Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Page 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 13 Kynning: Prófessor W. Allen Hauser W. Allen Hauser er prófessor í taugasjúkdóm- um og faraldsfræði við Columbia háskólann í New York, og er hann einn þeirra erlendu gesta sem flytja mun fyrirlestur í tengslum við 75 ára afmæl- ishátíð Læknafélags íslands. Fyrirlestur hans ntun fjalla um stöðu faraldsfræðinnar í dag og hvernig faraldsfræðilegar rannsóknir nýtast læknum í dag- legu starfi. W. Allen Hauser lauk læknanámi frá St. Louis University og stundaði síðan framhaldsnám í taugasjúkdómum við Northwestern University og framhaldsnám í klínískri taugalífeðlisfræði við Mayo Graduate School. Hann var fyrst skipaður prófessor við Minnesótaháskóla en frá árinu 1978 hefur hann verið prófessor við Columbia háskól- ann í New York. W. Allen Hauser hefur stundað umfangsmiklar rannsóknir á faraldsfræði ýmissa taugasjúkdóma, en einkum er hann þekktur fyrir rannsóknir sínar á faraldsfræði flogaveiki. Hann hefur skrifað mik- inn fjölda greina og eftir hann hafa birst nær 200 greinar í læknisfræðiritum. Hann hefur skrifað bók um faraldsfræði flogaveiki og ritstýrt fjölda rita um faraldsfræði. Sérstaklega má nefna ránn- sóknir hans á faraldsfræði flogaveiki í Rochester í Minnesota, sem spanna nær 60 ára tímabil, og eru grundvallarrannsóknir í þessari grein. W. Allen Hauser er einn fremsti vísindamaður á sviði far- aldsfræði flogaveiki í heiminum. A síðustu tveimur árum hefur W. Allen Hauser tekið þátt í samstarfi við íslenska lækna um rann- sóknir á flogaveiki hér á landi og hefur hann þegar heimsótt fsland nokkrum sinnum. Áformað er að gera rannsókn á nýgengi flogaveiki hér á landi sem spanna mun nokkur ár. Hér er um mjög viðamikla rannsókn að ræða og undirbúningur hennar hefur þegar tekið rúm tvö ár. Tilgangur rannsóknarinnar er að ákvarða nýgengi floga- veiki á íslandi. leita að áhættuþáttum fyrir floga- veiki o.s.frv. Leitað verður eftir samstarfi við alla starfandi lækna á íslandi við framkvæmd rann- sóknarinnar. Elías Ólafsson

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.