Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2007, Qupperneq 59
Tíu milljarða
jena mark-
inu náð
Pirates of the Caribbean: At World‘s
End er fyrsta erlenda kvikmyndin til
að hala inn tíu milljarða jena í
kvikmyndahúsum í Japan það sem af
er árinu. Myndin var frumsýnd þann
25. maí í Japan og tók það hana
fimmtíu og þrjá daga að ná þessu
marki og er hún á góðri leið með að
hala inn meiri pening en Pirates of
the Caribbean: Dead Man‘s Chest
náði á öllum þeim tíma sem hún var
til sýninga í kvikmyndahúsum
Japana á síðasta ári.
Sex nýjar myndir voru nú að bætast við Bíódaga Græna ljóssins:
Línurnar skýrast fyrir Bíódaga
Sex nýjar myndir hafa nú bæst
við listann yfir þær kvikmyndir sem
sýndar verða á Bíódögum Græna
ljóssins, þann fimmtánda til tuttug-
asta og níunda ágúst næstkomandi.
Bíódagar er tveggja vikna kvik-
myndahlaðborð á vegum Græna
ljóssins þar sem frumsýndar verða
tuttugu splunkunýjar og sérvaldar
hágæða kvikmyndir hvaðanæva að
úr heiminum. Bíódagarnir fara fram
í Regnboganum og verður myndun-
um skipt niður í þrjá flokka en þeir
eru: Heimurinn, sem er kjarnaflokk-
urinn þar sem sýndar eru óháðar
gæða- og verðlaunamyndir frá öll-
um heimshornum. Annar flokk-
urinn er svo Heimildarmyndir, en
þar verða sýndar nokkrar sérvaldar,
áhugaverðar og spennandi heim-
ildarmyndir. Þriðji flokkurinn ber
heitið Miðnætti en innan hans eru
kvikmyndir af ýmsum toga sem eru
ögrandi og umdeildar og oft á tíðum
ekki fyrir viðkvæma. Opnunarmynd
Bíódaga verður Sicko, nýjasta afurð
hins umdeilda Michaels Moore, en
auk þess hafa átta aðrar myndir ver-
ið staðfestar á hátíðina en samn-
ingaviðræður standa yfir um aðrar
sex sem eru á listanum:
Staðfestar:
The Bridge
No Body Is Perfect
Die Falscher
Death of a President
For Your Consideration
Curse of the Golden Flower
Deliver Us from Evil
S&Man
Óstaðfestar:
The Nines
Expired
Hallam Foe
Goodbye Bafana
Cocaine Cowboys
Shortbus
Skrifar
handrit upp
úr Nine
Handritshöfundurinn Michael Tolkin
sem tilnefndur var til óskarsverð-
launa fyrir mynd sína The Player,
kemur til með að skrifa handrit upp
úr Broadway-söngleiknum Nine frá
árinu 1982. Söngleikurinn snýst um
líf frægs kvikmyndaleikstjóra, Guidos
Contini, og fylgir honum í gegnum
persónulegar krísur og hvernig
honum tekst að hafa tök á kven-
mönnunum í lífi sínu. Rob Marshall
kemur til með að framleiða myndina
og leikstýra henni og Maury Yeston
sér um tónlistina en hann samdi
tónlist og texta fyrir upprunalegu
uppfærsluna.
Vill giftast
Belafonte
Kryddpían Mel B. virðist vera búin að
ná sér algjörlega eftir skilnaðinn við
leikarann Eddie Murphy og segist nú
tilbúin í að giftast nýja kærastanum,
kvikmyndaframleiðandanum
Stephen Belafonte, en þau hafa verið
að slá sér upp síðan síðla á síðasta
ári. „Hann er ástin í lífi mínu og ég
ætla að giftast honum,“ er haft eftir
söngkonunni. Brown sem hefur
staðið í leiðindafaðernisdeilum við
Murphy segir jafnframt að Belafonte
hafi tekið dóttur hennar Angel Iris
opnum örmum og að hann sé
sannkölluð guðsgjöf fyrir þær
mæðgur.
FöSTUDaGUr 20. júlí 2007DV Bíó 59
Curse of the Golden Flower Er staðfest á
Bíódaga.
Kvikmyndin
Sicko Er opnunar-
mynd Bíódaga.
Verstu myndirnar
1. Because I Said So - 5% / 17,7
Michael lehmann sem leikstýrir
myndinni hefur aðallega gert efni fyrir
sjónvarp hingað til og ætti kannski bara
að halda sig við það miðað við þessa
dóma. Diane Keaton hefur sennilega
yfirleitt staðið sig betur en hún leikur
móður sem ofverndar dóttur sína.
Dóttirin er leikin af söngkonunni Mandy
Moore.
2. The Number 23 - 8% / 18,6
joel Schumacher sem kom sterkur inn á
sínum tíma í myndum eins og Flatliners,
Falling Down, Batman Forever, a Time to
Kill og 8MM hefur ekki verið að gera það
jafn gott í seinni tíð. Þó svo að jim
Carrey sé löngu búinn að sanna sig sem
alvöruleikari skilar það sér ekki í þessari
mynd sem hefur fengið slæma dóma alls
staðar.
3. Premonition - 8% / 19,9
leikstýrt af þýska leikstjóranum Mennan
Yapo. Sandra Bullock og julian
McMahon úr þáttunum Nip/Tuck leika
aðalhlutverkin. Myndin fjallar um konu
sem kemst að því að eiginmaður hennar
hefur látist í bílslysi. Þegar hún vaknar
daginn eftir er hann á lífi. Daginn eftir
það er hann svo aftur dáinn. Hvað er í
gangi? allavega ekkert sérlega
spennandi miðað við dómana.
4. The Reaping - 7% / 21,0
Stephen Hopkins sem leikstýrir
myndinni hefur gert ýmislegt í gegnum
tíðina. Svo sem Predator 2 og The life
and Death of Peter Sellers. Þrátt fyrir að
hafa tvöföldu óskarsverðlaunaleikkon-
una Hillary Swank innanborðs tókst ekki
til sem skyldi. Myndin fjallar um dóttur
djöfulsins og biblíuplágurnar tíu.
5. Norbit - 9% / 22,9
Eddie Murphy er meistari dulagervisins
eins og hann hefur svo oft áður sýnt en
honum bregst bogalistin hrapalega í
þetta skipti. leikstjórinn Brian robbins
hefur gert ágætis myndir í gegnum
tíðina, eins og Varsity Blues og ready to
rumble, en Norbit er alveg örugglega
ekki ein þeirra bestu.
6. Perfect Stranger - 11% / 23,1
7. Happily N‘Ever After - 4% / 25,1
8. Are We Done Yet? - 8% / 25,2
9. Code Name: The Cleaner - 4% / 25,8
10. Hannibal Rising - 16% / 27,0
asgeir@dv.is
Kvikmyndavefurinn Rotten Tomatoes
gaf nýlega út skýrslu yfir bestu og
verstu myndir fyrri hluta ársins. Vefur-
inn er þekktur fyrir að vera vægðarlaus
í gagnrýni sinni en verðlaunar einnig
þær myndir sem eiga það skilið. Ein-
kunnagjöfin er blanda af dómi almenn-
ings og gagnrýnenda.
BESTU OG VERSTU
Á ÁRINU