Kjarninn - 31.10.2013, Page 18

Kjarninn - 31.10.2013, Page 18
I celand Airwaves-hátíðin er nú haldin í fimmtánda sinn. Það er óhætt að segja að hátíðin, sem er samstarfs verkefni Icelandair og Reykjavíkurborgar, hafi vaxið umtalsvert frá því að sú fyrsta var haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvölli. Upphaflega var hún kynning fyrir hljómsveitina GusGus og nokkrar aðrar þar sem tilgangurinn var að vekja athygli erlendra fagaðila í tón- listargeiranum á þeim örfáu böndum sem tróðu upp. Þá var sala á flugmiðum til Íslands fjarri því eitt af aðal markmiðum framtaksins. Það hefur heldur betur breyst og nú hvílir hátíðin á þremur meginstoðum: 1.$²ź¸OJDIHU²DP¸QQXPXWDQK£DQQDW¯PD 2. Að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis 3. Að halda tónlistarhátíð á heimsmælikvarða Í ár er uppselt á Iceland Airwaves í áttunda sinn í röð. Það seldist raunar upp snemma í september, sem er um mánuði fyrr en í fyrra. Samt voru fleiri miðar til sölu nú, rúmlega sex þúsund. Þegar búið er að bæta við þeim miðum sem fara til erlendra listamanna, fjölmiðlamanna, umboðsmanna, starfsfólks, íslenskra hljómsveita og annarra sem fá arm- bönd utan hefðbundinnar sölu verða gestir á þessari Iceland Airwaves-hátíð 7.974 talsins, rúmlega þúsund fleiri en í fyrra. Þar af fljúga um 4.436 hingað til lands frá útlöndum, gista á íslenskum gististöðum, borða á íslenskum matsölustöðum og drekka bjór á íslenskum öldurhúsum. Þeim fjölgar ár frá ári. Alls eru tvöfalt fleiri útlendingar á þessari hátíð en þeirri sem haldin var árið 2010. Til að koma öllu þessu fólki fyrir hefur tónleikastöðum verið fjölgað. Nú verður meðal annars troðið upp í Hallgríms- kirkju. Atriðum á hátíðinni fjölgar auk þess ár frá ári, og verða 217 þessa löngu helgi sem er fram undan. Til viðbótar er umgangsmikil off-venue dagskrá þar sem hundruð tónleika fara fram víðs vegar um miðborg Reykjavíkur. þsj Erlendir gestir tvöfalt fleiri en 2010 Iceland Airwaves stækkar með hverju árinu 01/01 kjarninn tónlist smelltu til að sjá off-venue dagskrána 2013 Dagskrá iceland Airwaves 2013 01/01 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Skýringar Q Erlendir Q Íslenskir Þjóðerni geSta á iceland airwaveS 2010-2013 6.300 4.085 2.215 6.800 4.008 2.792 7.000 3.200 3.800 7.974 3.538 4.436 Skipting Seldra miða eftir löndum Bretland 9,3% Frakkland 5,4% noregur 4,5% Kanada 3,6% Holland 2,7% Danmörk 1,7% svíþjóð 1,7% Aðrir 8,2% 2012 2013 Ísland 30,4% Bandaríkin 20% Þýskaland 12,5% Ísland 33,5% Bandaríkin 17,6% Þýskaland 11,7% Aðrir 16,1% svíþjóð 1,7% Danmörk 2,3% Holland 2,6% Kanada 1,9% noregur 4,1% Frakkland 3,3% Bretland 5,2% eyða yfir milljarði á íSlandi Erlendir tónlistargestir iceland Airwaves eyddu um 1,1 milljarði króna innan Reykjavíkur í fyrra, sam- kvæmt könnun aðstandenda hátíðarinnar og Útón. Meðalgesturinn sem kemur á iceland Airwaves er 30 ára gamall. Hann gistir á hóteli eða gistiheimili og eyðir um 200 þúsund krónum í borginni á meðan að hann dvelur í henni, sem er um 6,7 dagar að meðaltali. Auk þess eyða þessir gestir töluverðum fjármunum utan Reykjavíkur, til dæmis í Bláa lón- inu. Þetta kom fram í máli Kamillu ingibergsdóttur, kynningastýru hátíðarinnar í Kastljósi fyrr í vikunni.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.