Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 17 Erindi / Agrip erinda á læknaþingi 13.-14 september 1993 MISTÖK OG ÓHAPPATILVIK Matthías Halldórsson, Anna Björg Aradóttir, Ólafur Óiafsson. LandlæknisembættiÖ. Heilbrigðisþjónustan verður sérhæfðari og flóknari með hveiju ári. Samfara þessu aukast kröfur um samhæfingu starfsmanna sem vinna að sama marki. Skýrar línur þurfa að vera um ábyrgð hvers starfsmanns. Við greiningu á þeim tiltölulega fáu málum, sem hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga, kemur í ljós, að sjaldnast er um þekkingar- eða kunnáttuleysi starfsmanna að kenna. Algengara er, að þessir atburðir starfi af skorti á skýrum reglum og/eða því, að nákvæmlega sé farið eftir þeim reglum sem hafa verið settar. Rakin verða nokkur dæmi til stuðnings þessum hugleiðingum og fjallað um nauðsyn þess að sá sem tekur við kvörtunum og stendur fyrir faglegri rannsókn máls sé jafnframt í aðstöðu til þess að hafa áhrif á heilbrigðisþjónustuna svo að allir aðilar megi læra af orðnum atburðum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.