Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Side 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Side 16
14 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 Kynning: Snorri S. Þorgeirsson PhD Snorri S. Þorgeirsson er fæddur á Neskaupstað 1. desember 1941. Hann lauk læknaprófi frá Há- skóla Islands 1968 og að loknu kandídatsári á Landspítalanum, stundaði hann læknis- og rann- sóknarstörf í klínískri lyfjafræði við Royal Postgraduate Medical School í London og lauk doktorsprófi frá University of London 1971. Frá 1972 hefur hann starfað á ýmsum deildum The National Institutes of Health í Bethesda í Banda- ríkjunum, þar af forstöðurmaður (chief) á La- boratory of Experimental Carcinogenesis, DCE, National Cancer Institue frá 1981. Snorri hefur hlotið fjölda viðurkenninga, sem of langt yrði upp að telja og er hér einungis getið NIH Merit Award 1988, að öðrum ólöstuðum. Hann hefur setið í fjölda nefnda er skipuleggja og meta rannsóknir á sérsviði hans svo og í rit- nefndum sérfræðirita. Þannig hefur hann setið í nefndum svo sem eins og Committee on Occupa- tional Carcinogenesis 1979. Hann var í forsvari fyrir alþjóðaþingi um Carcinogenic and Mutagen- ic N-substituted Aryl efna í Bethesda 1979 og ritstýrði NCI monograph um sama efni 1980. Þá hefur hann verið í forystu Pharmacology Re- search Associate Program á NIGMS frá 1977, og verið fulltrúi NCI í Subcommitte on Testing and Test Method Validation of the Committee to Coordinate Environmental Health and Related Programs frá 1991. Snorri situr í ritstjórn Molecul- ar Pharmacology, Biochemical Pharmacology, Carcinogenesis, JNCI og er meðritstjóri Cancer Research. A síðustu árum hefur Snorri verið virkur skipu- leggjandi ráðstefna um allan heim um krabba- meinsrannsóknir og vakið athygli í umræðunni um hæfni lifrar til endurmyndunar og viðgerða (regeneration). Ahugasvið Snorra í rannsóknum snerta ýmis model transgenískra músa og rannsakar hann þar genastjórnun á vexti og sérhæfingu við eðlilegar aðstæður við myndun krabbameins. Þá hefur hann rannsakað stjórnun og hlutverk genafjöl- skyldu í fjöllyfja mótstöðu og hegðan fruma og sameinda í eðlilegri lifur og lifur með krabba- meinsbreytingum. Snorri hefur verið afkastamik- ill við greinaskrif og telur hátt á þriðja hundrað greina auk fjölda úrdrátta og kynninga á þingum Snorri eins og kona hans, Unnur Pétursdóttir, hafa bæði valist til starfa á einni virtustu rann- sóknarstofnun heims. Samt er Snorri einn þeirra Islendinga, sem yngri læknar þekkja kannski helst af afspurn en þeir sem aðeins eldri eru, þekkja betur umfangsmikið framlag hans til læknisfræð- irannsókna og árangurs hans á alþjóðavetvangi. Það er því mikið gleðiefni að fá nú tækifæri til að hlýða á Snorra skýra frá rannsóknum sínum í tilefni 75 ára afmælis Læknafélags íslands. Kristján Erlendsson varaformaður LÍ

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.