Kjarninn - 31.10.2013, Page 25

Kjarninn - 31.10.2013, Page 25
07/09 kjarninn Stjórnmál ráðherranefnd er jákvæð sem og vísbendingar um styrkingu á sambandinu vestur um haf með heimsóknum bæði forsætis- og utanríkisráðherra til Kanada. Utanríkisráðherra hefur líka lýst því skýrt yfir að samstarf Íslands og Atlantshafsbanda- lagsins verði treyst enn frekar. Áframhaldandi vinna við fullgildingu á fríverslunar- samningi við Kína á vettvangi Alþingis er skref í rétta átt. Ráðherrar hafa haldið uppi öflugum vörnum gegn hótunum um viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar og útlit er fyrir að stjórnin geti náð góðum samningum í henni þótt kálið sé ekki allt sopið þar. Þá hefur utanríkisráðherra tjáð sig af skynsemi um starfsemi utanríkisþjónustunnar og nauðsyn þess að bæta í hagsmuna gæslu vegna EES-samningsins. Framganga forsætis- og utanríkisráðherra gagnvart hótunum um beitingu hervalds í Sýrlandi án aðkomu Öryggisráðsins, voru einnig hug- hreystandi fyrir þá sem horfðu upp á stuðning við Íraksstríðið hjá sömu ríkisstjórnarflokkum fyrir áratug. En röng strategía Helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum: Hlé í viðræðum við Evrópusambandið, gefur þó tilefni til að hafa áhyggjur af því að ekki sé búið að hugsa málin til enda. Það er ekki hægt að móta utanríkisstefnu eingöngu út frá því sem menn vilja ekki. Heimurinn er flóknari en svo. Evrópustefnan er í kjarna íslenskra utanríkismála þar sem um er að ræða flestar helstu samstarfsþjóðir sem lang- mest viðskipti eru við. Aðrir markaðir eru dvergvaxnir fyrir hagsmuni Íslands í samanburðinum. Þess vegna dugar hvorki hálfkæringur né stefnuleysi. Þótt það geti verið skynsamlegt í stöðunni að auka lobbíisma gagnvart lagasetningu á EES- svæðinu er það ekki langtímalausn sem þjónar íslenskum hagsmunum. Stefnuleysi í Evrópumálum heldur Íslandi áfram í ólýðræðis legu ferli EES-samningsins sem getur ekki talist sæmandi fullvalda þjóð til lengdar. Hvar Íslendingar staðsetja sig í hinu alþjóðlega

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.