu þeirra var góður, enda höfðu þeir verið
duglegir við iðju sína og dugnaður Pólverja róm-
aður og þeir eru eftirsóttur vinnukraftur víða um
lönd. En þjófnaðir og rán eru kannski ekki endi-
lega það sem haft er í huga þegar innflytjend-
um er veitt tímabundin landvistarleyfi. En allt að
einu. Það var leiðin sem þessir fjórir kumpánar
völdu. Í stað hins mjóa vegar dyggðugs lífernis lá
leið þeirra um refilstigu afbrota, innbrota, hnupls
og þjófnaðar í landi frænda okkar, Noregi. Ekki
liggur ljóst fyrir hve lengi þeir félagarnir stund-
uðu iðju sína, en hún fórst þeim vel úr hendi og
lengi vel tókst þeim að forðast hinn langa arm
laganna.
Lukkan er hverful...
En góðir hlutir taka enda og sú varð einnig
raunin hjá þessum harðduglegu Pólverjum. Einn
góðan veðurdag tókst hinum norsku laganna
vörðum að koma á þá böndum. Nú skyldi réttar-
kerfið taka við, útdeila refsingu við hæfi og tryggja
að löghlýðnir Norðmenn og aðrir þeir sem byggja
Noreg, gætu vitjað Óla Lokbrár í fullvissu þess að
hinir pólsku Kasper, Jesper og Jónatan og einn til,
væru ekki að læðupúkast um hýbíli þeirra í skjóli
nætur. Og verslunareigendur þyrftu ekki að upp-
lifa að vörur úr hillum verslana þeirra hyrfu líkt
og dögg fyrir sólu, rétt á meðan þeir þjónustuðu
þá sem kusu að greiða fyrir vörurnar.
Réttarkerfið tók strax til hendinni. Ermar
voru brettar upp og fullt kapp var lagt á að ljúka
þessu máli. Í grjótið skyldu þessir kújónar, sem
höfðu valsað um í hinu heiðvirða norska samfé-
lagi rænandi og ruplandi, eins og Noregur væri
einhvers konar útópía þar sem allt væri ókeyp-
is og sjálfsafgreiðsla væri lykillinn að velmegun.
Sá misskilningur skyldi nú leiðréttur og notuð til
þess rétt meðul.
...eða hvað?
Norska réttlætið vinnur hratt. Á þeirri viku
sem leið frá því hinir fræknu fjórir Pólverjar voru
handteknir náði lögreglan fram játningu og refs-
ingin var ákveðin tveir mánuðir. En Adam var
ekki lengi í Paradís því varla hafði dómarinn sleg-
ið hamri sínum í púltið, eða hvernig sem frændur
okkar gera þetta, þegar Pólverjarnir vinkuðu glað-
beittir laganna vörðum og kvöddu með virktum.
Dugnaðarforkarnir fjórir höfðu fengið frítt fæði
og uppihald í viku á kostnað ríkisins. Reyndar
þurftu þeir líka að sjá á bak afrakstri sumarvinn-
unnar, en það var einungis tímabundið bakslag.
Ekkert var því til fyrirstöðu að þeir gætu tekið upp
þráðinn þar sem frá var horfið. Öll fangelsi voru
yfirfull og hið opinbera bjó ekki yfir nokkrum
ráðum til að finna þeim þak yfir höfuðið þar sem
rimlar væru fyrir gluggum. Pólverjarnir gátu um
frjálst höfuð strokið, axlað tóma sekki sína sem
biðu þess eins að vera fylltir með eigum annarra,
teknum ófrjálsri hendi.
Lögreglu er ekki skemmt
Arne Johannessen saksóknara var ekki hlátur
í huga þegar lyktir málsins urðu ljósar. Hann ótt-
ast að Noregur verði vinsælt land meðal erlendra
glæpagengja þegar þetta spyrst út. Johanness-
en sagði að svona upplýsingar breiddust fljótt út
manna á milli í þessari starfsgrein og yrðu þess
valdandi að Noregur yrði eftirsóknarverður kost-
ur hjá þeim sem hafa þjófnaði og glæpi að lifi-
brauði. Einnig taldi hann að þessar málalyktir
kæmu ekki til með að virka sem hvati á lögreglu-
menn, sem í þessu tilfelli hefðu sinnt sinni vinnu
óaðfinnanlega til þess eins að horfa á eftir glæpa-
mönnunum út í frelsið á ný.
Syndin er
lævís
Hann fór heldur betur bón-
leiður til búðar Kaupmanna-
hafnarbúinn, þegar hann ætlaði
að lyfta sér upp á einum af kyn-
lífsklúbbum Kaupmannahafnar.
Að sögn dyravarðar klúbbsins
náði kúnninn ekki að afklæð-
ast áður en hann hneig örendur
niður. Ekki er vitað hvað varð
manninum að aldurtila.
Móðurmorð
Sextíu og tveggja ára Dani er nú í haldi dönsku lögreglunnar
ákærður fyrir manndráp. Fórnarlambið er áttatíu og fimm ára gömul
móðir mannsins. Ekki er vitað hvað manninum gekk til þegar hann
keyrði að sögn vitna viljandi á hana í innkeyrslu við raðhús í bænum
Løgumkloster á Jótlandi í Danmörku. Skömmu eftir verknaðinn dó
konan á sjúkrahúsi í Esbjerg.
Ellefu ára og
ofurölvi
Þeir urðu undrandi lögreglu-
þjónarnir í Alabama í Banda-
ríkjunum, sem loks tókst að
stöðva bifreið eftir eltingaleik
á hundrað og sjötíu kílómetra
hraða. Upphaflega hafði akst-
urslagið vakið athygli þeirra og
eftirförin hófst og lauk ekki fyrr
en bifreiðin rakst á aðra bifreið
og valt. Þá kom í ljós að öku-
maðurinn var ellefu ára stúlka
og var hún dauðadrukkin í
þokkabót. Fyrir eitthvað glópa-
lán slapp stúlkan án teljandi
meiðsla. Hún hafði tekið fjöl-
skyldubifreiðina ófrjálsri hendi.
Enn á eftir að komast að því
hvar hún fékk áfengið.
Með gaffal
að vopni
Það hljóp heldur betur
snurða á þráðinn hjá hjóna-
kornunum Kelly Ann Camp-
bell-Baumgartner og Bill Baum-
gartner í apríl síðastliðnum. Þau
gengu í hjónaband í desember
2006, en hveitibrauðsdagarn-
ir urðu ekki margir. Þar sem
þau sátu skötuhjúin Bill, 86 ára
gamall, og Kelly Ann, 44 ára, að
snæðingi á veitingastað í Cant-
on í Bandaríkjunum, trylltist
ektakvinnan skyndilega. Hún
hellti matnum í kjöltu eigin-
manns síns, sló hann um koll og
stakk gaffli í annað eyra hans.
Hann sótti um skilnað nokkrum
dögum síðar, en dró svo í land
og fyrirgaf eiginkonunni.
David Munis Eiginmaður-
inn er grunaður um
verknaðinn.
Old Chicago-veitingastaðurinn Robin Munis
var skotin til bana á meðan hún söng.
Afrakstur sumarvinnunnar Hluti af þýfi Pólverj-
anna fjögurra sem ganga eftir sem áður lausir.
Þeir hlæja dátt, Pólverjarnir sem teknir voru fastir í Noregi fyrir ekki svo löngu. Þeir
voru fundnir sekir um þjófnaði, en fangelsisdvölin var stutt:
GLÆPUR OG REFSING